Tölvuvandræði

Vefstjóri lenti í því að tölvan hans gaf upp öndina. Svo óheppilega vildi til að hann hellti kaffi yfir tölvuna, sem við það dó skyndidauða. Lífgunartilraunir báru ekki árangur. Sem betur fer var til afrit af öllum gögnum. Af þessum sökum hefur ekki verið hægt að uppfæra vefsíðuna í all nokkurn tíma. Nú hefur síðan verið sett upp á nýrri tölvu. Stillingar á vefsíðu hafa hins vegar ekki fylgt með við yfirfærsluna þannig að útlit síðunnar er því breytt. Það kann að vera að eitthvað hafi misfarist við nýja uppsetningu. Vinsamlegast sendið vefstjóra tölvupóst ef þið finnið eitthvað athugavert (bsig(hjá)mac.com). Takk fyrir þolinmæðina.
© 2009-2015 Félag sumarhúsaeigenda í Hvammi Hafðu samband