Fréttir

Brunalagnir á Hvammssvæðinu í góðu lagi

Brunalagnakerfið hefur verið prófað. Skiptar skoðanir hafa verið á því hvort kerfið sé í lagi. Landeigandi, Skúli Már Sigurðsson, Svanhildur formaður og hennar maður sáu um framkvæmdir.

Kerfið byggir á þremur þurrlögnum sem ná frá fjöru og upp undir Skorradalsveg. Tengibrunnar eru á vatnsbakka. Lagnir eru við sinn hvorn enda svæðisins og ein í miðjunni. Kerfið var lagt af fyrri landeiganda, en aldrei prófað. Fengin var bensíndæla að láni frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Reyndist kerfið í fullkomnu lagi góður kraftur úr brunahönum. Fulltrúi slökkviliðs Borgarbyggðar lýsti yfir mikilli ánægju með kerfið. Það þarf að gæta að opnum brunnum og loka þeim. Vantar þó stúta á því kerfi sem liggur vestast.

Mikilvægt er að dæla sé fyrir hendi á svæðinu, sem sé hægt að nýta við bruna.

Stórlax veiðist í Skorradalsvatni

Stórlaxinn var reyndar ekki lax, heldur urriði, en stór var hann. Sjá myndir hér að meðan.Lesa alla fréttina...

Framtíð Hreppslaugar ógnað vegna fjárhagserfiðleika

Nú er svo komið að framtíð Hreppslaugar er ógnað vegna fjárhagsörðuleika. Við birtum hér bréf frá stjórn ungmennafélagsins Íslendings þar sem leitað er eftir fjárstuðningi frá sumarhúsaeigendum. Hugmynd þeirra er 30 þús. kr stuðningur sem innifelur 30 heimsóknir í Hreppslaug. Vefstjóri telur þetta nokkuð háa upphæð og leggur til að upphæðin verði lækkuð og skiptum fjölgað. Lesa alla fréttina...

Brostist inn í 10 bústaði í Skorradal

Brotist var inn í tíu sumarbústaði í Skorradalnum í liðinni viku. Litlu var stolið en töluverðar skemmdir unnar á gluggum og hurðabúnaði. Ekkert var átt við þá bústaði sem eru innan við símastýrð hlið og myndavélavöktun. Að sögn lögreglunnar gildir sama lögmálið með innbrotin og vatnið að farin er auðveldasta leiðin. Málin eru í rannsókn.

mbl.is og skessuhorn.is sögðu frá

Bréf frá sumarhúseiganda - Kanínur, aðalfundur o.fl.

Vefnum barst í dag þetta ágæta bréf frá sumarhúsaeiganda. Bréfið er brit óbreytt hér að neðan.
Lesa alla fréttina...

Bæta þarf brunavarnir í Skorradal

Skorradalshreppur er hvattur til að vinna markvisst að uppbyggingu vatnslagna til slökkvistarfs í sumarbústaðahverfum og einnig að því að auðvelda aðkomu slökkvibíla að Skorradalsvatni til vatnstöku. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í drögum að viðbragðsáætlun almannavarna vegna gróðurelda í Skorradal.Lesa alla fréttina...

Innbrot í sumarbústaði

Alls var brotist inn í átta orlofshús í Borgarfirði í liðinni viku, tvö í Húsafelli og sex í Skorradalnum. Að sögn lögreglu voru í þessum innbrotum ekki unnar meiri skemmdir en þurfti til að komast inn í bústaðina, en stolið þaðan helstu verðmætum.
Lesa alla fréttina...

Gróðureldar í Skorradal - Skrifborðsæfing

Ríkislögreglustjóri og aðrir viðbragðsaðilar í Borgarfirði héldu umfangsmikla skrifborðsæfingu síðastliðinn miðvikudag. Á æfingunni var líkt eftir miklum gróðureldum í Skorradal.

Lesa alla fréttina...

Kallt í Hvammi

Það kom á óvart hve kallt var í Hvammi mánudagskvöldið 19 nóvember, en þá mældist 10 stiga frost í Hvammi. Lesa alla fréttina...

Snörp hækkun í Skorradalsvatni í kjölfar mikilla rigninga

Óvenju mikið regn fell í Skorradal um helgina. Lesa alla fréttina...

Sameiginleg brenna um verslunarmannahelgi - Uppfært 02.08

Sameiginleg brenna um verslunarmannahelgi.Lesa alla fréttina...

Brennur um verslunarmannahelgi og öryggismyndavélar

Vefstjóri sat fund 8. júlí 2012. Fundurinn var haldinn á Fitjum og voru boðaðir formenn og stjórnarmenn sumarhúsafélagann í Skorradal. Einnig var hreppsnefnd boðuð , landeigendur og slökkviliðstjóri.Lesa alla fréttina...

