Vefsíðan okkar fær yfir 20 þúsund heimsóknir á ári

Það er ánægjulegt að sjá hvað sumarhúsaeigendur eru duglegir að nota vefsíðuna okkar. Vefsíðan hefur nú verið uppi frá því síðla árs 2009. Heimsóknir á ári eru frá 23-33 þúsund. Á hverju ári eru skoðaðar frá 40-110 þúsund síður. Vinsælustu síðurnar eru upplýsingar um veðrið, vefmyndir og fréttasíðan. Vefstjóri saknar þú þess að fá ekki meira efni frá sumarhúsaeigendum og tekur glaður á móti öllum ábendingum. Sendið gjarnan á vefstjóra myndir, fróðleik og athugasemdir á netfangið bsig(hjá)mac.com.


visits
© 2009-2015 Félag sumarhúsaeigenda í Hvammi Hafðu samband