2011

Skorradalsvatn lagði í vikunni

Gervitunglamyndin hér að neðan birtist á bloggi Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings. Myndin var tekin 9. desember. Á myndinni má sjá að stóru vötnin þrjú eru ekki enn lögð þrátt fyrir frostið. Þetta eru: Þingvallavatn, Þórisvatn og Lagarfljót. Jafnframt má sjá að Skorradalsvatn hefur ekki lagt ennþá.
vedurtungldes11
Þetta má glögglega sjá á myndunum hér að neðan. Fyrri myndin er tekin 9. desember og þá hefur ekki vatnið lagt enn. Myndin er tekin á sama tíma og veðurtunglamyndin. Daginn eftir er að myndast þunn skán á vatninu en 11. desember er vatnið lagt og búið að snjóa á ísinn.
skorradvatn_lagt

Selja bústaði eftir innbrot

Öryggishlið við sumarbústaðalönd vegna tíðra innbrota Innbrot fá á fólk. Vilja auka enn öryggisbúnaðinn og óttast að innbrotum haldi áfram að fjölga.
Lesa alla fréttina...

Innbrot, eldingar, vatnsveður og vatnshæð

Föstudaginn 14 október ringdi ein hver ósköp og þrumur og eldingar skóku Skorradalinn.Lesa alla fréttina...

Þórður í Haga - Sjónvarpsviðtal

Við höfum áður fjallað um Þórð í Haga sem bjó 100 ára einn í Haga í Skorradal. Ómar Ragnarsson ræddi við Þórð og má hér sjá viðtal Ómars.Lesa alla fréttina...

Innbrot í Vatnsendahlíð

Eigendur tveggja sumarbústaða í Skorradal komu að bústöðum sínum opnum í hádeginu í dag. Brotist hafði verið inn í bústaðina og þaðan stolið flatskjám og áfengi. Lítilsháttar skemmdir voru unnar á bústöðunum. Lesa alla fréttina...

Af haustrigningum og haustlitum

Það ringdi eldi og brennisteini í Skorradalnum um helgina. Á sama tíma mátti sjá síðustu haustlitina þar sem marglitu laufin voru í óða önn að fjúka í burtu.Lesa alla fréttina...

Vatnshæð Skorradalsvatns hækkar ört - uppfært 09.10

Það er rétt að minna á að um þessar mundir hækkar yfirborð Skorradalsvatns ört.Lesa alla fréttina...

Snjóar í SKorradal

Að morgni 04.10.2011 hafði snjóað í Skarðsheiðina, en næsta dag var jörð alhvít.Lesa alla fréttina...

Internetþjónusta eMax liggur niðri - uppfært 03.10.11 - samband komið á

Í óveðrinu s.l. föstudag sló sendir út í mastri eMax í Borgarnesi.Lesa alla fréttina...

Ekkert lát á innbrotum í Skorradal

Það var vægast sagt hörmuleg aðkoma í sumarhúsi Hildar Guðbrandsdóttur og eiginmanns hennar í Skorradal á þriðjudaginn eftir að inn- brotsþjófar gengu berserksgang í sumarhúsinu og ollu stórskemmdum á húsinu með exi.Lesa alla fréttina...

Fundarboð - Aðalfundur

Samkvæmt lögum félagsins skal aðalfundur haldinn árlega og skal vera boðaður með minnst viku fyrirvara. Félagsmenn eru allir þeir sem eiga sumarhús eða óbyggt sumarhúsaland í landi Hvamms. Á fundum félagsins fylgir eitt atkvæði hverju sumarhúsi eða óbyggðri lóð.Lesa alla fréttina...

Hvassviðri í Skorradal

Það var hvassviðri í Skorradal í morgun þegar fyrsta haustlægðin gekk yfir. Vindur sló í 22 m/s. Látum myndirnar tala.Lesa alla fréttina...

Haustmyndir frá sumarhúsaeiganda

Jenný Axelsdóttir sendi okkur fallegar myndir af sólarlagi 17.09. Þetta var hlýr dagur, logn og 15 stiga hiti.Lesa alla fréttina...

Fallegar síðsumarmyndir frá sumarhúsaeigendum

Birgir Benediktsson og Guðjón Jensson sendu okkur þessar fallegu síðsumarmyndir.Lesa alla fréttina...