Góð gæði vatns og vatnsskortur

Fyrir skömmu kom í ljós að verulega var farið að lækka í safngeymum.
Lesa alla fréttina...

Bjargaði þremur þegar bát hvolfdi á Skorradalsvatni

Pétur Óli Pétursson kom þremur mönnum til bjargar eftir að bát þeirra hvolfdi úti á miðju Skorradalsvatni aðfaranótt laugardags. Það var fyrir algjöra tilviljun að hann hafði sett eigin bát niður fyrr um daginn og að hann heyrði þegar slokknaði á mótornum í hinum bátnum úti á vatninu.
Lesa alla fréttina...

Safnadagurinn og Flóamarkaður í fjósinu á Hvanneyri - 8. júlí

Minnt er á Safnadaginn á Hvanneyri á morgun, 8. júlí.Lesa alla fréttina...

Rafmagnið fór af Skorradalnum aðfararnótt 22.06

Rafmagnslaust var norðan Skarðheiðar aðfararnótt föstudagsins 22. júní frá kl. 00:00 til kl. 06:00 vegna vinnu í aðveitustöð við Vatnshamra.Lesa alla fréttina...

Boðkerfi Almannavarna prófað kl 13 16.6 og umfjöllun um hættu á gróðureldum

Um þessar mundir vinnur Almannavarnanefnd Borgarfjarðar og Dala ABD að viðbragðsáætlun vegna gróðurelda í Skorradal. Vel sóttur fundur um þau málefni var haldinn fimmtudaginn 14.06. Vefstjóri sat fundinn, en mun skýra frá honum síðar.Lesa alla fréttina...

Einmunablíða í Skorradal

Hiti dagalega yfir 20 stig s.l. viku.Lesa alla fréttina...

Ofurmáni

Svokallaður ofurmáni var á næturhimninum aðafararnótt 06.05.2012. Ofurmáni (e. supermoon) verður þegar tungl er fullt og það er á sama tíma næst jörðu á sporbaugi sínum. Tunglið er því um 14% stærra á næturhimninum og 30% bjartara en gengur og gerist á fullu tungli þetta árið.Lesa alla fréttina...

Vefmyndavélar uppfærðar

Við höfum lagfært myndavélina sem horfir yfir Skorradalsvatn. Vandmál kom upp í vetur þar sem móða myndaðist í myndavélarhúsinu. Þetta hafði í för með sér að myndirnar voru mjög óskýrar. Nú hefur verið bætt úr þessu auk þess sem mun betri myndir skila sér þegar skuggsýnt er. Lesa alla fréttina...

Skorradalsvatn lagði í vikunni

Gervitunglamyndin hér að neðan birtist á bloggi Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings. Myndin var tekin 9. desember. Á myndinni má sjá að stóru vötnin þrjú eru ekki enn lögð þrátt fyrir frostið. Þetta eru: Þingvallavatn, Þórisvatn og Lagarfljót. Jafnframt má sjá að Skorradalsvatn hefur ekki lagt ennþá.
vedurtungldes11
Þetta má glögglega sjá á myndunum hér að neðan. Fyrri myndin er tekin 9. desember og þá hefur ekki vatnið lagt enn. Myndin er tekin á sama tíma og veðurtunglamyndin. Daginn eftir er að myndast þunn skán á vatninu en 11. desember er vatnið lagt og búið að snjóa á ísinn.
skorradvatn_lagt

Selja bústaði eftir innbrot

Öryggishlið við sumarbústaðalönd vegna tíðra innbrota Innbrot fá á fólk. Vilja auka enn öryggisbúnaðinn og óttast að innbrotum haldi áfram að fjölga.
Lesa alla fréttina...

Innbrot í Vatnsendahlíð

Eigendur tveggja sumarbústaða í Skorradal komu að bústöðum sínum opnum í hádeginu í dag. Brotist hafði verið inn í bústaðina og þaðan stolið flatskjám og áfengi. Lítilsháttar skemmdir voru unnar á bústöðunum. Lesa alla fréttina...

Vatnshæð Skorradalsvatns hækkar ört - uppfært 09.10

Það er rétt að minna á að um þessar mundir hækkar yfirborð Skorradalsvatns ört.Lesa alla fréttina...

Snjóar í SKorradal

Að morgni 04.10.2011 hafði snjóað í Skarðsheiðina, en næsta dag var jörð alhvít.Lesa alla fréttina...

Internetþjónusta eMax liggur niðri - uppfært 03.10.11 - samband komið á

Í óveðrinu s.l. föstudag sló sendir út í mastri eMax í Borgarnesi.Lesa alla fréttina...

Ekkert lát á innbrotum í Skorradal

Það var vægast sagt hörmuleg aðkoma í sumarhúsi Hildar Guðbrandsdóttur og eiginmanns hennar í Skorradal á þriðjudaginn eftir að inn- brotsþjófar gengu berserksgang í sumarhúsinu og ollu stórskemmdum á húsinu með exi.Lesa alla fréttina...

