2010

Veiðimennska í ljósakiptunum í lok nóvember

Þjófar gripnir í Skorradal


Mennirnir höfðu farið inn í fjóra bústaði í Skorradal.

Lögreglumenn úr Borgarnesi handtóku undir morgunn 8.11.10 tvo unga menn, sem höfðu brotist inn í að minnsta kosti fjóra sumarbústaði í Skorradal og stolið talsverðum verðmætum úr þeim.

Þjófavarnakerfi fór í gang í einum bústaðanna og fór lögregla á vettvang. Þjófarnir reyndu þá að stinga af á bíl sínum, en skyndilega numu þeir staðar og tóku til fótanna og reyndu að láta sig hverfa í hópi hrossa.

Þar hljóp lögreglan þá uppi og flutti í fangageymslur. Verið er að kanna hvort þeir hafa fleiri afbrot á samviskunni. Ekki er vitað til þess að brotist hafi verið inn á Hvammssvæðinu. Eigum við ekki bara að segja að öryggishliðin hafi virkað.

visir.is sagði frá

10.11.10 - Uppfært

Tryggvi frá Hálsum tjáði okkur að hann hefði tekið að sér að fylgjast með nokkrum bústöðum og hefði farið á rúntinn eftIr að þetta mál kom upp. Kom þá í ljós að farið hafði verið inn í 2 bústaði til viðbótar sem stóðu galopnir og ískaldir. Alls var því farið inn í 4-5 bústaði á Vatnsendasvæði og álíka á Indriðastöðum. Eins og áður eru þjófarnir að leita að raftækjum, en þar eru flatskjáir vinsælastir. Við hverjum því sumarhúsaeigendir til að huga vel að bústöðum sínum.

Heimsóknir á heimsíðu

Það kemur nokkuð á óvart hve margir heimsækja vefinn okkar. Þannig eru um 2000 heimsóknir á mánuði frá í vor. Á bakvið þær heimsóknir eru um 1000 aðilar (hver bara talinn einu sinni). Fyrstu 8 daga þessa mánaðar eru 1000 heimsóknir af 500 aðilum. Ekki er að marka 7000 heimsóknir í september, en það skýrist af vinsælu Himbrimamyndbandi.

Breytingar á vefmyndavélum

Samhliða uppfærslu á vefmyndavél um helgina voru nýjar vefmyndavélar teknar í notkun. Fyrri vélin horfir yfir Skorradalsvatn frá Hvammsskógum.

Seinni myndina höfum við góðfúslega fengið að láni úr vefmyndavél Grétars Haukssonar og kunnum við honum bestu þakkir fyrir. Vefmyndavélin er staðsett í fjöruborðinu, rétt við Skorradalsvatn. Þar er því hægt að fylgjast með vatninu í nærmynd.


Grétar hefur hannað allan búnað í kringum veina. Þannig er notuð venjuleg innimyndavél. Myndavélin fest á staur og lokuð inni í glerhjúp með hitagjafa til að halda umhverfi myndavélarinnar frostfríu umhverfi.

Þetta framtak Grétars hefur vakið töluverða athygli og nú er þannig komið að hann er að setja upp feri slíkar myndavélar fyrir aðila sem hafa pantað frá honum.


Uppfærsla á veðustöð

Um helgina voru gerðar breytingar á veðurstöðinni. Mælingar voru þvi frekar gloppóttar um helgina, sérstaklega s.l. föstudag. Tilgangurinn var að bæta stöðu nema þannig að mælingar yrðu áreiðanlegri. Eftirfarandi breytingar voru gerðar.

1. Sólar og UV nemar færðir hærra upp þannig að skugga ber aldrei á þá.

Sólarnemar mundaðir

Sólarnemarnir komnir upp

2. Vindmælir kominn í hæstu stöðu, þannig að truflanir frá aðliggjandi þáttum eru minni.

Vindmælirinn kominn hæstu stöðu

3. Raka og hitamælir færðir á betri stað. Móttökuskilyrði bætt.
Yfirlit á staðsetningu má sjá hér

Þegar mælingar síðasta sumar voru gerðar upp kom mjög á óvart að geislar sólarinnar reyndust mun sterkari en áður hefur verið talið að mælst gæti á Íslandi. Meira um það síðar.


Móttökubúnaðurinn


Tryggvi og Kristín frá Hálsum

Um síðustu helgi lenti vefstjóri í vandræðum. Hann læsti sig úti úr veðurtölvunni. Nálgast tölvuna venjulega úr fjarvinnslu, tölvan án lyklaborðs og músar. Eftir að hafa gert ótrúlega snjallar breytingar var hann læstur úti og lykilinn inni. Þá voru góð ráð dýr, en að lokum, eftir að hafa heimsótt marga nágranna sína snemma að morgni, fékk hann góðfúslega lánað lyklaborð hjá Tryggva frá Hálsi. Hafi hann bestu þakkir fyrir. Greiðlega gekk að opna tölvuna. Það sem kom vefstjóra á óvart var hve fagurt útsýnið var frá húsi Tryggva og Kristínar.

útsýnið yfir Skorradalsvatn

Hvanneyri

Skessuhornið

Það var ekki bara útsýnið sem kom vefstjóra á óvart, heldur kom einnig í ljós að unnusta Tryggva er frábær áhugaljósmyndari. Hélt reyndar sýningu á Indriðastöðum í sumar. Undirritaður varð frá að hverfa vegna þess að búið vara ð loka þegar hann loksins mætti. Það var því kærkomið tækifæri að fá að skoða hluta myndanna hjá Tryggva.

Kristín heldur úti vefsíðu á Flickr, en þar er að finna margar fallegar myndir úr Skorradalnum:

http://www.flickr.com/search/show/?q=skorradalur&w=31961250%40N06&ss=2

Kristín er ættuð úr Borgarnesi en býr í Skorradal með unnusta sínum, honum Tryggva Val og tveim sonum 2 og 5 ára. Hún hóf nám í ljósmyndun fyrir nokkru og er í bænum alla virka daga, en kemur heim um helgar. Hefur verið að mynda í svona 4-5 ár. Tekur að sér nánast öll ljósmyndaverkefni stór sem lítil.

Tengill á Flickr síðu Kristínar og tölvupóstur:

http://flickr.com/photos/mercedes517

kristinj@emax.is

Öryggishliðin komin upp

Öryggishliðin voru sett upp í dag. Til þess að opna hliðin þarf að hringja í ákveðin númer. Sérstakt númer er fyrir austurhliðið og annað fyrir vesturhliðið.

Númer sumarhúsaeigenda hafa verið mötuð inn í hliðin. Þannig er ekki nóg að hringja í rétt númer, heldur verður að hringja úr númeri sem hefur verið skráð í gagnagrunn hliðanna. Ekki má vera slökkt á númerabirtingu í símanum sem þú hringir úr.