Næturfost í Skorradal

Veturinn minnir á sig.Lesa alla fréttina...

Vargurinn flæðir fram en veiðinni hefur verið hætt

Refur flæðir nú fram um byggðir í Borgarfirði þar sem hann hefur lítt sést áður og er nú jafnvel farinn að sjást í sumarhúsabyggð. Þetta segir Páll Snævar Brynjarsson, sveitarstjóri í Borgarbyggð.Lesa alla fréttina...

Bjarnarkló í Skorradal

Birgir Benediktsson spurðist nýlega fyrir um Bjarnarkló í Skorradal. Ástæðan fyrir spurningu Birgis voru nýlegar fréttir um fólk sem brunnið hafði illa af völdum þessarar plöntu.Lesa alla fréttina...

Þessi fallegi dagur

"Þessi fallegi dagur" söng Bubbi og það átti svo sannarlega við s.l. sunnudag.
Lesa alla fréttina...

Landslag yrði lítilsvirði, ef það héti ekki neitt

Hér getur þú skoðað mynd með helstu örnefnum í suðurátt.Lesa alla fréttina...

Fundargerð stjórnarfundar 15.08.2011 komin á vefinn

Fundargerð frá stjórnarfundi 15.08.2011 er komin á vefinn.Lesa alla fréttina...

Forsetinn vígði Pakkhúsið í Vatnshorni

Herra Ólafur Ragnar Grímsson forseti vígði Pakkhúsið í Vatnshorni í Skorradal um helgina eftir endurgerð þess.
Athöfnin var einn af hápunktum viðburða á Alþjóðlegu ári skóga hér á landi, enda er um að ræða fyrsta húsið sem alviðað er íslensku timbri og var viðburðurinn því sögulegur sem slíkur.
Lesa alla fréttina...

Verslunarmannahelgin 2011 - Myndir

Myndir frá brennunni 30. júlí 2011 eru komnar á netið.Lesa alla fréttina...

Innbrot á Hvammssvæðinu í síðustu viku - Leiðrétt

Föstudaginn 5. ágúst var brotist inn í Lerkihvammi á Hvammssvæðinu. Það er að vísu gata sem ekki er á bakvið nýju hliðin, en hvernig staðið var að innbrotinu vekur upp áhyggjur um öryggi á Hvammssvæðinu.Lesa alla fréttina...

Sjálfboðaliðar í göngustígagerð í Skorradal

Undanfarnar vikur hafa erlendir sjálfboðaliðar unnið hjá Skógrækt ríkisins á Vesturlandi. Sjálfboðaliðarnir koma til landsins á vegum Veraldarvina og langar að kynnast Íslandi með því að vinna úti í verkum sem tengjast umhverfisvernd. Þeir koma frá ýmsum löndum, tveir þeirra sem áttu lengst að komu frá Kína og Kóreu.Lesa alla fréttina...

Vígsla Pakkhússins í Vatnshorni

Þann 13. ágúst verður Pakkhúsið í Vatnshorni vígt eftir endurgerð þess.
Athöfnin er einn af hápunktum viðburða á Alþjóðlegu ári skóga hér á landi, enda er um að ræða fyrsta húsið sem alviðað er íslensku timbri og er viðburðurinn því sögulegur sem slíkur.
Skógrækt ríkisins gefur timbur frá Stálpastöðum í Skorradal til verksins, Stefán Ólafsson á Litlu-Brekku hefur veg og vanda af endursmíðinni og Unnsteinn Elíasson hleðslumeistari frá Ferjubakka sér um vegghleðslu undir húsið.

Lesa alla fréttina...

Áhugaverðar bækur um Skorradalinn

Fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér Skorradalinn og umhvefi hans má benda á nokkrar áhugaverðar bækur. Í árbók Ferðafélags Íslands frá 2004 eftir Freystein Sigurðsson er fjallað um Borgarfjarðarhérað á milli Mýra og Hafnarfjalla. Þar er að finna góðan kafla um Skorradalinn. Fjallað er um landhætti, kort er af svæðinu og margar fallegar myndir.Lesa alla fréttina...