Vargurinn flæðir fram en veiðinni hefur verið hætt

Refur flæðir nú fram um byggðir í Borgarfirði þar sem hann hefur lítt sést áður og er nú jafnvel farinn að sjást í sumarhúsabyggð. Þetta segir Páll Snævar Brynjarsson, sveitarstjóri í Borgarbyggð.Lesa alla fréttina...

Forsetinn vígði Pakkhúsið í Vatnshorni

Herra Ólafur Ragnar Grímsson forseti vígði Pakkhúsið í Vatnshorni í Skorradal um helgina eftir endurgerð þess.
Athöfnin var einn af hápunktum viðburða á Alþjóðlegu ári skóga hér á landi, enda er um að ræða fyrsta húsið sem alviðað er íslensku timbri og var viðburðurinn því sögulegur sem slíkur.
Lesa alla fréttina...

Verslunarmannahelgin 2011 - Myndir

Myndir frá brennunni 30. júlí 2011 eru komnar á netið.Lesa alla fréttina...

Innbrot á Hvammssvæðinu í síðustu viku - Leiðrétt

Föstudaginn 5. ágúst var brotist inn í Lerkihvammi á Hvammssvæðinu. Það er að vísu gata sem ekki er á bakvið nýju hliðin, en hvernig staðið var að innbrotinu vekur upp áhyggjur um öryggi á Hvammssvæðinu.Lesa alla fréttina...

Sjálfboðaliðar í göngustígagerð í Skorradal

Undanfarnar vikur hafa erlendir sjálfboðaliðar unnið hjá Skógrækt ríkisins á Vesturlandi. Sjálfboðaliðarnir koma til landsins á vegum Veraldarvina og langar að kynnast Íslandi með því að vinna úti í verkum sem tengjast umhverfisvernd. Þeir koma frá ýmsum löndum, tveir þeirra sem áttu lengst að komu frá Kína og Kóreu.Lesa alla fréttina...

Vígsla Pakkhússins í Vatnshorni

Þann 13. ágúst verður Pakkhúsið í Vatnshorni vígt eftir endurgerð þess.
Athöfnin er einn af hápunktum viðburða á Alþjóðlegu ári skóga hér á landi, enda er um að ræða fyrsta húsið sem alviðað er íslensku timbri og er viðburðurinn því sögulegur sem slíkur.
Skógrækt ríkisins gefur timbur frá Stálpastöðum í Skorradal til verksins, Stefán Ólafsson á Litlu-Brekku hefur veg og vanda af endursmíðinni og Unnsteinn Elíasson hleðslumeistari frá Ferjubakka sér um vegghleðslu undir húsið.

Lesa alla fréttina...

Snjófyrningar í Skarðsheiðinni

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur bloggar reglulega veður frá ýmsum sjónarhornum og er alltaf bæði fróðlegt og skemmtilegt að fylgjast með því sem Einar skrifar. Tengil á bloggið má finna hér. Nýlega fjallað Einar um snjófyrningar í Skarðsheiðinni og hef ég leyft mér að birta það sem Einar skrifar hér að neðan:Lesa alla fréttina...

Vatnsbólið komið í lag

Viðgerðum á vatnsbóli er lokið fyrir all nokkru. Hinn 6. júlí s.l. tók Heilbrigðiseftirlit Vesturlands þrjú sýni vvatnsbólil fyrir frístundabyggð í landi Hvamms í Skorradal. Niðurstöður bárust í dag. Tekin voru sýni frá aðallögn upp í fjalli, ,,aukalögn“ uppi í fjalli og síðan úr yfirfalli safngeyma ofan við þjóðveg.

Öll sýni sem voru tekin uppfylltu ákvæði neysluvatnsreglugerðar nr. 536/2001, en þar eru viðmiðunarreglur eftirfarandi:

Gerlafjöldi við 22°C í ml < 100
Kólígerlar í 100 ml < 1
E-Kólí í 100 ml < 1

Allur kostnaður við viðgerðir á vatnsveitunni og sýnatöku var greiddur af landeiganda.

Ljósmyndasýning í Gallerí Fjósakletti

Jóhann Páll Valdimarsson, bókaútgefandi og ljósmyndari, opnar ljósmyndasýningu sína, Skorradalur og nágrenni, í Gallerí Fjósakletti að Fitjum í Skorradal í dag kl. 15:00. Sýningin verður opin daglega til 10. september og rennur allur ágóði af sölu myndanna til endurgerðar pakkhússins í Vatnshorni, elsta húsinu í Skorradal.
Á sýningunni verða myndir sem Jóhann Páll tók í Skorradal og næsta nágrenni. Hann segist alltaf hafa haft mikinn ljósmyndaáhuga og eftir að hann eignaðist hús í dalnum hefur hann mikið farið út og myndað umhverfið. „Ég er að breytast í sveitamann og er orðinn hálfgerður Skorrdælingur. Taugar mínar til dalsins eru mjög sterkar og þessi sýning er óður til Skorradals.“Lesa alla fréttina...