Eftir að liðið hefur verið opnað líður ein mínúta þangað til hliðið lokar sér aftur. Skynjarar eru í hliðinu, þannig að ef bílinn er kominn inn í hliðið lokar það sér ekki fyrr en bílinn er kominn í gegn. Hliðið lokar sér síðan 2 sekúndum eftir að bílinn er kominn í gegn. Ef þú ert í vandræðum með hliðin skaltu hafa samband við Birgi eða Skúla (símanúmer hér á síðunni undir “Félagið”)

Uppsetningu öryggishliða að ljúka

Reiknað er með að uppsetningu öryggishliða ljúki föstudaginn 5.11.2010. Til að opna hliðið þarf að hringja í ákveðið símanúmer. Eingöngu er hægt að hringja úr númerum sem hafa verið skráð fyrirfram í tölvubúnað hliðsins. Einnig verður hægt að kaupa sérstakar fjarstýringar. Nú er unnið að því að hafa samband við sumarhúsaeigendur og skrá númer þeirra í gagnagrunninn. Nánari upplýsingar veita stjórnarmenn. Myndavélar verða ekki settar upp samhliða, en unnið er að því máli.

Veðrið í beinni

Nú er hægt að fylgjast með veðrinu í rauntíma. Er aðgengilegt frá veðursíðunni undir “veðrið í beinni”. Einnig má nota tengilinn hér að neðan. Hér er hægt að fylgjast með, vind, vindkviðum, hitastigi og fleiri þáttum í beinni útsendingu. Einnig er hægt að bú til eigin línurit og fylgjast með hvernig þau breytast í rauntíma.Veðrið í beinni

Við höfum einnig bætt við spám frá yr.no. Eru aðgengilegar frá veðursíðunni. Þar er hægt að nálgast spár fyrir Skorradalinn og ýmis aðliggjandi svæði. Spár þykja nákvæmari fyrir svæði sem íslenska veðurstofan spáir ekki sérstaklega fyrir, eins og t.d. Skorradalinn. Til gamans má einnig geta þess að veðurstofustjórinn vinnur að gerð sérstaks spálíkans fyrir Skorradalinn. Þar er tekið tillit til sérstakra staðarhátta í dalnum, eins og fjalla, nálægðar við vatnið og hafáttar. Nánar um það seinna.

Unnið að uppsetningu öryggishliða

Uppsetning öryggishliða gengur vel. Sigurður Pétursson verktaki tjáði okkur að undirstöður séu komnar á sinn stað og jarðstrengir hafi verið lagðir. RARIK reiknar með að tengja rafmagn í næstu viku og þá er ekkert til fyrirstöðu að hliðin verði sett upp.

Vatnið komið í lag

Það virðist sem vatnið sé komið í lag. í morgun var farið að hækka í safntönkum. Undir hádegi var tæpt fet í tönkunum. Allir ættu því að hafa nægilegt vatn um helgina. Mikilvægt er þó að allir spari vatnið á næstunni. Fylgst verður með vatni í tönkunum um helgina

Vatnslaust á Hvammssvæðinu

Fimmtudaginn 23.09 kom í ljós að safntankar vatnsveitu voru tómir. Því er ljóst að að vatnsveitan lekur einhver staðar, hvort sem um er að ræða leka í stofnæðum eða á einstökum lóðum eða bústöðum. Vegna þess hve vatnsframleiðsla lindarinnar er lítil hefur gengið illa að einangra hvar lekur. Unnið er að viðgerð og hefur verið farið að flestum bústöðum og svæði þar sem stofnlagnir liggja verið skoðað. Ekkert óeðlilegt hefur komið fram ennþá. Þeir sem hafa grun um eitthvað óeðlilegt eru beðnir að hafa samband við Sigurð Pétursson verktaka í síma 8924670, eða að hafa samband við einhvern í stjórninni.

Það er því líklegt að vatn verði af skornum skammti á næstunni og eru sumarhúsaeigendur beðnir um að spara vatn eins og kostur er.

Nýr endurvarpi fyrir sjónvarp og útvarp

Sumarbústaðaeigendur í Skorradal geta nú orðið náð útsendingum Digital Ísland í Skorradal. Endurvarpssendir er kominn upp sem staðsettur er við stífluhús Andakílsvirkjunar og næst merki hans vel inn dalinn. Mælingar sýna að þegar komið er innst í dalinn þar sem ekki er lengur sjónlína má samt ná merki frá endurvarpssendinum ef notaður er loftnetsmagnari. Stór hluti sumarbústaða í dalnum nær þessu merki þó án magnara. Sendingin er á UHF rás E29. Sjónvarpsdagskrár á þessum sendir eru: RÚV / Stöð 2 / Stöð 2+ / Stöð 2 Bíó / Stöð 2 Extra / SkjárEinn / Stöð 2 Sport / Stöð 2 Sport 2 og hljóðvarpsdagskrár: Bylgjan / X-ið / Létt Bylgjan. Þessar stöðvar eru á stafrænu (digital) formi. Til að ná þessu útsendingum þarf stafrænan móttakara. Mörg nýrri sjónvörp eru með slíkum móttakara. Einnig má nota myndlykil frá Stöð 2 (þeir eru stafrænir). Fyrir þá sem eru eingöngu með hliðrænan (anolog) móttakara má kaupa stafræna móttakara hjá flestum sjónvarpsverslunum sem tengja má síðan við sjónvarpið.

 

Fétt af björgun himbrima vekur athygli

Skessuhorn tók upp frétt okkar af björgun Himbrima. Vísir.is tók síðan upp fréttina og setti hlekk á síðu sumarhúsafélagsins. Um tíma var fréttin mest lesna fréttin á visir.is. Á nokkrum klukkustundum var myndbandið skoðað tæplega 4000 sinnum

Aðalfundur 11.10.2010 - Ný fundargerð komin á vefinn

Aðalfundur félags sumarhúsaeigenda í Hvammi


Dagsetning: Mánudagurinn 11.10.2010 kl 17:15
Fundarstaður: Grand Hótel
Fundarefni:
1. Skýrsla stjórnar. Birgir Bendiktsson formaður
2. Ársreikningar kynntir. Alexander Edvardsson gjaldkeri
3. Kosning stjórnarmanna
4. Kosning skoðunarmanna
5. Kynning á heimasíðu félagsins
6. Ákvörðun félagsgjalds
7. Önnur mál

Fundargerð stjórnarfundar 14.10.2010 er komin á vefinn.

Heimasíða styrkt af eMax.

Kostaður við heimasíðu félagsins, er ekki mikill, einungis um 8000 á ári sem er kostnaður við vistun síðunnar. Hins vegar hefur verið nokkur kostnaður við að koma gögnum frá veðurstöð til vistunaraðila. Gögn frá veðurstöð eru uppfærð á 2-5 mínútna fresti allan sólarhringinn. Sama gildir um myndir úr veðurmyndavél. Í gögnum veðurstöðvar er mikið af línuritum, sem taka svolítið pláss. Þó að ekki sé um mjög mikil gögn í hvert skipti, safnast þegar saman kemur. Til að koma gögnunum á til vistunaraðila síðunnar hefur verið notuð 3G tenging frá Símanum og notar vefstjóri þá tengingu einnig til persónulegra nota þegar hann dvelur í Skorradal. Því miður hefur fyrirferð veðurgagnanna verið það mikil að vefstjóri hefur þurft að greiða rúm 20 þúsund á mánuði fyrir tenginguna. Þessi kostnaður hefur ekki lent á félaginu, heldur hefur vefstjóri greitt hann sjálfur.

Nú hefur eMax ákveðið að kosta þessa tengingu, en fengið í staðinn auglýsingu á forsíðu. Vill vefstjóri þakka eMax kærlega fyrir og jafnframt hvetja menn til að versla við eMax varðandi internettengingar í Skorradal. Það eykur líkurnar á að hægt sé að halda úti vefmyndavél og veðurfarsupplýsingum til framtíðar. Þess má geta að allar veðurfarsfarsupplýsingar hafa farið um tengingu frá eMax frá miðjum ágúst.

