Frá vefstjóra

Vefsíðan okkar fær yfir 20 þúsund heimsóknir á ári

Það er ánægjulegt að sjá hvað sumarhúsaeigendur eru duglegir að nota vefsíðuna okkar. Vefsíðan hefur nú verið uppi frá því síðla árs 2009. Heimsóknir á ári eru frá 23-33 þúsund. Á hverju ári eru skoðaðar frá 40-110 þúsund síður. Vinsælustu síðurnar eru upplýsingar um veðrið, vefmyndir og fréttasíðan. Vefstjóri saknar þú þess að fá ekki meira efni frá sumarhúsaeigendum og tekur glaður á móti öllum ábendingum. Sendið gjarnan á vefstjóra myndir, fróðleik og athugasemdir á netfangið bsig(hjá)mac.com.


visits

Þakkir til sumarhúsaeigenda

Margir hafa tekið eftir því að á undanförnum vikum hafa veðurfarsupplýsingar dottið út hluta úr degi, en dottið svo inn aftur. Skýringin er sú að veðurstöðin notar sólarorku til að senda frá sér upplýsingar, en hefur batterí til vara þar sem sólin dugir ekki til í24 klst. sendinga yfir dimmasta tímann. Takk fyrir allar ábendingarnar. Því miður hef ég ekki átt heimangengt og því ekki getað farið upp í dal til að skipta um batterí.

Sérstakar þakkir til Guðjóns Jenssonar og fjölskyldu sem keyptu nýtt batterí og skiptu um í stöðinni. Þegar þetta er ritað eigum við samfelld veðurfarsgögn frá 2009 og einnig myndir flesta daga síðan þá. Öllum er velkomið að fá aðgang sé áhugi á að skoða veðurfarið nánar. Nýlega fengu nemendur í Landbúnaðarháskóla Íslands aðgang að gögnunum, en þeir eru að skoða veðuráttir í Skorradal. Munum birta niðurstöður þeirra þegar þær liggja fyrir.

Nú er vor í lofti og sumartími kominn á í Evrópu. Ég vil því nota tækifærið að óska ykkur öllum gleðilegs sumars og hlakka til að sjá ykkur í dalnum góða. Get ekki stillt mig um að láta eina mynd fylgja sem er nokkuð táknræn fyrir veturinn sem er að láta undan geislum sólarinnar.

fjara-20160320-181032_ed

Bilun í internetsambandi

Vefstjóri hefur fengið töluvert af ábendingum undanfarnar vikur um að veðurfarsgögn birtist ekki og að myndir úr vefmyndavélum séu hálfar eða úreltar. Sannleikurinn er sá að það bilaði hjá mér móttakari í byrjun september. 365 miðlar sem reka internetkerfið hafa skipt um móttakara, en illa hefur gengið að fá sambandið stöðugt. Á þessu mun verða unnin bót á næstu dögum. Eitthvað af myndum hafa þó komist í gegn og leyfi ég mér að birta þessa fallegu mynd frá 03.10. s.l.

11260670_10204136059916164_1374760945829596674_o

Nágrannavarsla - Bréf til félagsmanna

Sendur hefur verið tölvupóstur til sumarhúsaeigenda vegna nágrannavörslu. Bréfið er birt hér að neðan. Ef þú hefur ekki fengið bréfið þá höfum við ekki tölvupóstfangið þitt. Þú getur bætt úr því með því að senda tölvupóst tmeð viðeigandi upplýsingum til ritara á bsig(hjá)mac.com. Þegar að tölvupóstfangalistinn hefur verið uppfærð munum við senda út rafrænt kort af svæðinu og símaskrá til félagsmanna.

Ágæti sumarhúsaeigandi

Aðalfundur félagsins samþykkti að hefja mágrannavörslu á svæðinu. Nágrannavarsla felst í samvinnu nágranna um að gera umhverfi sitt og sumarhús öruggari. Markmiðið er að leitast við að draga úr innbrotum, þjófnaði og skemmdarverkum. Einnig getur nágrannavarsla aukið samvinnu og samskipti nágranna almennt. Nágrannavarsla er þekkt í áratugi og hefur víða verið sett upp með góðum árangri.

