Frá stjórn

Opið bréf til sumarbústaðaeigenda í Skorradal í Borgarfirði. Til alvarlegrar umhugsunar fyrir alla!

Vegna flugeldaskothríðar í landi Dagverðarness laugardaginn 26. Mars, fyrir páska.

Ágæti viðtakandi.

Um klukkan 22:00 að kvöldi laugardagsins 26. Mars, s.l. fékk undirritaður símtal frá aðila sem staddur var í Skorradal og tilkynnti viðkomandi að í þeim töluðu orðum stæði yfir flugeldaskothríð, að honum sýndist í Dagverðarneslandi vestanverðu nærri Hvammi og vildi hann deila áhyggjum sínum með undirrituðum, sem fór strax áleiðis fram í Skorradal til þess að reyna að staðsetja skothríðina ef hún hefði haldið áfram og að hafa hendur í hári þess vanvita sem þarna var að verki og ógnaði ótvírætt öryggi og eignum þess fólks sem var þá statt í Skorradal.
Lesa alla fréttina...

Búið að ryðja snjó af Hvammssvæðinu - Jól 2014

Hvammssvæðið hefur verið rutt fyrir jólin.Lesa alla fréttina...

Sumhátíð föstudaginn 1. ágúst

Föstudagskvöldið 1. ágúst kl. 20:30 verður haldin sumarhátíð sumarhúsafélagsins á flötinni við Furuhvamm 1. Lesa alla fréttina...

Aðalfundur þriðjudaginn 13. maí

Samkvæmt lögum félagsins skal aðalfundur haldinn árlega og skal vera boðaður með minnst viku fyrirvara. Félagsmenn eru allir þeir sem eiga sumarhús eða óbyggt sumarhúsaland í landi Hvamms. Á fundum félagsins fylgir eitt atkvæði hverju sumarhúsi eða óbyggðri lóð.Lesa alla fréttina...

Brenna um verslunarmannahelgi

Í lögum félagsins segir m.a. um hlutverk þess "að standa fyrir árlegri sumarhátíð félagsmanna í því skyni að efla kynni þeirra og fjölskylda þeirra og auka samheldni innan félagsins". Þessi liður hefur verið uppfylltur með árlegu brennuhaldi fyrir neðan Hvammsbæinn um verslunarmannahelgina.

Lesa alla fréttina...

Nágrannavarsla í á Hvammssvæðinu

Á næsta aðalfundi verður nágrannavörslu á Hvammssvæðinu formlega komið á fót.Lesa alla fréttina...

Aðalfundur 2013 - Fundarboð

Aðalfundur félagsins verður haldinn 04.04.2013.Lesa alla fréttina...

Mikilvægur kynningarfundur - viðbragðsáætlun vegna gróðurelda í Skorradal! Sumarhúsaeigendur eindregið hvattir til að koma

Almannavarnanefnd Borgarfjarðar og Dala ABD, í samvinnu við Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til kynningarfundar í Ársal í Ásgarði á Hvanneyri (efstu hæð nýja skólahússins) kl. 20:00 fimmtudaginn 14. júní 2012.

Eigendur sumarhúsa í Skorradal og íbúar eru sérstaklega boðaðir og hvattir til að mæta, ásamt fulltrúum viðbragðsaðila og öðrum hlutaðeigandi.
Lesa alla fréttina...

Fundarboð - Aðalfundur

Samkvæmt lögum félagsins skal aðalfundur haldinn árlega og skal vera boðaður með minnst viku fyrirvara. Félagsmenn eru allir þeir sem eiga sumarhús eða óbyggt sumarhúsaland í landi Hvamms. Á fundum félagsins fylgir eitt atkvæði hverju sumarhúsi eða óbyggðri lóð.Lesa alla fréttina...

Fundargerð stjórnarfundar 15.08.2011 komin á vefinn

Fundargerð frá stjórnarfundi 15.08.2011 er komin á vefinn.Lesa alla fréttina...

Árleg brennuhátíð laugaradaginn 30.07 kl. 20:30

Eins og kveðið er á í lögum félagsins verður haldin brenna um verslunarmannahelgina.