Að sögn þeirra eMaxmanna er eMax tenging yfirleitt mun hagstæðari en 3G tenging. Þar munar mestu að ekkert er greitt fyrir innlent niðurhal hjá eMax á meðan greitt er fyrir alla traffík, í báðar áttir hvort sem er innanlands eða utan þegar notuð er 3G tenging. Hraði er sambærilegur. Þetta er sérstaklega mikilvægt ef menn nota tenginguna fyrir símtöl, útvarp, vöktun og eða vefmyndavélar. Einnig býður eMax upp á sérstakar sumarhúsatengingar, þar sem greitt er venjulegt verð yfir sumartímann, en yfir vetrarmánuðina mun lægra verð þó tengingin sé virk allan tímann.

Fyrir þá sem vilja kynna sér betur starfsemi eMax eða panta sér tengingu má finna nánari upplýsingar á heimasíðu eMax. Tengill er hér að neðan.

Vatnshæð Skorradalsvatns

Tengill á forsíðu þar sem vísað var í vöktunarkerfi Veðurstofu Íslands varðandi flóðahættu hefur nú verið lagfærður. Þar má fylgjast með vatnshæð Skorradalsvatns. Hér að neðan má sjá línurit sem sýnir vatnshæðina. Eins og sjá má á myndinni hér að neðan þá hefur lækkað í Skorradalsvatni um 80 sm frá miðjum mars. Má nú búast við að fljótlega verði farið að safna í vatnið og þegar bætast við haustrigningar getur hækkað hratt í vatninu.til að nálgast vöktunarkerfið má nota tengilinn hér að neðan:

VÖKTUNARKERFI VEÐURSTOFUNNAR

Fyrst er komið á síðu sem þarf að slá inn notandanafn (vatnshaed) og lykilorð (rennsli). Þá má velja landshluta (Sites), neðst til vinstri á myndinni. Þá koma þar fyrir ofan upp nokkrir staðir á Vesturlandi og er Skorradalsvatn þar á meðal. Þegar Skorradalsvatn hefur verið valið birtist línurit yfir vatnshæð. Hægt er að skoða breytingar undanfarinna daga og mánaða.

Himbrima bjargað

Sumarið 2009 höfðu bræðurnir Haukur og Snorri Haukssynir samning við eiganda Litlu Drageyrar um netalögn. Góðviðrisdag einn, þegar þeir bræður hugðust vitja um netin, kom í ljós að himbrimi sat fastur í netinu. Hugðist himbriminn gæða sér á bleikju og urriða úr netinu, en sat sjálfur fastur. Himbriminn (gavia immer, great northern diver) er sterkur sundfugl, því þó netið lægi nokkuð djúpt tókst honum að halda sér við yfirborðið með sundtökum og vængjaslætti. Það tókst giftursamlega að bjarga fuglinum og má þar þakka útsjónarsemi þeirra bræðra, en hvernig til tókst má sjá á myndbandinu hér að neðan.

Talið er að einungis 300 himbrimapör sé að finna hér á landi og verður að teljast sérstakt gleðiefni að fuglinn slapp ómeiddur.

Heimsóknir á heimasíðu fara vaxandi

Heimsóknum á heimasíðu félags sumarhúsaeigenda í Hvammi fjölgar mjög yfir sumarmánuðina eins og sjá má á línuritinu hér að neðan. Daglegar heimsóknir eru í kringum 65, en sveiflast frá 30 til 100. Heimsóknir í júní og júlí voru um 2000, hvorn mánuð.

Það virðist vera að flestir séu að sækjast eftir veðurfarsupplýsingum, en síða með vefmyndavél og fréttasíðan eru einnig mikið skoðaðar.

Jörðin Hvammur hefur verið seld

Jörðin Hvammur var nýlega seld. Nýr eigandi er Hvammsland ehf. Eigandi Hvammslands er Jón Hörður Hafsteinsson. Tuttuguogfimm aðilar á vegum Félags sumahúsaeigenda í Hvammi (FSH) buðu einnig í jörðina, en höfðu ekki árangur sem erfiði. Stjórn FSH óskar hinum nýja eiganda til hamingju með kaupin og vonast eftir góðri samvinnu í framtíðinni.

Veðurupplýsingar fyrir farsíma

Borist hefur bréf frá sumarhúsaeiganda.


Sæl verið þið

Ég nota vefsíðuna mikið til að gá til veðurs (þó ég búi á Fitjum). Takk fyrir gott framtak. Oft nota ég farsímann til að að skoða veðrið, en það er nokkuð þungt. Er hægt að útbúa sérstaka síðu fyrir farsíma?

Útbúin hefur verið sérstök síða fyrir farsíma. Athugið að síðan glæðir sig ekki sjálfkrafa, það er því rétt að glæða hana á 5 mín fresti ef fylgjast á með breytingum á veðurfari. Vindurinn sem er sýndur er meðaltal síðustu 10 mínútna. Slóðin er eftirfarandi:

www.hvammshlid.is/wl/farsimi.htm

Hér er eingöngu um grunnupplýsingar að ræða, en bæta má fleiri upplýsingum við komi fram óskir um það. Hér að neðan má sjá síðuna eins og hún birtist í iphone farsímanum:Varðeldur 2010

Árleg brenna var haldinn laugardaginn 31.07.2010. Fámennt, en góðmennt var á brennunni. Það fór hins vegar vel á með mönnum og mikið spjallað og skrafað auk þess sem kröftugur söngur hljómaði við gítarspil. Margir höfðu á orði að brennan hefði brunnið nokkuð hratt og skýrist það af því að brennan samanstóð að mestu af greinum og trjám sem sumarhúsaeigendur hafa grisjað úr löndum sínum. Æskilegt væri að fá meira af efni sem brennur hægar á næsta ári. Einnig eru allar hugmyndir um framkvæmd brennu á næsta ári vel þegnar, t.d. tímasetning, á að grilla handa börnum (og fullorðnum?), annað. En látum nú myndirnar tala sínu máli.

Það logaði glatt í brennunni

Málin rædd

Glæsilegur sönghópur

Sumir komu (og fóru) sjóleiðina

Húsin í sókninni

Vefstjóri brá sér á listsýningu í vikunni. Það er kannski ekki í frásögur færandi nema vegna þess að þessi sýning er hér í Skorradalnum. Um er að ræða sýninguna „Húsin í sókninni“ í Gallerí Fjósakletti á Fitjum í Skorradal. Þetta er samstarfsverkefni eigenda Fitja og listamannsins Gunnlaugs Stefáns Gíslasonar sem sýnir vatnslitaverk af öllum 20. aldar íbúðarhúsum í Fitjasókn. Jafnframt var opnuð ljósmyndasýning auk sýningar þar sem gestir geta séð hvernig Skemman á Fitjum hefur verið klædd innan með skífum úr ungskógi á Fitjum og greni frá Stálpastöðum.

