Himbrima bjargað

Sumarið 2009 höfðu bræðurnir Haukur og Snorri Haukssynir samning við eiganda Litlu Drageyrar um netalögn. Góðviðrisdag einn, þegar þeir bræður hugðust vitja um netin, kom í ljós að himbrimi sat fastur í netinu. Hugðist himbriminn gæða sér á bleikju og urriða úr netinu, en sat sjálfur fastur. Himbriminn (gavia immer, great northern diver) er sterkur sundfugl, því þó netið lægi nokkuð djúpt tókst honum að halda sér við yfirborðið með sundtökum og vængjaslætti. Það tókst giftursamlega að bjarga fuglinum og má þar þakka útsjónarsemi þeirra bræðra, en hvernig til tókst má sjá á myndbandinu hér að neðan.

Talið er að einungis 300 himbrimapör sé að finna hér á landi og verður að teljast sérstakt gleðiefni að fuglinn slapp ómeiddur.

© 2009-2015 Félag sumarhúsaeigenda í Hvammi Hafðu samband