Útbúið hefur verið uppkast að lista yfir sumarhúsaeigendur með símanúmerum og tölvupóstföngum, þannig að auðvelt sé fyrir fólk að hafa samband sín á milli. Þetta getur verið mikilvægt ef grunur er um innbrot eða ef aðra vá bera að dyrum og skyndilega þarf að hafa samband við fólk. Þátttaka í verkefninu er þó undir hverjum og einum komin. Upplýsingar um símanúmer eru fengnar frá félagsmönnum sjálfum og úr símaskrá. Einnig hefur verið útbúið kort af svæðinu með götunöfnum og lóðanúmerum.

Þegar við höfum uppfært símaskrána sendum við út nýjan tölvupóst þar sem fylgir kort af svæðinu þar sem merkt eru inn sumarhús og lóðir.

Einnig mun fylgja listi með símanúmerum félagsmanna. Ef ágallar eru á skráningunni, eða ef þú óskar ekki eftir að taka þátt í verkefninu, vinsamlegast látið undiritaðan vita.

Ef ekki berast athugasemdir verður listinn sendur félagsmönnum. Ætlast er til að félagsmenn fari með listann sem trúnaðarmál.

Einnig má telja að mikilvægt að til sé listi með tölvupóstföngum ef koma þarf mikilvægum skilaboðum til félagsmanna.

Bestu kveðjur og hlakka til að sjá ykkur í “dalnum góða”

Bárður Sigurgeirsson ritari

Tölvuvandræði

Vefstjóri lenti í því að tölvan hans gaf upp öndina. Svo óheppilega vildi til að hann hellti kaffi yfir tölvuna, sem við það dó skyndidauða. Lífgunartilraunir báru ekki árangur. Sem betur fer var til afrit af öllum gögnum. Af þessum sökum hefur ekki verið hægt að uppfæra vefsíðuna í all nokkurn tíma. Nú hefur síðan verið sett upp á nýrri tölvu. Stillingar á vefsíðu hafa hins vegar ekki fylgt með við yfirfærsluna þannig að útlit síðunnar er því breytt. Það kann að vera að eitthvað hafi misfarist við nýja uppsetningu. Vinsamlegast sendið vefstjóra tölvupóst ef þið finnið eitthvað athugavert (bsig(hjá)mac.com). Takk fyrir þolinmæðina.

Fallegt veður í Skorradal um helgina

Það var fallegt veður í Skorradal s.l. laugardag. Vefstjóri brá sér í smá túr í fallegu haustveðri s.l. laugardag. Haldið var í kringum Skorradalsvatn.
Lesa alla fréttina...

Ný vefmyndavél við bakka Skorradalsvatns og ný yfirlitsmynd

Vefmyndavélarnar sem eru staðsettar í Skorradalnum hafa reynst vinsælar og eru margir sem "taka veðrið" daglega eða í það minnsta áður en er haldið í Skorradalinn. Það hafa því komið fram kvartanir eftir að ein vélin bilaði. Nú hefur verið sett upp ný vél í stað þeirrar sem bilaði og bætt um betur og sett upp vél sem hefur fallegt útsýni yfir vatnið. Sjá nánar hér að neðan:Lesa alla fréttina...

Bilun á vefmyndavél

Borist hafa nokkrar athugasemdir um að vefamyndavél sem horfir yfir Skoorradal sé biluð. Það er rétt, en það stendur til bóta.
Lesa alla fréttina...

Júlímánuður blautur í Skorradal

Mun meira hefur ringt í júlí, en undanfarin sumur. Til eru veðurmælingar frá síðla árs 2009. Lesa alla fréttina...

Sólarupprás

Sólarupprás í Skorrdal frá miðnætti til morguns á einni mínútu

Sólarupprás í Skorradal from Bárður Sigurgeirsson MD PhD on Vimeo.Fyrningar í Skarðsheiðinni 1 maí s.l. 3 ár - myndir

Ef dæma má af fyrningum í Skarðsheiðinni 1 maí þá var veturinn 2013-2014 ekki ýkja snjóþungur. Á einhvers staðar að eiga myndir frá 2009-2011.Lesa alla fréttina...

Nágrannavarsla

Kæri nágranni

Á síðasta aðalfundi í var samþykkt að koma á nágrannavörslu á Hvammssvæðinu. Á fundinum kynnti Bárður Sigurgeirsson ritari stuttlega í hverju nágrannavarsla felst. Fulltrúi Tryggingafélagsins Sjóvá hélt kynningu á nágrannavörslu og afhenti skilti sem munu verða sett upp við hliðin inn á svæðið.
Lesa alla fréttina...

Dulúðleg stemning í SKorradal 04.03.14

Látum myndirnar tala sínu máli.....
Lesa alla fréttina...