Hér að ofan sést vatnslitamynd listamannsins af íbúðarhúsinu í Hvammi. Það mun hafa staðið þar sem hús Skógræktarinnar stendur. Í sýningarskrá segir: Húsið var byggt 1925, en er nú fallið. Ágúst Árnason skógarvörður Skógræktar ríkisins og Ólöf Svava Halldórsdóttir höfðu fasta búsetu frá 1959 til 2000, en Hannes Árnason og Halldóra Ólafsdóttir voru síðustu bændurnir í Hvammi, frá 1950 til 1957. Tölusettar eftirprentanir af listaverkunum eru til sölu og kostar hvert eintak einungis 5.000 kr.


Sýningin verður opin til 15. september frá kl. 14:00 til kl. 18:00 alla daga vikunnar nema mánudaga og þriðjudaga. Hvetur vefstjóri sem flesta til að skoða þessa merku sýningu. Bæði listamaðurinn og aðstandendur sýningarinnar eiga heiður skilið fyrir þetta merka framtak.

Afrit af sýningarskrá má nálgast hér.

Brenna laugardaginn 31.7

Eins og kveðið er á í lögum félagsins verður haldin brenna um verlsunarmannahelgina.

Kveikt verður í brennunni kl. 20:30  laugardaginn 31. júlí.
Enn er hægt að koma með efni í brennuna. Sjá staðsetningu þar sem losa má efni á myndinni hér að neðan. Haukur Sveinbjarnarson leikur á harmónikku og Benedikt Birgisson á gítar.

Alvarlegar skemmdir á vatnsveitu

Vegna gerlamengunar sem greindist nýlega í neysluvatni á Hvammssvæðinu var vatnsveitan tekin út af Sigurði Péturssyni verktaka (að beiðni Arion banka) og Bárði Sigurgeirssyni (fulltrúi Félags sumarhúsaeigenda í Hvammi). Skýrsluna má nálgast hér að neðan.


Skýrsla um vatnsbólið.

Fleiri myndir úr ferð Bárðar og Sigurðar.

Glærur Bárðar varðandi vatnsveituna frá aðalfundi 2009.

Er Skorradalur hlýjasti staður á Íslandi?

Samkvæmt Veðurstofu Íslands var júní óvenjuhlýr um mikinn hluta landsins og hlýjasti júnímánuður frá upphafi mælinga sums staðar vestanlands, m.a. í Stykkishólmi þar sem mælt hefur verið frá 1845 og í Reykjavík þar sem mælt hefur verið frá 1871.

Meðalhiti á Akureyri var 11,2°C og er það 2,1 stigi yfir meðallagi. Þetta er sjöundi hlýjasti júnímánuður á Akureyri, mælingar hófust haustið 1881. Meðalhiti á Höfn í Hornafirði mældist 10,1 stig.

Hæsti meðalhiti á sjálfvirku stöðvunum mældist í Hjarðarlandi í Biskupstungum, 11,7°C, en lægstur á Brúarjökli, 2,9°C.

Í Skorradal á sjálfvirkri veðurstöð mældist meðalhiti 11,7°C sem jafnar hæsta meðalhitastig mælt á öllum stöðvum Veðurstofunnar.

Um þessar mundir eru mjög hlýir dagar og nær hitinn oftast 20°C yfir daginn en getur verið niður í 6°C yfir blánóttina eins og sjá má á meðfylgjandi línuriti.

VARÚÐ - Neysluvatnið á Hvammssvæðinu er ófullnægjandi

Nýlega voru tekin vatnssýni á vegum félagsins. Niðurstöður bárust í dag og komu í ljós 2 kólígerlar í 100 ml. Þetta er merki um ófullnægjandi vatn. Ekki er leitað að örðum gerlum, en niðurstöður sem þessar geta bent til að aðrar örverur geti verið í vatninu. Ekki er líklegt að kólígerlar í því magni sem nefnt er hér að ofan séu í sjálfu sér hættulegir en rétt er að fara öllu með gát. Ekki hafa borist neinar fréttir um veikindi.

Þar sem vatnsbólið byggir á yfirborðsvatni er líklegast að hér sé um að ræða mengun frá dýrum, t.d. eftir fugladrit. Slíkt þarf þó að rannsaka og mun verða haft samband við heilbrigðiseftirlit í næstu viku, sem mun skoða vatnsbólið og koma með tillögur til úrbóta. Á meðan ráðleggjum við eftirfarandi:


1. Sjóðið allt vatn sem ætlað er til drykkjar eða neyslu
2. Fullkomlega öruggt er að nota vatn til matargerðar ef réttirnir eru soðnir, t.d. í súpur eða sósur
3. Ekki þarf að hafa neinar áhyggjur af því að baða sig eða þvo sér úr vatninu

Lagning göngustíga hafin

Sigurður Pétursson verktaki vinnur um þessar mundir að lagningu göngustíga á Hvammssvæðinu. Nánari upplýsingar um þetta mál og staðsetningu má finna í frétt frá 2009. Þá frétt má finna hér.

Ákveðið að kaupa Öryggishlið

Á félagsfundi sem haldinn var í gær var eftirfarandi tillaga samþykkt með öllum greiddum atkvæðum:


“Félagsfundur í Félagi sumarhúsaeigenda í Hvammi haldinn 23. júní 2010, felur stjórn félagsins að ganga til samninga við söluaðila um kaup á öryggishliðum fyrir Hvammslandið, um er að ræða tvö hlið fyrir svæðið. Samkvæmt fyrirliggjandi tilboðum gæti kostnaður orðið um 2,5-3 milljónir”


Hliðin verða staðsett við sitt hvorn afleggjarann niður í Hvammslandið, rétt við þjóðveginn.

Á fundinum kom einnig fram að vatnsskortur hefur komið upp á hverju sumri. Félagsmenn hvattir til að spara vatn. Stjórnin mun beita sér fyrir að gefa upplýsingar um stöðu vatns í miðlunartönkum á heimasíðu félagsins.

Eins og s.l. sumar verður varðeldur verður haldinn um verslunarmannahelgina. Hægt er að koma efni í brennuna fyrir fyrir neðan Hvammsbýlið á sama stað og brennan var haldin í fyrra.

Félagsfundur - Fundarboð

F U N D A R B O Ð

Boðað er til félagsfundar í Félagi Sumarhúsaeigenda í Hvammi.

Fundardagur: Miðvikudagur 23.06.2010 kl 17.15

Fundarstaður: Grand Hótel

Fundarefni:

1. Eignarhald á Hvammslandinu.
Andri Árnason hefur framsögu
2. Öryggismál í skugga innbrota
Birgir Benediktsson hefur framsöguHér er um mjög mikilvæg mál að ræða og skorar stjórnin á sem flesta að mæta.

Fundarboðið hefur einnig verið sent út í pósti. Fundarboðinu fylgir greinargerð. Þeir sem óska eftir geta haft samband við ritara og fengið greinargerðina í tölvupósti.

Mýið bítur

Margir sumarhúsaeigendur hafa haft á orði að mun meira sé af mýi en undanfarin ár. Einnig virðist hafa borið meira á bitum, en áður, en sennilega er það eingöngu vegna þess að meira er af mýinu. Vefstjórinn starfar við húðlækningar í frístundum og hefur hann séð þó nokkur slæm tilvik, bæði úr Skorradalnum og víðar.