Útifjör 2011 í kulda og trekki

Hátíðin útifjör 2011 var með hefðbundnu sniði. Veður setti þó sinn svið á Hátíðina því kallt var og vinar blésu. Þetta hafði áhrif á aðsóknina sem var mun lélegri en í fyrra.
Björgunarsveitirnar sýndi tæki sín og tól. Þyrla landhelgisgæslunnar sýndi björgun úr vatninu, en látum myndirnar tala sínu máli.


Skógarnir okkar - Skorradalur

Hálstak kynnir þjónustu sína

halstak

útifjör 2011

utifjor2011

Bilun hjá eMax

Föstudaginn 27.05 bilaði sendir eMax á Drageyri. Þetta hefur haft í för með sér að ekkert internetsamband er í Skorradalnum þegar þetta er ritað. Unnið hefur verið að viðgerð um helgina. Á meðan internet sambandið liggur niðri berast engar upplýsingar frá veðurstöðinni í Skorradal.

Næturfrost í Skorradal

Eins og sést á línuritinu hér á neðan var næturfrost í Skorradal 21 maí. Hitinn fór ekki nema í -1 gráðu. Fór niður fyrir frostmark kl. 22 kvöldið áður og aftur upp fyrir núllið kl 7 næsta morgun.

hiti210511
Þess ber að geta að samkvæmt stöðlum um hitamælingar er hiti mældur 1,5 m fyrir ofan jörðu og að hitastig við jörðu er lægra, enda fraus í lækjum og hvilftum, þar sem vatn lá.
frost210511

Válynd veður í apríl

Veður hafa verið heldur válynd undanfarnar vikur. Fyrst gekk yfir hve lægðin á fætur annarri með mikilli rigningu og hvassviðri. Í verstu hviðunum 10. apríl mældist vindstyrkurinn 39,3 m/s. Ekki hefur áður mælst svo mikill vindur í Skorradalnum áður. Eins og sést á línuritinu hér fyrir neðan þá mælast hviður á milli 15 og 25 m/s flesta daga s.l. mánuð.

Vindhviður yfir 15 m/s mældust 22 daga 20011, en eingöngu 5 daga 2010. Mesti vindhraði var 39,3 m/s 2011, en 26,4 m/s 2010.
Hvidur_linurit
Línuritið sýnir mesta vindhraða sem mældist á hverjum degi frá 1.4 til 1.5.2011. Y-ásinn sýnir vindhviður í m/s (0-40) og x-ásinn dagsetningar.Eins og fram kemur á línuritinu lygndi skyndilega 30. apríl, en þá fór að snjóa.
Rigningar undanfarinn mánuð og mikillar leysingar hafa haft í för með sér að hækkað hefur mjög í Skorradalsvatni. Árið 2010 var heildarregnmagn í apríl 43 mm en samsvarandi tala fyrir 2011 er 204 mm. Það kemur því engum á óvart að vatnsborð Skorradalsvatns liggi hátt. Vatnsyfirborð Skorradalsvatns er tæplega 70 sm hærra 1. maí 2011 borið samn við 1. maí 2010.

Eins og sjá má á þessari mynd er vatnið “stútfullt” og nánast engin fjara. Það sem einn má sjá á myndinni er að mikil bjartsýnir ríkir meðal íbúa á Hvammssvæðinu því hér er verið að skola af verkfærum eftir að kartöflum hefur verið potað niður í jörðina.

haukur_vindur

Annars hefur verið hálfgert basl á tölvunum sem sjá um að birta okkur veðrið. Það byrjaði með því að forritið sem birtir okkur
veðrið í beinni útsendingu (sjá hér að neðan) veiktist alvarlega en er nú loksins komið á lappirnar. Enn eru þó línurit yfir veðurfar undanfarinna daga ekki rétt, en það lagast eftir því sem frá líður og fyllist á gagnagrunninn.
ibeinni

Í síðustu viku gleymdi forritið sem birtir okkur myndir á fimm mínútna fresti öllum stillingum og er nú unnið að því að setja þær inn aftur. Þess ber að geta að í sumar er áætlað að koma fyrir myndavél sem horfir yfir Skorradalsvatn og birtir myndir í mun hærri upplausn en nú eru birtar.

Þess ber þó a geta að í öllum þessum hremmingum hafa ekki tapast nein veðurgögn, enda er gagnagrunnurinn afritaður daglega.

Veiðimennska í ljósakiptunum í lok nóvember

Þjófar gripnir í Skorradal


Mennirnir höfðu farið inn í fjóra bústaði í Skorradal.