4G net í Skorradal og möguleikar varðandi internetþjónustu

Bæði Nova og Vodafone bjóða nú upp á 4G net í Skorradal. Tveir sendar hafa verið settir upp, í Haga og við vesturenda vatnsins. Sendar í Haga ná ekki á Hvammssvæðið. Sendar við vestari enda vatnsins virðast ná ágætlega á Hvammssvæðið þó að gefið sé upp að þeir nái best til Vatnsendasvæðisins.

Lesa alla fréttina...

Gróðureldar í Skorradal - í vinnslu

Haukur Jónsson sendi okkur þetta myndskeið sem hann tók á iphone síma þegar gróðureldar kviknuðu. Lesa alla fréttina...

Sinueldar í landi Hvamms

Litlu muna mátti að illa færi þegar mikill sinueldur kviknaði í kvöld í landi Hvamms í Skorradal.
Lesa alla fréttina...

Auðnutittlingar

Birgir Benediktsson sendi okkur fallegar fuglamyndir og með fylgdi einföld spurning "Hver þekkir fuglana?".Lesa alla fréttina...

Hvassviðri 02.02.2013 - Skorradalsvatn ryður sig á nokkrum mínútum

Í morgun hvessti hressilega og fór vindurinn hæst í 28.2. m/s rétt fyrir kl. 10. Enda fór svo að sauðaustanáttin braut upp ísinn á vaninnu rétt fyrir kl 10. Þetta má sjá á myndbandinu hér að neðan. Lesa alla fréttina...

Verslunarmannahelgi 2012 - Strendur Skorradalsvatns

Sumarið nálgast óðfluga og fiðringur er kominn í marga Skorrdælinga. Á meðan beðið er eftir sumrinu er ekki margt annað að gera en að ylja sér við minningar síðasta sumars. Vefstjóri brá sér í bátsferð um verlunarmannahelgi s.l. sumars. Hann hafði með sér myndavél. Afraksturinn má sjá hér að neðan. Myndin tekur tæpar fimm mínútur í afspilun.Lesa alla fréttina...

Tunglskin - 3 klst. í lífi vefmyndavélar

Aðfaranótt 1. febrúar var heiðskírt og tunglið dansaði yfir skjáinn og speglaðist í nýlögðum ísnum. Vefmyndavélin var á sínum stað og festi þetta á filmu. Sjá hér að neðan.Lesa alla fréttina...

Skorradalsvatn leggur og þiðnar á víxl

Hitastig það sem af er vetri hefur að mörgu leiti verið óvenjulegt. Skipst hafa á heit og köld tímabil. Lesa alla fréttina...

Gleðilegt nýtt ár og tómt batterí

Nágranni minn í Skorradal hafði nýlega samband við mig og benti mér á að ekki bárust lengur neinar upplýsingar um vind frá veðurstöðinni í Hvammi. Lesa alla fréttina...

Miðfitjahóll, Botnsheiði o.fl. veðurstöðvar

Við höfum um nokkurt skeið birt upplýsingar um veðurfar á nærliggjandi veðurstöðum á veðursíðunni okkar. Í vikunni fengið við fyrirspurn um hvar “Miðfitjahóll” sé staðsettur og skal því nú svarað.
Lesa alla fréttina...

Norðurljós, bátur í hrakningum, kindur í klettum o.fl.

Birgir Benediktsson sendi okkur fallegar myndir úr Skorradalnum sem voru teknar helgina 12-14 október 2012. Á myndunum má sjá fallegt sólarlag í vesturátt, norðurljós o.fl. Lesa alla fréttina...

Hlýjindi sumarið 2012

Sumarið 2012 var óvenju hlýtt.Lesa alla fréttina...

Himbrimi við Skorrdalsvatn sumarið 2012

Seinni hluta sumars rakst vefstjóri á þetta himbrimapar með tvo unga rétt við stöndina hjá Vatnshornsskógi.Lesa alla fréttina...

Nýbúar í Skorradal

Birgir Benediktsson sendi okkur þessar skemmtilegu myndir. Lesa alla fréttina...

Af veðurfari í Skorradal

Í drögum að aðalskipulagi Skorradalshrepps sem gefin voru út 2009 segir orðrétt: “Rannsóknir á veðurfari í Skorradal eru nánast engar, en áhugavert væri að rannsaka þá þætti veðurfars sem einkenna svæðið, sér í lagi samspil hitafars, úrkomu og gróður- og vatnsbúskapar.”
Lesa alla fréttina...