Kveikt verður í brennunni kl. 20:30  laugardaginn 30. júlí.
Enn er hægt að koma með efni í brennuna. Sjá staðsetningu þar sem losa má efni á myndinni hér að neðan.
hvammur

Aðalskipulag Skorradalshrepps


Ljósmynd Einar Bjarnason
Skorradalshreppur hefur birt tillögur að aðalskipulagi. Frestur hefur verið gefin til að koma með athugaverðir til 20. febrúar 2011. Stjórn félags sumarhúsaeigenda í Hvammi hvetur félagsmenn til að kynna sér tillögurnar og að koma athugasemdum á framfæri. Koma má athugasemdum beint til Skorradalshrepps eða til stjórnarinnar sem mun þá samræma þær athugasemdir sem koma fram og koma þeim síðan á framfæri við Skorradalshrepp.

Nálgast má uppdrátt og greinargerð hér.

Aðalfundur 11.10.2010 - Ný fundargerð komin á vefinn

Aðalfundur félags sumarhúsaeigenda í Hvammi


Dagsetning: Mánudagurinn 11.10.2010 kl 17:15
Fundarstaður: Grand Hótel
Fundarefni:
1. Skýrsla stjórnar. Birgir Bendiktsson formaður
2. Ársreikningar kynntir. Alexander Edvardsson gjaldkeri
3. Kosning stjórnarmanna
4. Kosning skoðunarmanna
5. Kynning á heimasíðu félagsins
6. Ákvörðun félagsgjalds
7. Önnur mál

Fundargerð stjórnarfundar 14.10.2010 er komin á vefinn.

Jörðin Hvammur hefur verið seld

Jörðin Hvammur var nýlega seld. Nýr eigandi er Hvammsland ehf. Eigandi Hvammslands er Jón Hörður Hafsteinsson. Tuttuguogfimm aðilar á vegum Félags sumahúsaeigenda í Hvammi (FSH) buðu einnig í jörðina, en höfðu ekki árangur sem erfiði. Stjórn FSH óskar hinum nýja eiganda til hamingju með kaupin og vonast eftir góðri samvinnu í framtíðinni.

VARÚÐ - Neysluvatnið á Hvammssvæðinu er ófullnægjandi

Nýlega voru tekin vatnssýni á vegum félagsins. Niðurstöður bárust í dag og komu í ljós 2 kólígerlar í 100 ml. Þetta er merki um ófullnægjandi vatn. Ekki er leitað að örðum gerlum, en niðurstöður sem þessar geta bent til að aðrar örverur geti verið í vatninu. Ekki er líklegt að kólígerlar í því magni sem nefnt er hér að ofan séu í sjálfu sér hættulegir en rétt er að fara öllu með gát. Ekki hafa borist neinar fréttir um veikindi.

Þar sem vatnsbólið byggir á yfirborðsvatni er líklegast að hér sé um að ræða mengun frá dýrum, t.d. eftir fugladrit. Slíkt þarf þó að rannsaka og mun verða haft samband við heilbrigðiseftirlit í næstu viku, sem mun skoða vatnsbólið og koma með tillögur til úrbóta. Á meðan ráðleggjum við eftirfarandi:


1. Sjóðið allt vatn sem ætlað er til drykkjar eða neyslu
2. Fullkomlega öruggt er að nota vatn til matargerðar ef réttirnir eru soðnir, t.d. í súpur eða sósur
3. Ekki þarf að hafa neinar áhyggjur af því að baða sig eða þvo sér úr vatninu

Félagsfundur - Fundarboð

F U N D A R B O Ð

Boðað er til félagsfundar í Félagi Sumarhúsaeigenda í Hvammi.

Fundardagur: Miðvikudagur 23.06.2010 kl 17.15

Fundarstaður: Grand Hótel

Fundarefni:

1. Eignarhald á Hvammslandinu.
Andri Árnason hefur framsögu
2. Öryggismál í skugga innbrota
Birgir Benediktsson hefur framsöguHér er um mjög mikilvæg mál að ræða og skorar stjórnin á sem flesta að mæta.

Fundarboðið hefur einnig verið sent út í pósti. Fundarboðinu fylgir greinargerð. Þeir sem óska eftir geta haft samband við ritara og fengið greinargerðina í tölvupósti.

Bréf til félagsmanna


Stjórn félagsins hefur sent félagsmönnum bréf. Tilgangur bréfsins er að kynna vefsíðu félagsins. Í bréfinu kemur einnig fram að eitthvað er um vanskil á félagsgjöldum. Slíkar skuldir hafa ekki verið sendar í innheimtu, ætlunin er að innheimta þær skuldir sem eru útistandandi frá síðustu áramótum. Sjá nánar afrit af bréfinu sem má nálgast hér að til hliðar. Bréfið má einnig finna á undirsíðunni "Félagið" sem er aðgengileg frá valmyndinni hér að ofan.