Lögreglumenn úr Borgarnesi handtóku undir morgunn 8.11.10 tvo unga menn, sem höfðu brotist inn í að minnsta kosti fjóra sumarbústaði í Skorradal og stolið talsverðum verðmætum úr þeim.

Þjófavarnakerfi fór í gang í einum bústaðanna og fór lögregla á vettvang. Þjófarnir reyndu þá að stinga af á bíl sínum, en skyndilega numu þeir staðar og tóku til fótanna og reyndu að láta sig hverfa í hópi hrossa.

Þar hljóp lögreglan þá uppi og flutti í fangageymslur. Verið er að kanna hvort þeir hafa fleiri afbrot á samviskunni. Ekki er vitað til þess að brotist hafi verið inn á Hvammssvæðinu. Eigum við ekki bara að segja að öryggishliðin hafi virkað.

visir.is sagði frá

10.11.10 - Uppfært

Tryggvi frá Hálsum tjáði okkur að hann hefði tekið að sér að fylgjast með nokkrum bústöðum og hefði farið á rúntinn eftIr að þetta mál kom upp. Kom þá í ljós að farið hafði verið inn í 2 bústaði til viðbótar sem stóðu galopnir og ískaldir. Alls var því farið inn í 4-5 bústaði á Vatnsendasvæði og álíka á Indriðastöðum. Eins og áður eru þjófarnir að leita að raftækjum, en þar eru flatskjáir vinsælastir. Við hverjum því sumarhúsaeigendir til að huga vel að bústöðum sínum.

Heimsóknir á heimsíðu

Það kemur nokkuð á óvart hve margir heimsækja vefinn okkar. Þannig eru um 2000 heimsóknir á mánuði frá í vor. Á bakvið þær heimsóknir eru um 1000 aðilar (hver bara talinn einu sinni). Fyrstu 8 daga þessa mánaðar eru 1000 heimsóknir af 500 aðilum. Ekki er að marka 7000 heimsóknir í september, en það skýrist af vinsælu Himbrimamyndbandi.

Uppfærsla á veðustöð

Um helgina voru gerðar breytingar á veðurstöðinni. Mælingar voru þvi frekar gloppóttar um helgina, sérstaklega s.l. föstudag. Tilgangurinn var að bæta stöðu nema þannig að mælingar yrðu áreiðanlegri. Eftirfarandi breytingar voru gerðar.

1. Sólar og UV nemar færðir hærra upp þannig að skugga ber aldrei á þá.

Sólarnemar mundaðir

Sólarnemarnir komnir upp

2. Vindmælir kominn í hæstu stöðu, þannig að truflanir frá aðliggjandi þáttum eru minni.

Vindmælirinn kominn hæstu stöðu

3. Raka og hitamælir færðir á betri stað. Móttökuskilyrði bætt.
Yfirlit á staðsetningu má sjá hér

Þegar mælingar síðasta sumar voru gerðar upp kom mjög á óvart að geislar sólarinnar reyndust mun sterkari en áður hefur verið talið að mælst gæti á Íslandi. Meira um það síðar.


Móttökubúnaðurinn


Tryggvi og Kristín frá Hálsum

Um síðustu helgi lenti vefstjóri í vandræðum. Hann læsti sig úti úr veðurtölvunni. Nálgast tölvuna venjulega úr fjarvinnslu, tölvan án lyklaborðs og músar. Eftir að hafa gert ótrúlega snjallar breytingar var hann læstur úti og lykilinn inni. Þá voru góð ráð dýr, en að lokum, eftir að hafa heimsótt marga nágranna sína snemma að morgni, fékk hann góðfúslega lánað lyklaborð hjá Tryggva frá Hálsi. Hafi hann bestu þakkir fyrir. Greiðlega gekk að opna tölvuna. Það sem kom vefstjóra á óvart var hve fagurt útsýnið var frá húsi Tryggva og Kristínar.

útsýnið yfir Skorradalsvatn

Hvanneyri

Skessuhornið

Það var ekki bara útsýnið sem kom vefstjóra á óvart, heldur kom einnig í ljós að unnusta Tryggva er frábær áhugaljósmyndari. Hélt reyndar sýningu á Indriðastöðum í sumar. Undirritaður varð frá að hverfa vegna þess að búið vara ð loka þegar hann loksins mætti. Það var því kærkomið tækifæri að fá að skoða hluta myndanna hjá Tryggva.

Kristín heldur úti vefsíðu á Flickr, en þar er að finna margar fallegar myndir úr Skorradalnum:

http://www.flickr.com/search/show/?q=skorradalur&w=31961250%40N06&ss=2

Kristín er ættuð úr Borgarnesi en býr í Skorradal með unnusta sínum, honum Tryggva Val og tveim sonum 2 og 5 ára. Hún hóf nám í ljósmyndun fyrir nokkru og er í bænum alla virka daga, en kemur heim um helgar. Hefur verið að mynda í svona 4-5 ár. Tekur að sér nánast öll ljósmyndaverkefni stór sem lítil.