Falleg helgi í Skorradalnum

Undanfarna daga hefur verið mikil veðurblíða í Skorrdalnum. Bjartir dagar, en kaldar nætur.Lesa alla fréttina...

Innbrot, eldingar, vatnsveður og vatnshæð

Föstudaginn 14 október ringdi ein hver ósköp og þrumur og eldingar skóku Skorradalinn.Lesa alla fréttina...

Þórður í Haga - Sjónvarpsviðtal

Við höfum áður fjallað um Þórð í Haga sem bjó 100 ára einn í Haga í Skorradal. Ómar Ragnarsson ræddi við Þórð og má hér sjá viðtal Ómars.Lesa alla fréttina...

Af haustrigningum og haustlitum

Það ringdi eldi og brennisteini í Skorradalnum um helgina. Á sama tíma mátti sjá síðustu haustlitina þar sem marglitu laufin voru í óða önn að fjúka í burtu.Lesa alla fréttina...

Hvassviðri í Skorradal

Það var hvassviðri í Skorradal í morgun þegar fyrsta haustlægðin gekk yfir. Vindur sló í 22 m/s. Látum myndirnar tala.Lesa alla fréttina...

Haustmyndir frá sumarhúsaeiganda

Jenný Axelsdóttir sendi okkur fallegar myndir af sólarlagi 17.09. Þetta var hlýr dagur, logn og 15 stiga hiti.Lesa alla fréttina...

Fallegar síðsumarmyndir frá sumarhúsaeigendum

Birgir Benediktsson og Guðjón Jensson sendu okkur þessar fallegu síðsumarmyndir.Lesa alla fréttina...

Næturfost í Skorradal

Veturinn minnir á sig.Lesa alla fréttina...

Bjarnarkló í Skorradal

Birgir Benediktsson spurðist nýlega fyrir um Bjarnarkló í Skorradal. Ástæðan fyrir spurningu Birgis voru nýlegar fréttir um fólk sem brunnið hafði illa af völdum þessarar plöntu.Lesa alla fréttina...

Þessi fallegi dagur

"Þessi fallegi dagur" söng Bubbi og það átti svo sannarlega við s.l. sunnudag.
Lesa alla fréttina...

Landslag yrði lítilsvirði, ef það héti ekki neitt

Hér getur þú skoðað mynd með helstu örnefnum í suðurátt.Lesa alla fréttina...

Áhugaverðar bækur um Skorradalinn

Fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér Skorradalinn og umhvefi hans má benda á nokkrar áhugaverðar bækur. Í árbók Ferðafélags Íslands frá 2004 eftir Freystein Sigurðsson er fjallað um Borgarfjarðarhérað á milli Mýra og Hafnarfjalla. Þar er að finna góðan kafla um Skorradalinn. Fjallað er um landhætti, kort er af svæðinu og margar fallegar myndir.Lesa alla fréttina...

Er sumarið komið?

Þegar bátaumferðin hefst á Skorradalsvatni er það ótvírætt merki um að sumarið sé í handan við hornið. Helgina 7-8 maí mátti sjá nokkra báta á vatninu.Það tilheyrir einnig til vorverka að klippa og snyrta tré og runna.

hs_i_stiga

Heimasíða styrkt af eMax.

Kostaður við heimasíðu félagsins, er ekki mikill, einungis um 8000 á ári sem er kostnaður við vistun síðunnar. Hins vegar hefur verið nokkur kostnaður við að koma gögnum frá veðurstöð til vistunaraðila. Gögn frá veðurstöð eru uppfærð á 2-5 mínútna fresti allan sólarhringinn. Sama gildir um myndir úr veðurmyndavél. Í gögnum veðurstöðvar er mikið af línuritum, sem taka svolítið pláss. Þó að ekki sé um mjög mikil gögn í hvert skipti, safnast þegar saman kemur. Til að koma gögnunum á til vistunaraðila síðunnar hefur verið notuð 3G tenging frá Símanum og notar vefstjóri þá tengingu einnig til persónulegra nota þegar hann dvelur í Skorradal. Því miður hefur fyrirferð veðurgagnanna verið það mikil að vefstjóri hefur þurft að greiða rúm 20 þúsund á mánuði fyrir tenginguna. Þessi kostnaður hefur ekki lent á félaginu, heldur hefur vefstjóri greitt hann sjálfur.

