Skorradalsvatn lagði í vikunni

Gervitunglamyndin hér að neðan birtist á bloggi Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings. Myndin var tekin 9. desember. Á myndinni má sjá að stóru vötnin þrjú eru ekki enn lögð þrátt fyrir frostið. Þetta eru: Þingvallavatn, Þórisvatn og Lagarfljót. Jafnframt má sjá að Skorradalsvatn hefur ekki lagt ennþá.
vedurtungldes11
Þetta má glögglega sjá á myndunum hér að neðan. Fyrri myndin er tekin 9. desember og þá hefur ekki vatnið lagt enn. Myndin er tekin á sama tíma og veðurtunglamyndin. Daginn eftir er að myndast þunn skán á vatninu en 11. desember er vatnið lagt og búið að snjóa á ísinn.
skorradvatn_lagt
© 2009-2015 Félag sumarhúsaeigenda í Hvammi Hafðu samband