Tengill á Flickr síðu Kristínar og tölvupóstur:

http://flickr.com/photos/mercedes517

kristinj@emax.is

Öryggishliðin komin upp

Öryggishliðin voru sett upp í dag. Til þess að opna hliðin þarf að hringja í ákveðin númer. Sérstakt númer er fyrir austurhliðið og annað fyrir vesturhliðið.

Númer sumarhúsaeigenda hafa verið mötuð inn í hliðin. Þannig er ekki nóg að hringja í rétt númer, heldur verður að hringja úr númeri sem hefur verið skráð í gagnagrunn hliðanna. Ekki má vera slökkt á númerabirtingu í símanum sem þú hringir úr.

Eftir að liðið hefur verið opnað líður ein mínúta þangað til hliðið lokar sér aftur. Skynjarar eru í hliðinu, þannig að ef bílinn er kominn inn í hliðið lokar það sér ekki fyrr en bílinn er kominn í gegn. Hliðið lokar sér síðan 2 sekúndum eftir að bílinn er kominn í gegn. Ef þú ert í vandræðum með hliðin skaltu hafa samband við Birgi eða Skúla (símanúmer hér á síðunni undir “Félagið”)

Uppsetningu öryggishliða að ljúka

Reiknað er með að uppsetningu öryggishliða ljúki föstudaginn 5.11.2010. Til að opna hliðið þarf að hringja í ákveðið símanúmer. Eingöngu er hægt að hringja úr númerum sem hafa verið skráð fyrirfram í tölvubúnað hliðsins. Einnig verður hægt að kaupa sérstakar fjarstýringar. Nú er unnið að því að hafa samband við sumarhúsaeigendur og skrá númer þeirra í gagnagrunninn. Nánari upplýsingar veita stjórnarmenn. Myndavélar verða ekki settar upp samhliða, en unnið er að því máli.

Veðrið í beinni

Nú er hægt að fylgjast með veðrinu í rauntíma. Er aðgengilegt frá veðursíðunni undir “veðrið í beinni”. Einnig má nota tengilinn hér að neðan. Hér er hægt að fylgjast með, vind, vindkviðum, hitastigi og fleiri þáttum í beinni útsendingu. Einnig er hægt að bú til eigin línurit og fylgjast með hvernig þau breytast í rauntíma.Veðrið í beinni

Við höfum einnig bætt við spám frá yr.no. Eru aðgengilegar frá veðursíðunni. Þar er hægt að nálgast spár fyrir Skorradalinn og ýmis aðliggjandi svæði. Spár þykja nákvæmari fyrir svæði sem íslenska veðurstofan spáir ekki sérstaklega fyrir, eins og t.d. Skorradalinn. Til gamans má einnig geta þess að veðurstofustjórinn vinnur að gerð sérstaks spálíkans fyrir Skorradalinn. Þar er tekið tillit til sérstakra staðarhátta í dalnum, eins og fjalla, nálægðar við vatnið og hafáttar. Nánar um það seinna.

Unnið að uppsetningu öryggishliða

Uppsetning öryggishliða gengur vel. Sigurður Pétursson verktaki tjáði okkur að undirstöður séu komnar á sinn stað og jarðstrengir hafi verið lagðir. RARIK reiknar með að tengja rafmagn í næstu viku og þá er ekkert til fyrirstöðu að hliðin verði sett upp.

Vatnið komið í lag

Það virðist sem vatnið sé komið í lag. í morgun var farið að hækka í safntönkum. Undir hádegi var tæpt fet í tönkunum. Allir ættu því að hafa nægilegt vatn um helgina. Mikilvægt er þó að allir spari vatnið á næstunni. Fylgst verður með vatni í tönkunum um helgina

Vatnslaust á Hvammssvæðinu

Fimmtudaginn 23.09 kom í ljós að safntankar vatnsveitu voru tómir. Því er ljóst að að vatnsveitan lekur einhver staðar, hvort sem um er að ræða leka í stofnæðum eða á einstökum lóðum eða bústöðum. Vegna þess hve vatnsframleiðsla lindarinnar er lítil hefur gengið illa að einangra hvar lekur. Unnið er að viðgerð og hefur verið farið að flestum bústöðum og svæði þar sem stofnlagnir liggja verið skoðað. Ekkert óeðlilegt hefur komið fram ennþá. Þeir sem hafa grun um eitthvað óeðlilegt eru beðnir að hafa samband við Sigurð Pétursson verktaka í síma 8924670, eða að hafa samband við einhvern í stjórninni.