Mýflugurnar


En hvað vitum við um mýflugurnar sem eiga það til að bita okkur ? Eftirfarandi upplýsingar eru fengnar af Vísindavefnum (http://visindavefur.hi.is/svar.php?id=365)
Hérlendis eru án efa tvær ættir mýflugna þekktastar, rykmý og bitmý. Bitmý gengur reyndar undir nokkrum nöfnum, til dæmis bitmý, bitvargur og vargur. Til eru fjórar tegundir á Íslandi af bitmýi, en aðeins ein þeirra sýgur blóð úr spendýrum, að meðtöldum mönnum. Mestan hluta lífsferilsins eyðir bitmýið sem lirfa á botni straumvatna. Þar festa lirfurnar sig við undirlagið og fanga og éta það sem rekur ofar úr vatnakerfinu. Því er mergð bitmýs jafnan mest þar sem mest magn lífrænna agna flýtur um, eins og við útfall frjósamra stöðuvatna, til dæmis efst í Elliðaánum eða í Laxá í Suður-Þingeyjarsýslu. Lífsferill bitmýsins getur tekið allt frá nokkrum vikum upp í eitt ár. Fljótlega eftir mökun verpa flugurnar og eru eggin fullþroskuð þegar kvenflugan skríður úr púpunni.

Af hverju bítur mýbitið?
Það eru einungis kvenflugurnar sem bíta og þær gera það eftir að þær hafa verpt í fyrsta skipti. Þá þurfa þær orku til að mynda fleiri egg. Eftir fyrsta varp eru þær um það bil helmingur til 2/3 af upprunalegri þyngd, með grannan búk og geta flogið langar leiðir, oft 10 til 20 km í leit að spendýri til að sjúga blóð. Orku til flugsins fá þær úr blómasykri, en fullorðin karldýr fá alla sína orku úr blómasykri. Til að leita uppi spendýrið laðast þær að koltvísýringi, sem skýrir hví þær sækja til að mynda í andlit manna.

Er einhver viss árstími sem flugan bítur frekar?
Á Íslandi flýgur bitvargurinn á vorin, á Suðurlandi í maí og á Norðurlandi í júníbyrjun. Ef mikið er af lífrænu reki sem lirfurnar geta nýtt sér flýgur önnur kynslóð í júlí til september og hugsanlega eru þrjár kynslóðir í sumum ám á Suðvesturlandi. Bestu skilyrði til þess að bitmýið fljúgi eru hægviðri, hlýindi og mikill raki, til dæmis eftir skúr.

Þegar mikill vindur er eða mjög kallt geta mýflugurnar ekki flogið og halda sig undir gróðri.

Af hverju sleppa sumir algjörlega við bit á meðan aðrir eru illa bitnir?


Flest bendir til þess að ekki sé neinn munur á því hve oft fólk er bitið, heldur hvernig þeir sem bitnir eru svara bitinu. Þeir sem svara bitum heiftarlega hafa myndað eins konar ofnæmi gegn eggjahvítuefnum sem mýið skilur eftir i húðinni. Algengustu einkennin eru rauðar bólur eða hnútar sem eru mjög klæjandi.

Í flestum tilvikum ganga einkenni yfir á 7-10 dögum án meðferðar, en á þeim tíma getur sjúklingnum liðið frekar illa vegna kláða, sérstaklega fyrstu dagana.
Ef viðkomandi einstaklingur er með mjög slæmt ofnæmi geta myndast blöðrur í húðinni, eins og sjá má hér að neðan.

Ef bitin eru mjög mörg og/eða svörunin kröftug geta fylgt almenn einkenni, s.s. slappleiki eða jafnvel hiti. Ofnæmislosti hefur verið lýst, en er mjög sjaldgæft.

Eru einhverjir þætti sem auka líkurnar á biti?


Mýið dregst að mannskepnunni vegna líkamshita, koltvísýrings í útöndunarlofti og svita. Þannig hafa mýflugur minni áhuga á þeim sem svitna ekki, eða svitna lítið. Margir kannast við að mýið dregst að þeim þegar þeir eru á fullu úti í lóð og svitinn bogar af þeim. Einnig er líklegt að bakteríur sem búa á húð okkar geti dregið að sér mýflugur. Áfengisneysla dregur einnig að sér mýflugur og eykur því líkur biti. Það því sennilega ekki góð hugmynd að fá sér einn kaldann og halda síðan niður að vatni á lygnum degi.

Er hægt að koma í veg fyrir mýbit?


Klæðnaður og hanskar eru hjálplegur. Yfir höfuð má setja sérstök net. Einnig eru til sérstök efni sem húða má á sig, eða a svæði þar sem flugurnar eru. Þar er um að ræða tvo aðalflokka, kemísk efni og efni sem eru unnin úr jurtum. Af þeim síðarnefndu eru vörur sem innihalda cítronella, piparminntu, sojabaunaolíu, lavander, tee-tree olíu og eucalyptus.
Kemísku efnin eru fjölmörg, en einna algengast er N,N-diethyl-3-methylbenzamide. Í flestum lyfjabúðum er hægt að fá fjölmörg efni til að draga úr áhuga mýflugnanna. Gallinn við flest þessi efni er að þau eru rokgjörn og þarf að bera eða úða þeim á sig með reglulegu millibili.

Hvað er til ráða ef maður hefur verið bitinn?


Antihistamín er hægt að fá í handkaupum í lyfjabúðum. Þau draga úr kláðanum og bólgusvöruninni. Einnig er hægt að nota krem sem draga úr bólgunni. Þau krem þarf að fá lyfseðil fyrir hjá lækni og dugir ekkert neða sterk krem ef þau eru notuð á annað borð. Í undantekningartilvikum eru notuð sterk bólgueyðandi lyf sem tekin eru inn.

Skiltagerð

BB-art býður fram krafta sína við útskurð í tré, sjá hér að neðan:

Vel heppnað útifjör 2010

Björgunarsveitirnar í Borgarfirði stóðu fyrir vel heppnuðum atburði við Skorradalsvatn á Sjómannadaginn. Blíðskaparveður var og mæting góð. Boðið var upp á siglingu um vatnið, ókeypis pylsur og björgunarsveitirnar sýndu tæki sín og tól. Að lokum kom þyrla landhelgisgæslunnar og sýndi björgun úr sjávarháska. Myndirnar tala sínu máli. Gott framtak.

.Útifjör 2010

Lögreglan stendur í ströngu

| mbl.is | 2.6.2010 | 22:42Lögreglumenn frá Akranesi og Borgarnesi hafa staðið í ströngu í dag og hafa flestallir lögreglumenn frá báðum stöðum verið við störf.  Bíll frá sérsveit ríkislögreglustjóra tók að sér eftirlit og útköll í umdæmunum um tíma í dag svo heimamenn gætu sinnt þeim verkefnum sem leysa þurfti.
Fjórir í haldi vegna innbrota í sumarbústaði
Í gærkvöldi var maður handtekinn vegna gruns um innbrot í sumarbústað í nágrenni Akraness.  Þrír til viðbótar voru svo handteknir vegna sama máls í dag.  Við yfirheyrslur vaknaði grunur um að mennirnir væru einnig viðriðnir innbrot og skemmdarverk í fleiri bústöðum í Borgarfirði.  Eru mennirnir grunaðir um innbrot í liðlega 30 sumarbústaði.  Einn, sá er handtekinn var í gær, var úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á næsta mánudag á tíunda tímanum í kvöld. 