Snjófyrningar í Skarðsheiðinni

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur bloggar reglulega veður frá ýmsum sjónarhornum og er alltaf bæði fróðlegt og skemmtilegt að fylgjast með því sem Einar skrifar. Tengil á bloggið má finna hér. Nýlega fjallað Einar um snjófyrningar í Skarðsheiðinni og hef ég leyft mér að birta það sem Einar skrifar hér að neðan:Lesa alla fréttina...

Árleg brennuhátíð laugaradaginn 30.07 kl. 20:30

Eins og kveðið er á í lögum félagsins verður haldin brenna um verslunarmannahelgina.

Kveikt verður í brennunni kl. 20:30  laugardaginn 30. júlí.
Enn er hægt að koma með efni í brennuna. Sjá staðsetningu þar sem losa má efni á myndinni hér að neðan.
hvammur

Læknablaðið birtir niðurstöður mælinga á styrk sólarinnar í Skorradal

Samkvæmt grein sem birtist í Læknablaðinu í dag er sólin oft sterk á Íslandi. Mælingarnar fóru fram í Skorradal á Vesturlandi sumarið 2010. Í þessum greinum er fjallað um mælingar á útfjólubláum stuðli (ÚF-stuðull, UV-index). ÚF-stuðull er birtur í rauntíma á forsíðu og veðursíðu.Lesa alla fréttina...

Vatnsbólið komið í lag

Viðgerðum á vatnsbóli er lokið fyrir all nokkru. Hinn 6. júlí s.l. tók Heilbrigðiseftirlit Vesturlands þrjú sýni vvatnsbólil fyrir frístundabyggð í landi Hvamms í Skorradal. Niðurstöður bárust í dag. Tekin voru sýni frá aðallögn upp í fjalli, ,,aukalögn“ uppi í fjalli og síðan úr yfirfalli safngeyma ofan við þjóðveg.

Öll sýni sem voru tekin uppfylltu ákvæði neysluvatnsreglugerðar nr. 536/2001, en þar eru viðmiðunarreglur eftirfarandi:

Gerlafjöldi við 22°C í ml < 100
Kólígerlar í 100 ml < 1
E-Kólí í 100 ml < 1

Allur kostnaður við viðgerðir á vatnsveitunni og sýnatöku var greiddur af landeiganda.

Ljósmyndasýning í Gallerí Fjósakletti

Jóhann Páll Valdimarsson, bókaútgefandi og ljósmyndari, opnar ljósmyndasýningu sína, Skorradalur og nágrenni, í Gallerí Fjósakletti að Fitjum í Skorradal í dag kl. 15:00. Sýningin verður opin daglega til 10. september og rennur allur ágóði af sölu myndanna til endurgerðar pakkhússins í Vatnshorni, elsta húsinu í Skorradal.
Á sýningunni verða myndir sem Jóhann Páll tók í Skorradal og næsta nágrenni. Hann segist alltaf hafa haft mikinn ljósmyndaáhuga og eftir að hann eignaðist hús í dalnum hefur hann mikið farið út og myndað umhverfið. „Ég er að breytast í sveitamann og er orðinn hálfgerður Skorrdælingur. Taugar mínar til dalsins eru mjög sterkar og þessi sýning er óður til Skorradals.“Lesa alla fréttina...

Útifjör 2011 í kulda og trekki

Hátíðin útifjör 2011 var með hefðbundnu sniði. Veður setti þó sinn svið á Hátíðina því kallt var og vinar blésu. Þetta hafði áhrif á aðsóknina sem var mun lélegri en í fyrra.
Björgunarsveitirnar sýndi tæki sín og tól. Þyrla landhelgisgæslunnar sýndi björgun úr vatninu, en látum myndirnar tala sínu máli.


Skógarnir okkar - Skorradalur

Hálstak kynnir þjónustu sína

halstak

útifjör 2011

utifjor2011

Bilun hjá eMax

Föstudaginn 27.05 bilaði sendir eMax á Drageyri. Þetta hefur haft í för með sér að ekkert internetsamband er í Skorradalnum þegar þetta er ritað. Unnið hefur verið að viðgerð um helgina. Á meðan internet sambandið liggur niðri berast engar upplýsingar frá veðurstöðinni í Skorradal.