Það er því líklegt að vatn verði af skornum skammti á næstunni og eru sumarhúsaeigendur beðnir um að spara vatn eins og kostur er.

Nýr endurvarpi fyrir sjónvarp og útvarp

Sumarbústaðaeigendur í Skorradal geta nú orðið náð útsendingum Digital Ísland í Skorradal. Endurvarpssendir er kominn upp sem staðsettur er við stífluhús Andakílsvirkjunar og næst merki hans vel inn dalinn. Mælingar sýna að þegar komið er innst í dalinn þar sem ekki er lengur sjónlína má samt ná merki frá endurvarpssendinum ef notaður er loftnetsmagnari. Stór hluti sumarbústaða í dalnum nær þessu merki þó án magnara. Sendingin er á UHF rás E29. Sjónvarpsdagskrár á þessum sendir eru: RÚV / Stöð 2 / Stöð 2+ / Stöð 2 Bíó / Stöð 2 Extra / SkjárEinn / Stöð 2 Sport / Stöð 2 Sport 2 og hljóðvarpsdagskrár: Bylgjan / X-ið / Létt Bylgjan. Þessar stöðvar eru á stafrænu (digital) formi. Til að ná þessu útsendingum þarf stafrænan móttakara. Mörg nýrri sjónvörp eru með slíkum móttakara. Einnig má nota myndlykil frá Stöð 2 (þeir eru stafrænir). Fyrir þá sem eru eingöngu með hliðrænan (anolog) móttakara má kaupa stafræna móttakara hjá flestum sjónvarpsverslunum sem tengja má síðan við sjónvarpið.

 

Fétt af björgun himbrima vekur athygli

Skessuhorn tók upp frétt okkar af björgun Himbrima. Vísir.is tók síðan upp fréttina og setti hlekk á síðu sumarhúsafélagsins. Um tíma var fréttin mest lesna fréttin á visir.is. Á nokkrum klukkustundum var myndbandið skoðað tæplega 4000 sinnum

Himbrima bjargað

Sumarið 2009 höfðu bræðurnir Haukur og Snorri Haukssynir samning við eiganda Litlu Drageyrar um netalögn. Góðviðrisdag einn, þegar þeir bræður hugðust vitja um netin, kom í ljós að himbrimi sat fastur í netinu. Hugðist himbriminn gæða sér á bleikju og urriða úr netinu, en sat sjálfur fastur. Himbriminn (gavia immer, great northern diver) er sterkur sundfugl, því þó netið lægi nokkuð djúpt tókst honum að halda sér við yfirborðið með sundtökum og vængjaslætti. Það tókst giftursamlega að bjarga fuglinum og má þar þakka útsjónarsemi þeirra bræðra, en hvernig til tókst má sjá á myndbandinu hér að neðan.

Talið er að einungis 300 himbrimapör sé að finna hér á landi og verður að teljast sérstakt gleðiefni að fuglinn slapp ómeiddur.

Varðeldur 2010

Árleg brenna var haldinn laugardaginn 31.07.2010. Fámennt, en góðmennt var á brennunni. Það fór hins vegar vel á með mönnum og mikið spjallað og skrafað auk þess sem kröftugur söngur hljómaði við gítarspil. Margir höfðu á orði að brennan hefði brunnið nokkuð hratt og skýrist það af því að brennan samanstóð að mestu af greinum og trjám sem sumarhúsaeigendur hafa grisjað úr löndum sínum. Æskilegt væri að fá meira af efni sem brennur hægar á næsta ári. Einnig eru allar hugmyndir um framkvæmd brennu á næsta ári vel þegnar, t.d. tímasetning, á að grilla handa börnum (og fullorðnum?), annað. En látum nú myndirnar tala sínu máli.

Það logaði glatt í brennunni

Málin rædd

Glæsilegur sönghópur

Sumir komu (og fóru) sjóleiðina

Húsin í sókninni

Vefstjóri brá sér á listsýningu í vikunni. Það er kannski ekki í frásögur færandi nema vegna þess að þessi sýning er hér í Skorradalnum. Um er að ræða sýninguna „Húsin í sókninni“ í Gallerí Fjósakletti á Fitjum í Skorradal. Þetta er samstarfsverkefni eigenda Fitja og listamannsins Gunnlaugs Stefáns Gíslasonar sem sýnir vatnslitaverk af öllum 20. aldar íbúðarhúsum í Fitjasókn. Jafnframt var opnuð ljósmyndasýning auk sýningar þar sem gestir geta séð hvernig Skemman á Fitjum hefur verið klædd innan með skífum úr ungskógi á Fitjum og greni frá Stálpastöðum.