Nú hefur eMax ákveðið að kosta þessa tengingu, en fengið í staðinn auglýsingu á forsíðu. Vill vefstjóri þakka eMax kærlega fyrir og jafnframt hvetja menn til að versla við eMax varðandi internettengingar í Skorradal. Það eykur líkurnar á að hægt sé að halda úti vefmyndavél og veðurfarsupplýsingum til framtíðar. Þess má geta að allar veðurfarsfarsupplýsingar hafa farið um tengingu frá eMax frá miðjum ágúst.

Að sögn þeirra eMaxmanna er eMax tenging yfirleitt mun hagstæðari en 3G tenging. Þar munar mestu að ekkert er greitt fyrir innlent niðurhal hjá eMax á meðan greitt er fyrir alla traffík, í báðar áttir hvort sem er innanlands eða utan þegar notuð er 3G tenging. Hraði er sambærilegur. Þetta er sérstaklega mikilvægt ef menn nota tenginguna fyrir símtöl, útvarp, vöktun og eða vefmyndavélar. Einnig býður eMax upp á sérstakar sumarhúsatengingar, þar sem greitt er venjulegt verð yfir sumartímann, en yfir vetrarmánuðina mun lægra verð þó tengingin sé virk allan tímann.

Fyrir þá sem vilja kynna sér betur starfsemi eMax eða panta sér tengingu má finna nánari upplýsingar á heimasíðu eMax. Tengill er hér að neðan.

Vatnshæð Skorradalsvatns

Tengill á forsíðu þar sem vísað var í vöktunarkerfi Veðurstofu Íslands varðandi flóðahættu hefur nú verið lagfærður. Þar má fylgjast með vatnshæð Skorradalsvatns. Hér að neðan má sjá línurit sem sýnir vatnshæðina. Eins og sjá má á myndinni hér að neðan þá hefur lækkað í Skorradalsvatni um 80 sm frá miðjum mars. Má nú búast við að fljótlega verði farið að safna í vatnið og þegar bætast við haustrigningar getur hækkað hratt í vatninu.til að nálgast vöktunarkerfið má nota tengilinn hér að neðan:

VÖKTUNARKERFI VEÐURSTOFUNNAR

Fyrst er komið á síðu sem þarf að slá inn notandanafn (vatnshaed) og lykilorð (rennsli). Þá má velja landshluta (Sites), neðst til vinstri á myndinni. Þá koma þar fyrir ofan upp nokkrir staðir á Vesturlandi og er Skorradalsvatn þar á meðal. Þegar Skorradalsvatn hefur verið valið birtist línurit yfir vatnshæð. Hægt er að skoða breytingar undanfarinna daga og mánaða.

Heimsóknir á heimasíðu fara vaxandi

Heimsóknum á heimasíðu félags sumarhúsaeigenda í Hvammi fjölgar mjög yfir sumarmánuðina eins og sjá má á línuritinu hér að neðan. Daglegar heimsóknir eru í kringum 65, en sveiflast frá 30 til 100. Heimsóknir í júní og júlí voru um 2000, hvorn mánuð.

Það virðist vera að flestir séu að sækjast eftir veðurfarsupplýsingum, en síða með vefmyndavél og fréttasíðan eru einnig mikið skoðaðar.

Veðurupplýsingar fyrir farsíma

Borist hefur bréf frá sumarhúsaeiganda.


Sæl verið þið

Ég nota vefsíðuna mikið til að gá til veðurs (þó ég búi á Fitjum). Takk fyrir gott framtak. Oft nota ég farsímann til að að skoða veðrið, en það er nokkuð þungt. Er hægt að útbúa sérstaka síðu fyrir farsíma?

Útbúin hefur verið sérstök síða fyrir farsíma. Athugið að síðan glæðir sig ekki sjálfkrafa, það er því rétt að glæða hana á 5 mín fresti ef fylgjast á með breytingum á veðurfari. Vindurinn sem er sýndur er meðaltal síðustu 10 mínútna. Slóðin er eftirfarandi:

www.hvammshlid.is/wl/farsimi.htm

Hér er eingöngu um grunnupplýsingar að ræða, en bæta má fleiri upplýsingum við komi fram óskir um það. Hér að neðan má sjá síðuna eins og hún birtist í iphone farsímanum:Er Skorradalur hlýjasti staður á Íslandi?