af mbl.is

Enn af innbrotum

Fjórir piltar grunaðir um yfir 80 innbrot
Fjórir unglingspiltar, 15 til 18 ára, eru í haldi yfirvalda grunaðir um innbrot í yfir áttatíu sumarbústaði á Þingvöllum, í Grímsnesi og í Borgarfirði á innan við mánuði. Lögregla segir að hvorki afköstin né forherðingin eigi sér engin fordæmi.
lögreglumál Fjórir unglingspiltar eru í haldi yfirvalda, þrír í gæsluvarðhaldi og einn á meðferðarstofnuninni Stuðlum, grunaðir um að standa að mikilli innbrotaöldu á Suður- og V
lögreglumál Fjórir unglingspiltar eru í haldi yfirvalda, þrír í gæsluvarðhaldi og einn á meðferðarstofnuninni Stuðlum, grunaðir um að standa að mikilli innbrotaöldu á Suður- og Vesturlandi í maí.
Elsti pilturinn er átján ára Íslendingur en hinir þrír, einn fimm-tán ára og tveir sextán ára, eru af pólsku og slóvensku bergi brotnir. Þeir eru allir búsettir á höfuðborgar-svæðinu.
Þrír úr hópnum voru handteknir eftir innbrotahrinu í Borgarfirði í fyrri hluta maí. Þorsteinn Jónsson hjá lögreglunni í Borgarnesi segir mennina grunaða um 25 innbrot á svæðinu en ómögulegt sé að segja til um hversu mikið komi til með að sannast á þá. Mennirnir neita að hafa komið nærri brotunum.
Skömmu áður voru sömu menn handteknir vegna átta innbrota í bústaði við Sogið. Þeir hafa gengist við þeim að hluta.
Fjórmenningarnir voru loks handteknir í síðustu viku grunaðir um innbrot í tugi bústaða í Grímsnesi og á Þingvallasvæðinu. Tilkynningar til lögreglu eru nú orðnar um fimmtíu og þeim gæti enn fjölgað. Svo virðist sem þeir hafi stolið pallbíl í Reykjavík fyrir síðustu atlöguna, ekið honum austur fyrir fjall og hlaðið hann þýfi. Þeir reyndu síðan að brjótast inn í þjónustumiðstöðina á Þingvöllum en þurftu frá að hverfa. Heildarfjöldi innbrotanna sem þeir eru grunaðir um er orðinn á níunda tug.
Piltarnir ásældust einkum flatskjái og önnur raftæki. Talið er að drjúgum hluta af þýfinu hafi verið komið í verð og vandséð er að hægt verði að endurheimta það.
Þorgrímur Óli Sigurðsson hjá lögreglunni á Selfossi segist aldrei hafa kynnst öðru eins. "Þetta eru langflest sumarbústaðainnbrot sem við höfum séð. Þarna erum við að fá ársskammtinn á innan við mánuði."
Þorsteinn Jónsson í Borgarnesi segist, eftir sextán ára reynslu af starfinu, nú horfa upp á alveg nýja tegund af glæpamönnum. "Þessir menn nota vettlinga og skóhlífar til að finnast síður og virðast vera mjög forhertir þrátt fyrir ungan aldur," segir Þorsteinn og nefnir sem dæmi að lögregla hafi stöðvað mennina við reglubundið eftirlit af því að þeir hafi þótt grunsamlegir, en leyft þeim að halda áfram för. Örfáum mínútum síðar, um leið og þeir hurfu sjónum lögreglu, hafi þeir hins vegar brotist inn.
stigur@frettabladid.is

Birtist í Fréttablaðinu 02.06.2010

Ef draga má einhverjar ályktanir af fréttum undanfarinna daga virðist sem mörg þjófagengi hafi herjað á Skorradalinn að undanförnu.

Enn af innbrotum

Af ruv.is
Síðast uppfært: 01.06.2010 19:41 GMT

Innbrotafaraldur í Skorradal

Innbrotsþjófar hrökkluðust í burtu úr sumarbústað í Skorradal í gær þegar þeir ruddust inn á konu sem sat við prjónaskap. Áður voru þeir búnir að vinna skemmdarverk í fjölda bústaða.
Allir bústaðirnir sem vitað er til að brotist hafi verið inn í voru mannlausir, nema einn, þar var fyrir fullorðin kona sem sat við prjónaskap og að sögn lögreglu varð henni mjög brugðið. Það var innbrotsþjófunum líka því þeir hrökkluðust í burtu en eru hinsvegar enn ófundnir. Í þessari innbrotahrinu var hinsvegar ekki miklu stolið.
Í vetur var brotist inn í fjölda bústaða í Borgarfirði og er það upplýst. Í maí var farið inn í fjölda bústaða í Skorradal og miklum verðmætum stolið. Þar eru ákveðnir aðilar grunaðir en þeir sitja í gæsluvarðhaldi vegna annara brota. Lögreglan telur að innbrot í sumarbústaði færist í aukana.
Lögregla hvetur sumarbústaðaeigendur til að huga vel að öryggismálum og láta vita af grunsamlegum mannaferðum í nágrenni við bústaði.

Ekkert lát á innbrotafaraldri

Brotist inn í sumarbústaði

Skorradalur.
Brotist var inn í sjö sumarbústaði í Skorradal í gær. Að sögn lögreglu í Borgarnesi er talið að sömu aðilar hafi verið að verki í öllum tilfellum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu liggur hinsvegar ekki fyrir hversu miklu var stolið né hverjir áttu hlut að máli. Málið er enn í rannsókn.

frettir@ruv.is

Að sögn bænda í Skorradal þá sást til þjófagengisins í gær. “Þeir fóru hús úr húsi og hreinsuðu út í sendibíl. Kláruðu sjö bústaði á örskammri stundu. Viðkomandi aðili hringdi í lögreglu sem greip í tómt. Ekki er vitað til að reynt hafi verið að loka undankomuleiðum úr dalnum.

Bændur úr Skorradal hafa einnig tjáð vefnum að undanfarið hafi sést hafi til “undanfara sem hafa tekið út bústaði henta vel til ofangreindrar iðju. Þeir aðilar munu tilheyra sama þjófagengi og þekkja bændurnir þá í sjón svo og bíl þeirra.

Vefurinn hvetur sumarbústaðaeigendur til að vera á verði og láta lögreglu vita af öllum grunsamlegum mannaferðum.

Fallegar myndir

Langaði að senda ykkur þessar myndir til að setja á Hvammshlíðarsíðuna, teknar frá Vatnsbólinu.
Frábær síða og gaman að fylgjast með.   Mjög gott framtak

Bkv.,
Kalli og Matta
Grenihvammi.


P.s. Myndirnar einnig vistaðar á myndasíðinni

Niðurstöður sveitastjórnakostninga í Skorradalshreppi

29. maí 2010

Niðurstöður sveitastjórnakostninga - nánar
Á kjörskrá voru 42 og kusu 22 eða 52,38% niðurstöðu kostninga urðu þessar.
 
Aðalmenn:
Steinunn Fjóla Benediktsdóttir Mófellsstaðakoti   21 atkvæði
Pétur Davíðsson Grund                                    20 atkvæði
Davíð Pétursson Grund                                    19 atkvæði
Guðrún Jóhanna Guðmundsdóttir Efri-Hrepp      18 aktvæðii
Karólína Hulda Guðmundsdóttir Fitjum              15 atkvæði
 
Varamenn í þessari röð:
Jón Eiríkur Einarsson Mófellsstaðakoti
Jóhannes Guðjónsson Efri-Hrepp
Jón Friðrik Snorrason Indriðastöðum
Ágúst Árnason Felli
Finnbogi Gunnlaugsson Birkimóa 3
Þórhildur Ýr Jóhannesdóttir  Grund
 
www.skorradalur.is

Þjófagenginu sleppt eftir yfirheyrslur


Mönnunum þremur, sem lögreglan í Borgarnesi handtók í Reykjavík um miðnætti í fyrrakvöld, var sleppt í gærkvöldi eftir að teknar voru af þeim skýrslur. Málið er enn í rannsókn.

