Innbrot á Hvammssvæðinu í síðustu viku - Leiðrétt

Föstudaginn 5. ágúst var brotist inn í Lerkihvammi á Hvammssvæðinu. Það er að vísu gata sem ekki er á bakvið nýju hliðin, en hvernig staðið var að innbrotinu vekur upp áhyggjur um öryggi á Hvammssvæðinu.
Sjónarvottur lýsir aðstæðum þannig: Um kl. 10 s.l. föstudagskvöld tek ég eftir að bifreið stöðvar við eystra hliðið. Tveir menn gnaga niður veginn í átt að vatninu. Ég taldi að þeir væru að skoða hús í sölu, en það hefur verið töluvert um slíka umferð undanfarið. Ég tek síðan eftir að þeir ganga austur Hvammsskóg. Skömmu síðar kemmmur viðvörun frá innbrotskerfi í húsi við Lerkihvamm. Þegar er komið er að þar er búið að tæma verðmæti úr húsinu og töluvert skemmt. Það virðist vera að mennirnir hafi haft vitorðsmann sem beið í bílnum og flutti bílinn nær húsinu þegar mennirnir höfðu skoðað aðstæður. Innbrotsþjófarnir hafa ekki náðst ennþá.

Það sem er óvenjulegt við þetta mál er að innbrotið fer fer fram kl. 10 að föstudagskvöldi þegar mikið er af fólki í bústöðum og að innbrotsþjófarnir virðast ekki hafa áhyggjur af því að ganga um hverfið og skoða aðstæður í björtu. Þessi atburður hefur vakið upp umræður um uppsetningu myndavéla við hliðin sem mynda alla bíla sem koma þar að.

Eitthvað mun hafa verið um innbrot á öðrum svæðum í Skorradal í sumar. Fyrir skömmu hafði vefstjóri samband við Theodór Þórðarson yfirlögregluþjón í Borgarnesi og óskaði eftir ráðum frá lögreglunni varðandi aðgerðir og nágrannavörslu auk tölfræði innbrota s.l. ára.

Húsið mun hafa verið tryggt og fást því bætur á skemmdum sem unnar voru á húsinu. Innbú var ekki tryggt og verður því ekki bætt. Það er því ástæða fyrir alla að huga að tryggingum sínum, því eigandi hússins taldi allar sínar tryggingar vera í góðu lagi.

Uppfært 12.08.2011
© 2009-2015 Félag sumarhúsaeigenda í Hvammi Hafðu samband