Göngustígar og lausaganga hunda

Borist hefur bréf frá sumarhúsaeiganda:
Nú er útlit fyrir að það á að hressa upp á göngustíga í Hvammslandi og er það gott sumstaðar þar sem er mjög blautt eða óslétt. En mín ósk er að það verði farið mjög fínt í þetta og ekki búnar til einhverjar hraðbrautir sem jafnvel hlaða að fólk á vélknúnum ökutækjum. Til dæmis er stígurinn fyrir ofan lóð 16 í Hvammsskóginum mjög fallegur, algróinn og rómantískur. Miður væri að hrófla við hann. Gott þætti mér að allar göngustiga yrðu lokaðir á báðum endum með staur og skilti sem bendir á að akandi umferð er ekki æskileg.

Svo ætla ég að biðja hundafólkið að hafa hunda sína í bandi. Ekki kæra sig allir um að hreinsa hundaskít af lóðunum sínum. Og á varptíma fugla ætti þetta að vera sjálfsagður hlutur.


Málið var rætt á stjórnarfundi 07.042010 ,sttjórnarmenn tóku undir hugmyndir varðandi stíga og að þeir verði bannaðir fyrir vélknúin ökutæki. Sjálfsagt er þó að nýta þá ef menn þurfa að koma tækjum að lóðum sínum vegna framkvæmda.

Varðandi hundana er erfitt að banna algjörlega að hundar séu ekki bundnir ef þeir eru á göngu með eiganda sem hefur á þeim stjórn. Sama gildir um lausa hunda á lóðum eiganda sem halda sig þar. Þeim tilmælum er beint til hundaeigaenda að taka tillit til þess sem fram kemur í ofangreindu bréfi og gæta þess að lausir hundar séu ekki að valsa um svæðið.

Fundargerð síðasta stjórnarfundar komin á vefinn

Fundargerðir frá 27.01 og 07.04 komnar á vefinn. Sjá undir "Félagið"

Fundargerðir á heimasíðunni

Fundargerðir stjórnar og aðalfunda munu nú birtast jafnóðum á heimasíðunni. Sjá hlekkinn hér að neðan:

Fundargerðir finnur þú hér.

Vegaslóðum lokað fyrir bílaumferð

Samkvæmt stjórnarfundi þann 19. október var samþykkt að loka vegaslóðunum sem liggja niður að vatninu, bæði vestast og austast  í Hvammslandinu.

Eins og sést á myndum er um að ræða staura og keðju á milli. Keðjan er læst öðrumegin með talnalás. Tölurnar sem þarf til að opna lásana fást uppgefnar hjá stjórnarmönnum félagsins.

Ástæða þess að þetta er gert, er m.a. ósk Slökkviliðs Borgarfjarðar og að þarna sé ekki óæskileg umferð. Þetta er semsagt öryggisatriði.

Þessir vegaslóðar eru eingöngu hugsaðir sem göngustígar og síðan aðgengi fyrir slökkvilið, þegar það þarf á að halda. Undantekning er gerð þegar eigendur sumarbústaða þurfa að fara með báta eða vinnuvélar niður að vatninu.

Göngustígar á Hvammssvæðinu

Eftir að hafa rætt þetta mál á mörgum stjórnarfundum hefur stjórn félagsins ákveðið að leggja göngustíga skv deiliskipulagi. Einnig ligur fyrir samþykkt aðalfundar um lagningu umræddra stíga. Göngustígar verða lagðir skv.gildani deiliskipulagi. Um er að ræða svæðið sem tengir vestari hluta Hvammsskóga við eystri hlutann og einnig tengingu á milli Hvammskóga ,Furuhvamms og Grenihvamms. Á næstunni mun verða haft samband við þá lóðareigendur sem eiga lóðir sem liggja að þessum stígum til tryggja rétta lagningu stíganna. Hér að neðan má sjá yfirlitskort af svæðinu.

Stígarnir eru fletsir gamlir þjónustustígar frá tímum skógræktar á svæðinu, þannig að ekki þarf að fella nein tré til að leggja stígana sbr. myndina hér að neðan. Hins vegar eru þeir ansi óslettir, blautir í vætutíð og stundum erfiðir yfirferðar.

Aðalfundur

Aðalfundur félags sumarhúsaeigenda í Hvammi verður haldinn fimmtudaginn 1. október kl 17.00
Fundarstaður: Park-inn hótel (Hótel Ísland), Ármúla 9.
© 2009-2015 Félag sumarhúsaeigenda í Hvammi Hafðu samband