Uppfærsla á veðustöð

Um helgina voru gerðar breytingar á veðurstöðinni. Mælingar voru þvi frekar gloppóttar um helgina, sérstaklega s.l. föstudag. Tilgangurinn var að bæta stöðu nema þannig að mælingar yrðu áreiðanlegri. Eftirfarandi breytingar voru gerðar.

1. Sólar og UV nemar færðir hærra upp þannig að skugga ber aldrei á þá.

Sólarnemar mundaðir

Sólarnemarnir komnir upp

2. Vindmælir kominn í hæstu stöðu, þannig að truflanir frá aðliggjandi þáttum eru minni.

Vindmælirinn kominn hæstu stöðu

3. Raka og hitamælir færðir á betri stað. Móttökuskilyrði bætt.
Yfirlit á staðsetningu má sjá hér

Þegar mælingar síðasta sumar voru gerðar upp kom mjög á óvart að geislar sólarinnar reyndust mun sterkari en áður hefur verið talið að mælst gæti á Íslandi. Meira um það síðar.


Móttökubúnaðurinn


© 2009-2015 Félag sumarhúsaeigenda í Hvammi Hafðu samband