Gróðureldar í Skorradal - Viðbragðsáætlun

Fimmtudaginn 14.06.2012 var haldinn fjölmennur fundur á vegum Almannavarnanefndar Borgarfjarðar og Dala ABD, í samvinnu við Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Á fundinum voru kynnt drög að viðbragðsáætlun vegna gróðurelda í Skorradal.

td

Á vef Skorradalshrepps kemur fram að markmið áætlunarinnar er að tryggja skipulögð viðbrögð viðbragðsaðila, koma í veg fyrir eða takmarka tjón á gróðri og eignum og að þolendum slíkra hamfara berist öll nauðsynleg aðstoð á sem skemmstum tíma. Mörg sumarhúsahverfi eru í umdæmi lögreglustjórans í Borgarfirði og Dölum og er ætlunin að gera samskonar áætlanir fyrir öll slík hverfi í umdæminu.
Komi upp miklir gróðureldar kann að þurfa að rýma svæði í dalnum.

Boðum um rýmingu verður komið til fólks með SMS sendingum frá Neyðarlínunni. Viðbragðsaðilar eru sendir á staðinn til að fylgja rýmingu eftir. Við slíkar aðstæður skal fólk einnig fylgjast með upplýsingum í fjölmiðlum.

Á fundinum kynnti Theódór K. Þórðarson yfirlögregluþjónn í Borgarnesi drögin. Glærur hans má sjá hér á eftir:

@import((almvgl))


Næstur talaði Bjarni Þorsteinsson, slökkviliðsstjóri í Borgarnesi.
bt

Í máli hans kom fram að við þau hús þar sem nægt vatn er, er gott að hafa garðslöngu sem nær u.þ.b. tvo hringi í kringum húsið. Á garðslöngunni er kostur að hafa hraðtengi við krana. Slangan þarf að vera á vísum stað. Með henni má verja hús og nánasta umhverfi og slökkva elda sem eru á byrjunarstigi.

Umgengni umhverfis hús og í skógi skiptir miklu máli. Undir veröndum sumarhúsa á ekki að safna rusli eða geyma bensín, gaskúta, hjólbarða, áburð eða annan óþarfa eldsmat.
Heitar vélar sem settar eru niður í þurran gróður skapa íkveikjuhættu
(mótorsagir, sláttuorf o.þ.h.).

Sýna þarf mikla varúð við alla meðferð elds. Reykingar og bálkestir geta valdið gróðurbruna. Enginn má halda eða standa fyrir brennu nema að fengnu skriflegu leyfi lögreglustjóra. Einstaklingur eða lögaðili skal sækja skriflega um slíkt leyfi til lögreglustjóra í því umdæmi sem brenna er fyrirhuguð, með minnst 15 daga fyrirvara. Bálköst skal ekki staðsetja þar sem hætta er á að eldur eða neistaflug geti kveikt í gróðri. Bjarni telur að mun fleiri varðeldar séu kveiktir en leyfi eru fyrir. Tók hann verslunamannahelgi sem dæmi þegar leyfi voru fyrir 4 varðeldum sáust 11 reykbólstrara stíga upp frá Skorradalnum..
alm_nefnd

Á vorin er gjarnan hugað að viðhaldi húsa og hluti af því er að viðar- og fúaverja grindverk, sólpalla og aðra viðarfleti. Eftir slíka vinnu getur verið hætta á sjálfsíkviknun. Það getur gerst þegar olíublautum tuskum, sem notaðar hafa verið við að viðar- og fúaverja timburfleti, er safnað saman í haug eða poka. Við slíkar aðstæður verður til orka í formi hita og við réttar aðstæðu
getur komið upp eldur. Til að koma í veg fyrir þetta skal breiða sem mest úr tuskunum þannig að lofti vel um þær. Þegar þær hafa þornað er í lagi að safna þeim saman. Það er ekki hættulaust að grilla og árlega verða eldsvoðar og brunasár afleiðing grillnotkunar. Hægt er að minnka líkurnar á slysum með því að fara varlega Gætið þess að fylgjast alltaf með grillinu á meðan það er í notkun. Hafið möguleika á að slökkva í grillinu með garðslöngu, fötu með vatni eða handslökkvitæki.

Bjarni lagði einnig áherslu á menn skipti sér að nágrönnum sínum. Ekki gera ráð fyrir að allt sé í lagi ef reykur stígur frá nágrannanum. Fara á staðinn og athuga málið. Einnig segir hann brunahana á Hvammssvæði ekki í lagi, kallar þá "monthana". Ráðleggur Bjarni sumarhúsaeigendum að "hjóla í" landeiganda til að koma þeim málum í lag. Erfitt sé að nýta vatn úr Skorradalsvatni. Hæðarmunur er miikill og engar dælur ráði við hann. Þarf að millidæla vatni ef á að nýta það. Hefur ekki verið leyst ennþá.

Á fundinum var lagt fram kort þar sem lykilsvæði varðandi aðgerðir eru sýnd. Kortið má sjá hér að neðan:

sd_grodureldar_kort

Sömuleiðis voru lagðir fra, nokkrir púnktar varðandi eldvarnir og viðbrögð við gróðureldum.
skorrad_kort2-2

Draga má saman það sem kom fram á fundinum: Ef kviknar í gróðri á þínu svæði, reyna að slökkva með vatni og/eða handslökkvitæki. Tilkynna eldinn til Neyðarlínunnar, 112. Ef ekki gengur að hemja eldinn er rétt að yfirgefa svæðið á meðan flóttaleiðir eru opnar. Ef upp koma meiri háttar gróðureldar á að yfirgefa svæðið strax og alltaf að fara frá eldinum.


Nánari upplýsingar og ítarefni um eldvarnir heimilisins er hægt að finna í handbók Eldvarnabandalagsins. Hana má nálgast á vef Mannvirkjastofnunar eða með því að fylgja þessari slóð
http://www.mannvirkjastofnun.is/slokkvilid/eldvarnabandalagid/eigid-eldvarnaeftirlit/

Nánari leiðbeiningar um atriði sem þarf að hafa í huga varðandi grill og
viðar/fúavörn er líka að finna á vef Mannvirkjastofnunar sjá hér

http://www.mannvirkjastofnun.is/slokkvilid/forvarnir/sumarid/grill/

og hér

http://www.mannvirkjastofnun.is/slokkvilid/forvarnir/sumarid/vidar---fuavorn/


© 2009-2015 Félag sumarhúsaeigenda í Hvammi Hafðu samband