Samkvæmt Veðurstofu Íslands var júní óvenjuhlýr um mikinn hluta landsins og hlýjasti júnímánuður frá upphafi mælinga sums staðar vestanlands, m.a. í Stykkishólmi þar sem mælt hefur verið frá 1845 og í Reykjavík þar sem mælt hefur verið frá 1871.

Meðalhiti á Akureyri var 11,2°C og er það 2,1 stigi yfir meðallagi. Þetta er sjöundi hlýjasti júnímánuður á Akureyri, mælingar hófust haustið 1881. Meðalhiti á Höfn í Hornafirði mældist 10,1 stig.

Hæsti meðalhiti á sjálfvirku stöðvunum mældist í Hjarðarlandi í Biskupstungum, 11,7°C, en lægstur á Brúarjökli, 2,9°C.

Í Skorradal á sjálfvirkri veðurstöð mældist meðalhiti 11,7°C sem jafnar hæsta meðalhitastig mælt á öllum stöðvum Veðurstofunnar.

Um þessar mundir eru mjög hlýir dagar og nær hitinn oftast 20°C yfir daginn en getur verið niður í 6°C yfir blánóttina eins og sjá má á meðfylgjandi línuriti.

Mýið bítur

Margir sumarhúsaeigendur hafa haft á orði að mun meira sé af mýi en undanfarin ár. Einnig virðist hafa borið meira á bitum, en áður, en sennilega er það eingöngu vegna þess að meira er af mýinu. Vefstjórinn starfar við húðlækningar í frístundum og hefur hann séð þó nokkur slæm tilvik, bæði úr Skorradalnum og víðar.

Mýflugurnar


En hvað vitum við um mýflugurnar sem eiga það til að bita okkur ? Eftirfarandi upplýsingar eru fengnar af Vísindavefnum (http://visindavefur.hi.is/svar.php?id=365)
Hérlendis eru án efa tvær ættir mýflugna þekktastar, rykmý og bitmý. Bitmý gengur reyndar undir nokkrum nöfnum, til dæmis bitmý, bitvargur og vargur. Til eru fjórar tegundir á Íslandi af bitmýi, en aðeins ein þeirra sýgur blóð úr spendýrum, að meðtöldum mönnum. Mestan hluta lífsferilsins eyðir bitmýið sem lirfa á botni straumvatna. Þar festa lirfurnar sig við undirlagið og fanga og éta það sem rekur ofar úr vatnakerfinu. Því er mergð bitmýs jafnan mest þar sem mest magn lífrænna agna flýtur um, eins og við útfall frjósamra stöðuvatna, til dæmis efst í Elliðaánum eða í Laxá í Suður-Þingeyjarsýslu. Lífsferill bitmýsins getur tekið allt frá nokkrum vikum upp í eitt ár. Fljótlega eftir mökun verpa flugurnar og eru eggin fullþroskuð þegar kvenflugan skríður úr púpunni.

Af hverju bítur mýbitið?
Það eru einungis kvenflugurnar sem bíta og þær gera það eftir að þær hafa verpt í fyrsta skipti. Þá þurfa þær orku til að mynda fleiri egg. Eftir fyrsta varp eru þær um það bil helmingur til 2/3 af upprunalegri þyngd, með grannan búk og geta flogið langar leiðir, oft 10 til 20 km í leit að spendýri til að sjúga blóð. Orku til flugsins fá þær úr blómasykri, en fullorðin karldýr fá alla sína orku úr blómasykri. Til að leita uppi spendýrið laðast þær að koltvísýringi, sem skýrir hví þær sækja til að mynda í andlit manna.

Er einhver viss árstími sem flugan bítur frekar?
Á Íslandi flýgur bitvargurinn á vorin, á Suðurlandi í maí og á Norðurlandi í júníbyrjun. Ef mikið er af lífrænu reki sem lirfurnar geta nýtt sér flýgur önnur kynslóð í júlí til september og hugsanlega eru þrjár kynslóðir í sumum ám á Suðvesturlandi. Bestu skilyrði til þess að bitmýið fljúgi eru hægviðri, hlýindi og mikill raki, til dæmis eftir skúr.

Þegar mikill vindur er eða mjög kallt geta mýflugurnar ekki flogið og halda sig undir gróðri.

Af hverju sleppa sumir algjörlega við bit á meðan aðrir eru illa bitnir?


Flest bendir til þess að ekki sé neinn munur á því hve oft fólk er bitið, heldur hvernig þeir sem bitnir eru svara bitinu. Þeir sem svara bitum heiftarlega hafa myndað eins konar ofnæmi gegn eggjahvítuefnum sem mýið skilur eftir i húðinni. Algengustu einkennin eru rauðar bólur eða hnútar sem eru mjög klæjandi.

