2013

4G net í Skorradal og möguleikar varðandi internetþjónustu

Bæði Nova og Vodafone bjóða nú upp á 4G net í Skorradal. Tveir sendar hafa verið settir upp, í Haga og við vesturenda vatnsins. Sendar í Haga ná ekki á Hvammssvæðið. Sendar við vestari enda vatnsins virðast ná ágætlega á Hvammssvæðið þó að gefið sé upp að þeir nái best til Vatnsendasvæðisins.

Lesa alla fréttina...

Brenna um verslunarmannahelgi

Í lögum félagsins segir m.a. um hlutverk þess "að standa fyrir árlegri sumarhátíð félagsmanna í því skyni að efla kynni þeirra og fjölskylda þeirra og auka samheldni innan félagsins". Þessi liður hefur verið uppfylltur með árlegu brennuhaldi fyrir neðan Hvammsbæinn um verslunarmannahelgina.

Lesa alla fréttina...

Stórlax veiðist í Skorradalsvatni

Stórlaxinn var reyndar ekki lax, heldur urriði, en stór var hann. Sjá myndir hér að meðan.Lesa alla fréttina...

Framtíð Hreppslaugar ógnað vegna fjárhagserfiðleika

Nú er svo komið að framtíð Hreppslaugar er ógnað vegna fjárhagsörðuleika. Við birtum hér bréf frá stjórn ungmennafélagsins Íslendings þar sem leitað er eftir fjárstuðningi frá sumarhúsaeigendum. Hugmynd þeirra er 30 þús. kr stuðningur sem innifelur 30 heimsóknir í Hreppslaug. Vefstjóri telur þetta nokkuð háa upphæð og leggur til að upphæðin verði lækkuð og skiptum fjölgað. Lesa alla fréttina...

Brostist inn í 10 bústaði í Skorradal

Brotist var inn í tíu sumarbústaði í Skorradalnum í liðinni viku. Litlu var stolið en töluverðar skemmdir unnar á gluggum og hurðabúnaði. Ekkert var átt við þá bústaði sem eru innan við símastýrð hlið og myndavélavöktun. Að sögn lögreglunnar gildir sama lögmálið með innbrotin og vatnið að farin er auðveldasta leiðin. Málin eru í rannsókn.

mbl.is og skessuhorn.is sögðu frá

Gróðureldar í Skorradal - í vinnslu

Haukur Jónsson sendi okkur þetta myndskeið sem hann tók á iphone síma þegar gróðureldar kviknuðu. Lesa alla fréttina...

Bréf frá sumarhúseiganda - Kanínur, aðalfundur o.fl.

Vefnum barst í dag þetta ágæta bréf frá sumarhúsaeiganda. Bréfið er brit óbreytt hér að neðan.
Lesa alla fréttina...

Bæta þarf brunavarnir í Skorradal

Skorradalshreppur er hvattur til að vinna markvisst að uppbyggingu vatnslagna til slökkvistarfs í sumarbústaðahverfum og einnig að því að auðvelda aðkomu slökkvibíla að Skorradalsvatni til vatnstöku. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í drögum að viðbragðsáætlun almannavarna vegna gróðurelda í Skorradal.Lesa alla fréttina...

Sinueldar í landi Hvamms

Litlu muna mátti að illa færi þegar mikill sinueldur kviknaði í kvöld í landi Hvamms í Skorradal.
Lesa alla fréttina...

Auðnutittlingar

Birgir Benediktsson sendi okkur fallegar fuglamyndir og með fylgdi einföld spurning "Hver þekkir fuglana?".Lesa alla fréttina...

Innbrot í sumarbústaði

Alls var brotist inn í átta orlofshús í Borgarfirði í liðinni viku, tvö í Húsafelli og sex í Skorradalnum. Að sögn lögreglu voru í þessum innbrotum ekki unnar meiri skemmdir en þurfti til að komast inn í bústaðina, en stolið þaðan helstu verðmætum.
Lesa alla fréttina...

Nágrannavarsla í á Hvammssvæðinu

Á næsta aðalfundi verður nágrannavörslu á Hvammssvæðinu formlega komið á fót.Lesa alla fréttina...

Aðalfundur 2013 - Fundarboð

Aðalfundur félagsins verður haldinn 04.04.2013.Lesa alla fréttina...

Gróðureldar í Skorradal - Skrifborðsæfing

Ríkislögreglustjóri og aðrir viðbragðsaðilar í Borgarfirði héldu umfangsmikla skrifborðsæfingu síðastliðinn miðvikudag. Á æfingunni var líkt eftir miklum gróðureldum í Skorradal.

Lesa alla fréttina...

Hvassviðri 02.02.2013 - Skorradalsvatn ryður sig á nokkrum mínútum

Í morgun hvessti hressilega og fór vindurinn hæst í 28.2. m/s rétt fyrir kl. 10. Enda fór svo að sauðaustanáttin braut upp ísinn á vaninnu rétt fyrir kl 10. Þetta má sjá á myndbandinu hér að neðan. Lesa alla fréttina...

Verslunarmannahelgi 2012 - Strendur Skorradalsvatns

Sumarið nálgast óðfluga og fiðringur er kominn í marga Skorrdælinga. Á meðan beðið er eftir sumrinu er ekki margt annað að gera en að ylja sér við minningar síðasta sumars. Vefstjóri brá sér í bátsferð um verlunarmannahelgi s.l. sumars. Hann hafði með sér myndavél. Afraksturinn má sjá hér að neðan. Myndin tekur tæpar fimm mínútur í afspilun.Lesa alla fréttina...

Tunglskin - 3 klst. í lífi vefmyndavélar

Aðfaranótt 1. febrúar var heiðskírt og tunglið dansaði yfir skjáinn og speglaðist í nýlögðum ísnum. Vefmyndavélin var á sínum stað og festi þetta á filmu. Sjá hér að neðan.Lesa alla fréttina...

Skorradalsvatn leggur og þiðnar á víxl

Hitastig það sem af er vetri hefur að mörgu leiti verið óvenjulegt. Skipst hafa á heit og köld tímabil. Lesa alla fréttina...

50% hækkun fasteignagjalda

Sumarhúsaeigandi sendi Vefnum bréf þar sem kemur fram að 50 hækkun hefur orðið á fasteignagjöldum á milli ára.Lesa alla fréttina...
© 2009-2015 Félag sumarhúsaeigenda í Hvammi Hafðu samband