Næturfrost í Skorradal

Eins og sést á línuritinu hér á neðan var næturfrost í Skorradal 21 maí. Hitinn fór ekki nema í -1 gráðu. Fór niður fyrir frostmark kl. 22 kvöldið áður og aftur upp fyrir núllið kl 7 næsta morgun.

hiti210511
Þess ber að geta að samkvæmt stöðlum um hitamælingar er hiti mældur 1,5 m fyrir ofan jörðu og að hitastig við jörðu er lægra, enda fraus í lækjum og hvilftum, þar sem vatn lá.
frost210511

Er sumarið komið?

Þegar bátaumferðin hefst á Skorradalsvatni er það ótvírætt merki um að sumarið sé í handan við hornið. Helgina 7-8 maí mátti sjá nokkra báta á vatninu.Það tilheyrir einnig til vorverka að klippa og snyrta tré og runna.

hs_i_stiga

Válynd veður í apríl

Veður hafa verið heldur válynd undanfarnar vikur. Fyrst gekk yfir hve lægðin á fætur annarri með mikilli rigningu og hvassviðri. Í verstu hviðunum 10. apríl mældist vindstyrkurinn 39,3 m/s. Ekki hefur áður mælst svo mikill vindur í Skorradalnum áður. Eins og sést á línuritinu hér fyrir neðan þá mælast hviður á milli 15 og 25 m/s flesta daga s.l. mánuð.

Vindhviður yfir 15 m/s mældust 22 daga 20011, en eingöngu 5 daga 2010. Mesti vindhraði var 39,3 m/s 2011, en 26,4 m/s 2010.
Hvidur_linurit
Línuritið sýnir mesta vindhraða sem mældist á hverjum degi frá 1.4 til 1.5.2011. Y-ásinn sýnir vindhviður í m/s (0-40) og x-ásinn dagsetningar.Eins og fram kemur á línuritinu lygndi skyndilega 30. apríl, en þá fór að snjóa.
Rigningar undanfarinn mánuð og mikillar leysingar hafa haft í för með sér að hækkað hefur mjög í Skorradalsvatni. Árið 2010 var heildarregnmagn í apríl 43 mm en samsvarandi tala fyrir 2011 er 204 mm. Það kemur því engum á óvart að vatnsborð Skorradalsvatns liggi hátt. Vatnsyfirborð Skorradalsvatns er tæplega 70 sm hærra 1. maí 2011 borið samn við 1. maí 2010.

Eins og sjá má á þessari mynd er vatnið “stútfullt” og nánast engin fjara. Það sem einn má sjá á myndinni er að mikil bjartsýnir ríkir meðal íbúa á Hvammssvæðinu því hér er verið að skola af verkfærum eftir að kartöflum hefur verið potað niður í jörðina.

haukur_vindur

Annars hefur verið hálfgert basl á tölvunum sem sjá um að birta okkur veðrið. Það byrjaði með því að forritið sem birtir okkur
veðrið í beinni útsendingu (sjá hér að neðan) veiktist alvarlega en er nú loksins komið á lappirnar. Enn eru þó línurit yfir veðurfar undanfarinna daga ekki rétt, en það lagast eftir því sem frá líður og fyllist á gagnagrunninn.
ibeinni

Í síðustu viku gleymdi forritið sem birtir okkur myndir á fimm mínútna fresti öllum stillingum og er nú unnið að því að setja þær inn aftur. Þess ber að geta að í sumar er áætlað að koma fyrir myndavél sem horfir yfir Skorradalsvatn og birtir myndir í mun hærri upplausn en nú eru birtar.

Þess ber þó a geta að í öllum þessum hremmingum hafa ekki tapast nein veðurgögn, enda er gagnagrunnurinn afritaður daglega.

Aðalskipulag Skorradalshrepps


Ljósmynd Einar Bjarnason
Skorradalshreppur hefur birt tillögur að aðalskipulagi. Frestur hefur verið gefin til að koma með athugaverðir til 20. febrúar 2011. Stjórn félags sumarhúsaeigenda í Hvammi hvetur félagsmenn til að kynna sér tillögurnar og að koma athugasemdum á framfæri. Koma má athugasemdum beint til Skorradalshrepps eða til stjórnarinnar sem mun þá samræma þær athugasemdir sem koma fram og koma þeim síðan á framfæri við Skorradalshrepp.

Nálgast má uppdrátt og greinargerð hér.
© 2009-2015 Félag sumarhúsaeigenda í Hvammi Hafðu samband