2009

Heimsóknum á heimasíðuna fjölgar

Það er greinilegt að heimasíðunni hefur verið vel tekið. í Nóvember komu 318 gestir (hver gestur bara talinn einu sinni) í 734 heimsóknir. Þetta verður að teljast mjög gott þar sem seldar lóðir á svæðinu eru í kringum 40. Það er því greinilegat að mun fleiri nota sér síðuna en sumahúsaeigendur á svæðinu. Veðursíðan er mest skoðuð, en þar á eftir kemur fréttasíðan. Línuritið hér að neðan sýnir fjölda síðuflettinga.


Hitinn í Nóvember 2009

Göngustígar á Hvammssvæðinu

Eftir að hafa rætt þetta mál á mörgum stjórnarfundum hefur stjórn félagsins ákveðið að leggja göngustíga skv deiliskipulagi. Einnig ligur fyrir samþykkt aðalfundar um lagningu umræddra stíga. Göngustígar verða lagðir skv.gildani deiliskipulagi. Um er að ræða svæðið sem tengir vestari hluta Hvammsskóga við eystri hlutann og einnig tengingu á milli Hvammskóga ,Furuhvamms og Grenihvamms. Á næstunni mun verða haft samband við þá lóðareigendur sem eiga lóðir sem liggja að þessum stígum til tryggja rétta lagningu stíganna. Hér að neðan má sjá yfirlitskort af svæðinu.

Stígarnir eru fletsir gamlir þjónustustígar frá tímum skógræktar á svæðinu, þannig að ekki þarf að fella nein tré til að leggja stígana sbr. myndina hér að neðan. Hins vegar eru þeir ansi óslettir, blautir í vætutíð og stundum erfiðir yfirferðar.

Veðrið

Undanfarnar vikur hefur verið einstök blíða ef tekið er tillit til árstíma. Eins og sést hér að neðan hefur bæði verið óvenju hlýtt, þurrt og lyngt. Línuritin tala sínu máli.

Veðurstöðin komin á endanlegan stað

Veðurstöðin er nú komin á endanlegan stað og er uppsett samkvæmt alþjóðlegum stöðlum um staðsetningu veðurmælingatækja. Allar mælingar eru nú sambærilegar við mælingar frá veðurstofu og vegagerð. Unanteking eru vindmælingar, en vindmælirinn er í of miklu skjóli og vanmetur því vindhraða. Úr því verður þó bætt fljótlega.

Veðurfar í Skorradal

Þvi miður er engin veðurstöð í Skorradal. Næstu veðurstöðvar eru Botnsheiði (500m y.s.) og Hvanneyri (12,3 m y.s.). Yfirleitt rignir mun minna á Hvanneyri (Staðsetning: 64°34', 21°46' (64,567, 21,767) en í Botnsheiðinnni (64°27.177', 21°24.205' (64,453, 21,403). Með því að skoða þessar tvær stöðvar má gera sér nokkra grein fyrir veðurfari í Skorradal. Ef þú vilt skoða veðurfar er tengill á forsíðu sem vísar beint á þessar stöðvar.

Snjóað í fjöll og enn hækkar í vatninu

Þegar vefstjóri vaknaði í mogun hafði snjóað töluvert í fjöll.

Síðastliðna 12 tíma hefur hækkað um 15 sm í vatninu og bryggjan flestir botnflekar í bryggjunni sem við sáum mynd af í gær eru horfnir.

Vefstjóri rakst þó á eitthvað af þeim á göngu sinni í morgun þar sem þeir höfðu borist á land töluvert langt frá byggjunni. Eigandi getur haft samband varðandi staðsetningu.

Þessi vatnsköttur virðist fljótlega vera í hættu. Ef þið þekkið eigandann, endilega látið hann vita.

Vatnsborð Skorradalsvatns hækkar ört

Vatnsborð Skorradalsvatns hækkar ört um þessar mundir. Það er nokkuð klassíkt að í haustrigningum hækkar vatnsborðið ört, oft sumarhúsaeigendum til mikils ama. Margir hafa lent í vandræðum með báta og bryggjur sem stóðu langt upp í fjöru, en allt í einu, viku síðar stendur bryggjan á kafi. Á síðast liðnum þremur vikum hefur vatnsborðið hækkað um rúmlega 50 sm og fjaran styst um marga metra. Þegar þetta er ritað hafði vatnið hækkað um 5 sm á síðsutu 4 klst, enda töluverð rigning og allir lækir fullir.