Mennirnir eru grunaðir um að hafa stolið þremur fjórhjólum á bæ í Lundareykjadal (hér er farið rangt með, bærinn er í Andakíl) og um innbrot í 15-20 sumarbústaði í Borgarfirði að undanförnu þar sem talsverðu af munum var stolið. Eitt fjórhjólanna var í fórum mannanna.


frétt af mbl.is 16.05.2010

Þjófagengi grunað um innbrot í Skorradal handtekið

Fréttavefur Mbl.is greinir frá því í dag að þrír menn hafi verið handteknir grunaðir um innbrot og þjófnaði í Skorradal og nærsveitum að undanförnu. Mennirnir voru handteknir í Reykjavík í gærkvöldi og verða þeir yfirheyrðir í dag. Er um að ræða tvo útlendinga og einn Íslending. Mennirnir eru m.a. grunaðir um að hafa stolið þremur fjórhjólum í Skorradal í fyrrinótt, en að sögn lögreglu er eitt þeirra komið í leitirnar,” segir í frétt mbl.is. Tíðir þjófnaðir hafa verið í Skorradal að undanförnu og hafa alls 15 tilkynningar borist lögreglu frá 25. apríl síðastliðnum. Stolið hefur verið sjónvarpstækjum, fjórhjólum og öðrum tækjum að verðmæti á aðra milljón króna. Félag eigenda sumarhúsa í Hvammslandi hefur hvatt eigendur húsa þar til að koma sér upp eftirlits- og þjófavarnarkerfi og hvetur auk þess fólk til að stunda nágrannavörslu; láta vita um allar grunsamlegar mannaferðir.

Frétt af www.skessuhorn.is

Þarftu að láta laga lóðina eða leggja veg?

Við heimsóttum Sigurð Pétursson jarðvinnuverktaka í vikunni. Sigurður hefur unnið í Skorradalnum í mörg ár og grafið ófáa grunna, lagt fjölda vega og unnið lóðir. Sigurður hefur yfir að ráða góðum vélakosti sem hentar bæði fyrir stór og smá verk. Sigurður sagðist enn geta bætt við sig verkum. Það má ná í Sigurð í síma 8924670

Innbrot á Hvammssvæðinu

Einhvern tíma eftir kl 13 fimmtudaginn 6.5 og 19 föstudaginn 7.5 var brotist inn í sumarbústað á Hvammssvæðinu. Þjófarnir fóru inn í bústaðinn með því að spenna upp hurð. Þeir virtust vera að leita að raftækjum því ekkert var tekið nema sjónvarp sem var vandlega boltað við vegg. Þeir fjarlægðu sjónvarpið með því að spenna það frá vegnum með kúbeini. Greinilegt er að sjónvarpið skemmdist við þetta þannig að þegar þjófarnir áttuðu sig á því þá köstuðu þeir sjónvarpinu frá sér.
Að auki fjarlægðu þeir hljómflutningstæki sem einnig voru boltuð við vegginn

Lögreglan kom fljótt á staðinn. Að sögn þeirra geisar nú innbrotafaraldur í Skorradal og var brotist inn í nokkra bústaði í vikunni. Það er því full ástæða til þess að sumarbúsatðaeigendur fylgist vel með mannaferðum og hiki ekki við að tikynna grunsamlegar mannaferðir. Hafi einhver orðið var við grunsamlegar mannaferðir í vikunni má tilkynna það til Borgarnesslögreglunnar eða til vefstjóra. Lögreglan ráðleggur að menn hugi vel að bústöðum sínum, loki heimreiðum, setji upp þjófavarnarkerfi og helst sjálfvirkar myndavélar.

Hvammur til sölu

Eftirfarandi auglýsing hefur evrið birt á vef mbl.is:

Fasteignamiðstöðin Hlíðasmára 17 Kópavogi sími 550-3000 er með til sölu jörðina Hvamm landnúmer 134054 Skorradalshreppi. Jörðin Hvammur í Skorradal, er á einu vinsælasta sumarhúsasvæði á Íslandi. Jörðin er í dag talin vera um 320 ha en úr henni hefur verið selt land. Jörðin er um margt einstök þar sem á henni er ein elsta skógrækt að Íslandi og var hún byggð upp að hluta til af íslenska ríkinu. Jörðin er staðsett nálægt miðjum dalnum, sem er mjög gróinn á íslenskan mælikvarða og skartar einu lengsta stöðuvatni á íslandi u.þ.b. 17 km. langt. Jörðin liggur að norðurhlið vatnsins og hallar allri til suðurs niður að vatninu og er þakin háum og þéttum grenitrjám. Einstök veðursæld er á svæðinu. Stutt er í alla þjónustu og er jörðin í hæfilegri fjarlægð frá höfuðborginni. Þetta allt hefði gert sumarhúsabyggðina á jörðinni eftirsóknarverða ef skipulagsmál eins og landeigandi ætlaði að ná framm og markaðsaðstæður væru betri. Aðeins hluti af því skipulagi sem fyrirhugað var hefur náð fram að ganga. Nánari upplýsingar á skrifstofu FM. Fasteignamidstodin.is / Fasteignir.is
Tilv.nr. 10-1671

http://www.mbl.is/mm/fasteignir/fasteign/index.html?eign=376421

Veðurtölvan fraus

Málum er þannig háttað að gögn frá veðurstöðinnu berast hrá beint út á internetið og má skoða þau á bláu myndinni sem birtist á aðalveðursíðunni. Einnig má skoða þau beint á http://www.weatherlink.com/user/bsig/.

Gögnin eru einnig send á sérstaka veðurtölvu sem safnar þeim saman og býr til söguleg línurit sem eru uppfærð reglulega og send inn á internetið. Veðurtölva þessi er gömul PC tölva með sérstökum hugbúnaði og er hún geymd úti í skúr í sumarbústað vefstjóra.

Umrædda nótt gleymdi vefstjóri að loka hurðinni á skúrnum og þegar hitastigið var komið í -7 gr. þá nóttina, fraus tölvan í orðsins fyllstu merkingu. Allar tilraunir til að endurræsa tölvuna mistókust og hún gaf bara frá sé ámátlegt væl. Eftir að hafa hvílt sig í 2 sólarhringa í hlýjunni fór hún í gang aftur og býr nú til línurit af kappi sem aldrei fyrr.

Björgunarsveitir æfa björgun á Skorradalsvatni

S.l. helgi æfðu björgunarsveitir björgun á Skorradalsvatni. Um var að ræða sveitir frá Borgarnesi og nágrenni. Að sögn björgunarsveitamanna hafa þeir fest kaup á vatnsketti sem er staðsettur við Skorradalsvatn. Telja þeir að það stytti mjög viðbragðstíma björgunarsveitanna ef slys verða á vatninu.Vélagnýr í stað sveitakyrrðar

Sumarhúsaeigandi sem óskar ekki eftir að láta nafn síns getið sendi vefnum þessa frétt. Hún birtist í Morgunblaðinu sumarið 2008. Nú styttist í sumarið og fréttin á jafn vel við nú eins og þá.