Í flestum tilvikum ganga einkenni yfir á 7-10 dögum án meðferðar, en á þeim tíma getur sjúklingnum liðið frekar illa vegna kláða, sérstaklega fyrstu dagana.
Ef viðkomandi einstaklingur er með mjög slæmt ofnæmi geta myndast blöðrur í húðinni, eins og sjá má hér að neðan.

Ef bitin eru mjög mörg og/eða svörunin kröftug geta fylgt almenn einkenni, s.s. slappleiki eða jafnvel hiti. Ofnæmislosti hefur verið lýst, en er mjög sjaldgæft.

Eru einhverjir þætti sem auka líkurnar á biti?


Mýið dregst að mannskepnunni vegna líkamshita, koltvísýrings í útöndunarlofti og svita. Þannig hafa mýflugur minni áhuga á þeim sem svitna ekki, eða svitna lítið. Margir kannast við að mýið dregst að þeim þegar þeir eru á fullu úti í lóð og svitinn bogar af þeim. Einnig er líklegt að bakteríur sem búa á húð okkar geti dregið að sér mýflugur. Áfengisneysla dregur einnig að sér mýflugur og eykur því líkur biti. Það því sennilega ekki góð hugmynd að fá sér einn kaldann og halda síðan niður að vatni á lygnum degi.

Er hægt að koma í veg fyrir mýbit?


Klæðnaður og hanskar eru hjálplegur. Yfir höfuð má setja sérstök net. Einnig eru til sérstök efni sem húða má á sig, eða a svæði þar sem flugurnar eru. Þar er um að ræða tvo aðalflokka, kemísk efni og efni sem eru unnin úr jurtum. Af þeim síðarnefndu eru vörur sem innihalda cítronella, piparminntu, sojabaunaolíu, lavander, tee-tree olíu og eucalyptus.
Kemísku efnin eru fjölmörg, en einna algengast er N,N-diethyl-3-methylbenzamide. Í flestum lyfjabúðum er hægt að fá fjölmörg efni til að draga úr áhuga mýflugnanna. Gallinn við flest þessi efni er að þau eru rokgjörn og þarf að bera eða úða þeim á sig með reglulegu millibili.

Hvað er til ráða ef maður hefur verið bitinn?


Antihistamín er hægt að fá í handkaupum í lyfjabúðum. Þau draga úr kláðanum og bólgusvöruninni. Einnig er hægt að nota krem sem draga úr bólgunni. Þau krem þarf að fá lyfseðil fyrir hjá lækni og dugir ekkert neða sterk krem ef þau eru notuð á annað borð. Í undantekningartilvikum eru notuð sterk bólgueyðandi lyf sem tekin eru inn.

Veðurtölvan fraus

Málum er þannig háttað að gögn frá veðurstöðinnu berast hrá beint út á internetið og má skoða þau á bláu myndinni sem birtist á aðalveðursíðunni. Einnig má skoða þau beint á http://www.weatherlink.com/user/bsig/.

Gögnin eru einnig send á sérstaka veðurtölvu sem safnar þeim saman og býr til söguleg línurit sem eru uppfærð reglulega og send inn á internetið. Veðurtölva þessi er gömul PC tölva með sérstökum hugbúnaði og er hún geymd úti í skúr í sumarbústað vefstjóra.

Umrædda nótt gleymdi vefstjóri að loka hurðinni á skúrnum og þegar hitastigið var komið í -7 gr. þá nóttina, fraus tölvan í orðsins fyllstu merkingu. Allar tilraunir til að endurræsa tölvuna mistókust og hún gaf bara frá sé ámátlegt væl. Eftir að hafa hvílt sig í 2 sólarhringa í hlýjunni fór hún í gang aftur og býr nú til línurit af kappi sem aldrei fyrr.

Vefmyndavélin að komast í endanlegt horf

Uppsetningu á vefmyndavélinni er nú að mestu lokið. Vélin sendi myndir inn á internetið á 10 mín fresti. Nýjustu myndirnar má skoða á veðursíðunni undir "Veðrið með eigin augum".

