2016

Vefsíðan okkar fær yfir 20 þúsund heimsóknir á ári

Það er ánægjulegt að sjá hvað sumarhúsaeigendur eru duglegir að nota vefsíðuna okkar. Vefsíðan hefur nú verið uppi frá því síðla árs 2009. Heimsóknir á ári eru frá 23-33 þúsund. Á hverju ári eru skoðaðar frá 40-110 þúsund síður. Vinsælustu síðurnar eru upplýsingar um veðrið, vefmyndir og fréttasíðan. Vefstjóri saknar þú þess að fá ekki meira efni frá sumarhúsaeigendum og tekur glaður á móti öllum ábendingum. Sendið gjarnan á vefstjóra myndir, fróðleik og athugasemdir á netfangið bsig(hjá)mac.com.


visits

Opið bréf til sumarbústaðaeigenda í Skorradal í Borgarfirði. Til alvarlegrar umhugsunar fyrir alla!

Vegna flugeldaskothríðar í landi Dagverðarness laugardaginn 26. Mars, fyrir páska.

Ágæti viðtakandi.

Um klukkan 22:00 að kvöldi laugardagsins 26. Mars, s.l. fékk undirritaður símtal frá aðila sem staddur var í Skorradal og tilkynnti viðkomandi að í þeim töluðu orðum stæði yfir flugeldaskothríð, að honum sýndist í Dagverðarneslandi vestanverðu nærri Hvammi og vildi hann deila áhyggjum sínum með undirrituðum, sem fór strax áleiðis fram í Skorradal til þess að reyna að staðsetja skothríðina ef hún hefði haldið áfram og að hafa hendur í hári þess vanvita sem þarna var að verki og ógnaði ótvírætt öryggi og eignum þess fólks sem var þá statt í Skorradal.
Lesa alla fréttina...

Þakkir til sumarhúsaeigenda

Margir hafa tekið eftir því að á undanförnum vikum hafa veðurfarsupplýsingar dottið út hluta úr degi, en dottið svo inn aftur. Skýringin er sú að veðurstöðin notar sólarorku til að senda frá sér upplýsingar, en hefur batterí til vara þar sem sólin dugir ekki til í24 klst. sendinga yfir dimmasta tímann. Takk fyrir allar ábendingarnar. Því miður hef ég ekki átt heimangengt og því ekki getað farið upp í dal til að skipta um batterí.

Sérstakar þakkir til Guðjóns Jenssonar og fjölskyldu sem keyptu nýtt batterí og skiptu um í stöðinni. Þegar þetta er ritað eigum við samfelld veðurfarsgögn frá 2009 og einnig myndir flesta daga síðan þá. Öllum er velkomið að fá aðgang sé áhugi á að skoða veðurfarið nánar. Nýlega fengu nemendur í Landbúnaðarháskóla Íslands aðgang að gögnunum, en þeir eru að skoða veðuráttir í Skorradal. Munum birta niðurstöður þeirra þegar þær liggja fyrir.

Nú er vor í lofti og sumartími kominn á í Evrópu. Ég vil því nota tækifærið að óska ykkur öllum gleðilegs sumars og hlakka til að sjá ykkur í dalnum góða. Get ekki stillt mig um að láta eina mynd fylgja sem er nokkuð táknræn fyrir veturinn sem er að láta undan geislum sólarinnar.

fjara-20160320-181032_ed
© 2009-2015 Félag sumarhúsaeigenda í Hvammi Hafðu samband