Bréf til félagsmanna


Stjórn félagsins hefur sent félagsmönnum bréf. Tilgangur bréfsins er að kynna vefsíðu félagsins. Í bréfinu kemur einnig fram að eitthvað er um vanskil á félagsgjöldum. Slíkar skuldir hafa ekki verið sendar í innheimtu, ætlunin er að innheimta þær skuldir sem eru útistandandi frá síðustu áramótum. Sjá nánar afrit af bréfinu sem má nálgast hér að til hliðar. Bréfið má einnig finna á undirsíðunni "Félagið" sem er aðgengileg frá valmyndinni hér að ofan.

Vefmyndavélin að komast í endanlegt horf

Uppsetningu á vefmyndavélinni er nú að mestu lokið. Vélin sendi myndir inn á internetið á 10 mín fresti. Nýjustu myndirnar má skoða á veðursíðunni undir "Veðrið með eigin augum".

Einnig eru geymdar 3 myndir á dag í hærri upplausn. Þær myndir má nálgast á veðursíðunni undir liðnum "Veðurmyndir". Þar er hægt að skoða myndir s.l. mánaðr og eldri mánuði. Einnig er hægt að birta mydnirnar sem myndasýningu og líkist það kvikmynd sem sýnd er hratt. Vefmyndavélin skilar einnig myndurm á "Weather underground". Þar er hægt að skoða á dagatali myndir hvers dags á hádegi. Einnig eru hægt að skoða mydnir hvers sólarhrings sem kvikmynd.

Athugið að glæða síðurnar reglulega svo nýjustu upplýsingar birtist (refresh).


Göngustígar og lausaganga hunda

Borist hefur bréf frá sumarhúsaeiganda:
Nú er útlit fyrir að það á að hressa upp á göngustíga í Hvammslandi og er það gott sumstaðar þar sem er mjög blautt eða óslétt. En mín ósk er að það verði farið mjög fínt í þetta og ekki búnar til einhverjar hraðbrautir sem jafnvel hlaða að fólk á vélknúnum ökutækjum. Til dæmis er stígurinn fyrir ofan lóð 16 í Hvammsskóginum mjög fallegur, algróinn og rómantískur. Miður væri að hrófla við hann. Gott þætti mér að allar göngustiga yrðu lokaðir á báðum endum með staur og skilti sem bendir á að akandi umferð er ekki æskileg.

Svo ætla ég að biðja hundafólkið að hafa hunda sína í bandi. Ekki kæra sig allir um að hreinsa hundaskít af lóðunum sínum. Og á varptíma fugla ætti þetta að vera sjálfsagður hlutur.


Málið var rætt á stjórnarfundi 07.042010 ,sttjórnarmenn tóku undir hugmyndir varðandi stíga og að þeir verði bannaðir fyrir vélknúin ökutæki. Sjálfsagt er þó að nýta þá ef menn þurfa að koma tækjum að lóðum sínum vegna framkvæmda.

Varðandi hundana er erfitt að banna algjörlega að hundar séu ekki bundnir ef þeir eru á göngu með eiganda sem hefur á þeim stjórn. Sama gildir um lausa hunda á lóðum eiganda sem halda sig þar. Þeim tilmælum er beint til hundaeigaenda að taka tillit til þess sem fram kemur í ofangreindu bréfi og gæta þess að lausir hundar séu ekki að valsa um svæðið.

Fundargerð síðasta stjórnarfundar komin á vefinn

Fundargerðir frá 27.01 og 07.04 komnar á vefinn. Sjá undir "Félagið"

Er vorið komið?

Vefstjóri rakst á þessi tré sem eru farin að springa út, en það hlýtur að teljast óvenju snemmt.

Vefmyndavél

Vefmyndavél hefur verið komið fyrir í skorradalnum. Vélin horfir yfir SKorradalsvatn. Það er því upplagt að kíkja á skýjafar áður en haldið er af stað í Skorradalinn. Einnig getur komið sér vel að kíkja á lifandi mynd af dalnum ef þú kemst ekki í dalinn, en ert komin(n) með fráhvarfseinkenni. Myndin er samsett í panorama úr tveimur myndum og er því svolítið' bjöguð. Ef rýnt er í myndina hér að neðan má sjá vefstjóra að bjátsra við veðustöðina.

Ekki hefur verið gangið að fullu frá tengingu vefmyndavélarinnar við síðuna, en á meðan má skoða vefmyndina með því að smella á hlekkinn hér að neðan.

Vefmyndavél

Veðurstöðin komin á sinn stað


Veðurstöðin er nú loksins komin á sinn stað og er nú rétt staðsett skv öllum stöðlum um veðurmælingar. Sjá mynd hér að neðan. Einnig hefur verið bætt í stöðina sólarnemum sem mæla sólargeislun og s.k. UV index. Meira um það seinna. Þá hefur vindmæli verið komið fyrir fyrir ofan efstu brún þaksins og ætti hann að sýna nokkuð vel hvernig vindar blása í Skorradalnum.

Fallegar vetrarmyndir

Þessar fallegu vetrarmyndir sendi Úrsúla Jünemann okkur, en hún var veðurteppt í sumarbústaðnum í 2 daga þegar snjórinn kom loksins núna í vikunni. Myndirnar voru teknar vikunni 22.2. - 26.2.


Smelltu hér til að skoða myndirnar

Veðurstöðin í uppfærslu

Margar fyrirspurnir hafa borist um veðurstöðina. Sannleikurinn er sá að veðurstöðin hefur evrið tekin niður. Það kemur þó til af góðu því það er verið að uppfæra stöðina, bæta í hana sólarnema og nema fyrir UV-index ásamt vefmyndavél. Uppsetningu er lokið en nokkuð hefur dregist að setja stöðina upp að nýju vegna veðurs. Bráðlega verður því að fylgast með sólarfari, hættu á sólbruna auk þess að beinlínis að skoða vefurfar í vefmyndavélinni.

Fundargerðir á heimasíðunni

Fundargerðir stjórnar og aðalfunda munu nú birtast jafnóðum á heimasíðunni. Sjá hlekkinn hér að neðan:

Fundargerðir finnur þú hér.

Vegaslóðum lokað fyrir bílaumferð

Samkvæmt stjórnarfundi þann 19. október var samþykkt að loka vegaslóðunum sem liggja niður að vatninu, bæði vestast og austast  í Hvammslandinu.

Eins og sést á myndum er um að ræða staura og keðju á milli. Keðjan er læst öðrumegin með talnalás. Tölurnar sem þarf til að opna lásana fást uppgefnar hjá stjórnarmönnum félagsins.

Ástæða þess að þetta er gert, er m.a. ósk Slökkviliðs Borgarfjarðar og að þarna sé ekki óæskileg umferð. Þetta er semsagt öryggisatriði.

Þessir vegaslóðar eru eingöngu hugsaðir sem göngustígar og síðan aðgengi fyrir slökkvilið, þegar það þarf á að halda. Undantekning er gerð þegar eigendur sumarbústaða þurfa að fara með báta eða vinnuvélar niður að vatninu.
© 2009-2015 Félag sumarhúsaeigenda í Hvammi Hafðu samband