Línuritið hér að ofan sýnir hve hratt breytingarnar gerast.
Fylgjast má með vatnshæð Skorradalsvatns í rauntíma hér. Athugið að velja þarf "Vesturland" úr valmyndinni sem birtist til vinstri og síðan þarf að smella á "Skorradalsvatn".Myndirnar hér að ofan sýna að stutt er í að illa fari.

Aðalfundur

Aðalfundur félags sumarhúsaeigenda í Hvammi verður haldinn fimmtudaginn 1. október kl 17.00
Fundarstaður: Park-inn hótel (Hótel Ísland), Ármúla 9.

Rotþrærnar

Sjá fyrri færslu um þetta mál. Samkvæmt fulltrúa hreppsnefndar Skorradalshrepps hefur eftirfarandi komið fram:


"Ég veit að Ólafur er núna að hnitsetja inn í Vatnsendahlíð. Býst við að hann fari síðan í Hvamminn.   Varðandi losun, þá á að líma tilkynningu frá verktökunum þegar á útihurð þegar losun er lokið og búist við að losun fari fram seinnihluta september í Hvammi. "

Hæ bálið brennur


Sú hefð hefur skapast hjá Sumarhúsafélögum í Skorradal að efna til varðelds um verslunarmannahelgina. Hingað til hefur ekki verið sérstök brenna á Hvammssvæðinu. Hafa margir sumarhúsaeigendur á Hvammssvæðinu nýtt sér brennuna á Vatnsenda. í sumar var breyting á og var kveiktur varðaeldur á ströndinni fyrir neðan Hvammsbæinn. Þar fengu gestir á Hvammssvæðinu tækifæri til að hittast og spjalla og syngja saman. Bestu þakkir til Skúla og Birgis sem höfðu veg og vanda að brennunni. Settar hafa verið inn myndir frá þessum atburði á myndasíðuna.

Þekkir þú þennan bát?

Þessi bátur var að velkjast í fjörunni við Litlu Drageyri 30 ágúst. Eins og áttin var um helgina gæti bátinn hafa rekið frá Hvammmi, Vatnsenda eða Dagverðarnesi.

Hnitsetning rotþróa

Þessa daganna er Ólafur Guðmundsson fyrrverandi byggingafulltrúi að hnitsetja rotþrær. Er hann byrjaður í Vatnsendahverfinu og Fitjahlið. Fer síðan á Indriðastaði, Hvamm og Hálsa.

„Í næstu viku verða rotþrær hnitsettar og í framhaldi verða þær hreinsaðar af Hreinsitækni ehf, en stefna að byrja fyrstu daganna í september. Er því óskað að lóðaeigendur merki rotþró sína með stöng eða veifu og hreinsi gróður frá, þar sem það á við, til að auðvelda losunina. Einnig grafi upp stúta sem eru niðurgrafnir.“

Með kveðju og fyrirfram þökk.
f.h. Skorradalshrepp

Pétur Davíðsson

P.S. Að auki má benda mönnum ef þeir eru með læstar keðjur við heimreið að skilja þær eftir ólæstar svo Ólafur geti komist að rotþrónum með tæki sín og tól. Félagið mun leita frétta af framvindu verksins svo félgsmenn geti fylgst með.

Félag sumarhúsaeigenda í Hvammi opnar heimasíðu

Félag sumarhúsaeigenda í Hvammi hefur opnað heimasíðu fyrir félagsmenn. Á heimasíðunni okkar getur þú fengið upplýsingar um starfsemi Félagsins. einnig er hér að finna myndefni sem tengist svæðinu.
Á
fréttasíðunni flytjum við fréttir af því helsta sem er að gerast á Hvammssvæðinu og af málefnum sem tengjast Skorradalnum. Einnig tökum við fagnandi á móti aðsendu efni
Undir liðnum “
Félagið” eru upplýsingar og stjórn félagsins, lög og reglugerðir, fundargerðirn og annað sem tengist félaginu.
Á
myndasíðuni birtum við myndir úr Skorradalnum. óskum sérstaklega efir að fá myndir frá félgsmönnum. Ekki er verra að fá góðar sögur með.
Ef þú vilt koma á framfæri athugasemdum um síðuna, félagið, senda skilaboð til stjórnar, eða senda okkur efni má gera það í gegnum liðinn “
Hafðu samband” .
© 2009-2015 Félag sumarhúsaeigenda í Hvammi Hafðu samband