Einnig eru geymdar 3 myndir á dag í hærri upplausn. Þær myndir má nálgast á veðursíðunni undir liðnum "Veðurmyndir". Þar er hægt að skoða myndir s.l. mánaðr og eldri mánuði. Einnig er hægt að birta mydnirnar sem myndasýningu og líkist það kvikmynd sem sýnd er hratt. Vefmyndavélin skilar einnig myndurm á "Weather underground". Þar er hægt að skoða á dagatali myndir hvers dags á hádegi. Einnig eru hægt að skoða mydnir hvers sólarhrings sem kvikmynd.

Athugið að glæða síðurnar reglulega svo nýjustu upplýsingar birtist (refresh).


Veðurstöðin í uppfærslu

Margar fyrirspurnir hafa borist um veðurstöðina. Sannleikurinn er sá að veðurstöðin hefur evrið tekin niður. Það kemur þó til af góðu því það er verið að uppfæra stöðina, bæta í hana sólarnema og nema fyrir UV-index ásamt vefmyndavél. Uppsetningu er lokið en nokkuð hefur dregist að setja stöðina upp að nýju vegna veðurs. Bráðlega verður því að fylgast með sólarfari, hættu á sólbruna auk þess að beinlínis að skoða vefurfar í vefmyndavélinni.

Heimsóknum á heimasíðuna fjölgar

Það er greinilegt að heimasíðunni hefur verið vel tekið. í Nóvember komu 318 gestir (hver gestur bara talinn einu sinni) í 734 heimsóknir. Þetta verður að teljast mjög gott þar sem seldar lóðir á svæðinu eru í kringum 40. Það er því greinilegat að mun fleiri nota sér síðuna en sumahúsaeigendur á svæðinu. Veðursíðan er mest skoðuð, en þar á eftir kemur fréttasíðan. Línuritið hér að neðan sýnir fjölda síðuflettinga.


Hitinn í Nóvember 2009

Veðrið

Undanfarnar vikur hefur verið einstök blíða ef tekið er tillit til árstíma. Eins og sést hér að neðan hefur bæði verið óvenju hlýtt, þurrt og lyngt. Línuritin tala sínu máli.

Veðurfar í Skorradal

Þvi miður er engin veðurstöð í Skorradal. Næstu veðurstöðvar eru Botnsheiði (500m y.s.) og Hvanneyri (12,3 m y.s.). Yfirleitt rignir mun minna á Hvanneyri (Staðsetning: 64°34', 21°46' (64,567, 21,767) en í Botnsheiðinnni (64°27.177', 21°24.205' (64,453, 21,403). Með því að skoða þessar tvær stöðvar má gera sér nokkra grein fyrir veðurfari í Skorradal. Ef þú vilt skoða veðurfar er tengill á forsíðu sem vísar beint á þessar stöðvar.

Snjóað í fjöll og enn hækkar í vatninu

Þegar vefstjóri vaknaði í mogun hafði snjóað töluvert í fjöll.

Síðastliðna 12 tíma hefur hækkað um 15 sm í vatninu og bryggjan flestir botnflekar í bryggjunni sem við sáum mynd af í gær eru horfnir.

Vefstjóri rakst þó á eitthvað af þeim á göngu sinni í morgun þar sem þeir höfðu borist á land töluvert langt frá byggjunni. Eigandi getur haft samband varðandi staðsetningu.

Þessi vatnsköttur virðist fljótlega vera í hættu. Ef þið þekkið eigandann, endilega látið hann vita.

Vatnsborð Skorradalsvatns hækkar ört

Vatnsborð Skorradalsvatns hækkar ört um þessar mundir. Það er nokkuð klassíkt að í haustrigningum hækkar vatnsborðið ört, oft sumarhúsaeigendum til mikils ama. Margir hafa lent í vandræðum með báta og bryggjur sem stóðu langt upp í fjöru, en allt í einu, viku síðar stendur bryggjan á kafi. Á síðast liðnum þremur vikum hefur vatnsborðið hækkað um rúmlega 50 sm og fjaran styst um marga metra. Þegar þetta er ritað hafði vatnið hækkað um 5 sm á síðsutu 4 klst, enda töluverð rigning og allir lækir fullir.


Línuritið hér að ofan sýnir hve hratt breytingarnar gerast.
Fylgjast má með vatnshæð Skorradalsvatns í rauntíma hér. Athugið að velja þarf "Vesturland" úr valmyndinni sem birtist til vinstri og síðan þarf að smella á "Skorradalsvatn".Myndirnar hér að ofan sýna að stutt er í að illa fari.
© 2009-2015 Félag sumarhúsaeigenda í Hvammi Hafðu samband