Hér að ofan sést vatnslitamynd listamannsins af íbúðarhúsinu í Hvammi. Það mun hafa staðið þar sem hús Skógræktarinnar stendur. Í sýningarskrá segir: Húsið var byggt 1925, en er nú fallið. Ágúst Árnason skógarvörður Skógræktar ríkisins og Ólöf Svava Halldórsdóttir höfðu fasta búsetu frá 1959 til 2000, en Hannes Árnason og Halldóra Ólafsdóttir voru síðustu bændurnir í Hvammi, frá 1950 til 1957. Tölusettar eftirprentanir af listaverkunum eru til sölu og kostar hvert eintak einungis 5.000 kr.


Sýningin verður opin til 15. september frá kl. 14:00 til kl. 18:00 alla daga vikunnar nema mánudaga og þriðjudaga. Hvetur vefstjóri sem flesta til að skoða þessa merku sýningu. Bæði listamaðurinn og aðstandendur sýningarinnar eiga heiður skilið fyrir þetta merka framtak.

Afrit af sýningarskrá má nálgast hér.

Brenna laugardaginn 31.7

Eins og kveðið er á í lögum félagsins verður haldin brenna um verlsunarmannahelgina.

Kveikt verður í brennunni kl. 20:30  laugardaginn 31. júlí.
Enn er hægt að koma með efni í brennuna. Sjá staðsetningu þar sem losa má efni á myndinni hér að neðan. Haukur Sveinbjarnarson leikur á harmónikku og Benedikt Birgisson á gítar.

Alvarlegar skemmdir á vatnsveitu

Vegna gerlamengunar sem greindist nýlega í neysluvatni á Hvammssvæðinu var vatnsveitan tekin út af Sigurði Péturssyni verktaka (að beiðni Arion banka) og Bárði Sigurgeirssyni (fulltrúi Félags sumarhúsaeigenda í Hvammi). Skýrsluna má nálgast hér að neðan.


Skýrsla um vatnsbólið.

Fleiri myndir úr ferð Bárðar og Sigurðar.

Glærur Bárðar varðandi vatnsveituna frá aðalfundi 2009.

Lagning göngustíga hafin

Sigurður Pétursson verktaki vinnur um þessar mundir að lagningu göngustíga á Hvammssvæðinu. Nánari upplýsingar um þetta mál og staðsetningu má finna í frétt frá 2009. Þá frétt má finna hér.

Ákveðið að kaupa Öryggishlið

Á félagsfundi sem haldinn var í gær var eftirfarandi tillaga samþykkt með öllum greiddum atkvæðum:


“Félagsfundur í Félagi sumarhúsaeigenda í Hvammi haldinn 23. júní 2010, felur stjórn félagsins að ganga til samninga við söluaðila um kaup á öryggishliðum fyrir Hvammslandið, um er að ræða tvö hlið fyrir svæðið. Samkvæmt fyrirliggjandi tilboðum gæti kostnaður orðið um 2,5-3 milljónir”


Hliðin verða staðsett við sitt hvorn afleggjarann niður í Hvammslandið, rétt við þjóðveginn.

Á fundinum kom einnig fram að vatnsskortur hefur komið upp á hverju sumri. Félagsmenn hvattir til að spara vatn. Stjórnin mun beita sér fyrir að gefa upplýsingar um stöðu vatns í miðlunartönkum á heimasíðu félagsins.

Eins og s.l. sumar verður varðeldur verður haldinn um verslunarmannahelgina. Hægt er að koma efni í brennuna fyrir fyrir neðan Hvammsbýlið á sama stað og brennan var haldin í fyrra.

Vel heppnað útifjör 2010

Björgunarsveitirnar í Borgarfirði stóðu fyrir vel heppnuðum atburði við Skorradalsvatn á Sjómannadaginn. Blíðskaparveður var og mæting góð. Boðið var upp á siglingu um vatnið, ókeypis pylsur og björgunarsveitirnar sýndu tæki sín og tól. Að lokum kom þyrla landhelgisgæslunnar og sýndi björgun úr sjávarháska. Myndirnar tala sínu máli. Gott framtak.

.Útifjör 2010

Enn af innbrotum

Af ruv.is
Síðast uppfært: 01.06.2010 19:41 GMT

Innbrotafaraldur í Skorradal

Innbrotsþjófar hrökkluðust í burtu úr sumarbústað í Skorradal í gær þegar þeir ruddust inn á konu sem sat við prjónaskap. Áður voru þeir búnir að vinna skemmdarverk í fjölda bústaða.
Allir bústaðirnir sem vitað er til að brotist hafi verið inn í voru mannlausir, nema einn, þar var fyrir fullorðin kona sem sat við prjónaskap og að sögn lögreglu varð henni mjög brugðið. Það var innbrotsþjófunum líka því þeir hrökkluðust í burtu en eru hinsvegar enn ófundnir. Í þessari innbrotahrinu var hinsvegar ekki miklu stolið.
Í vetur var brotist inn í fjölda bústaða í Borgarfirði og er það upplýst. Í maí var farið inn í fjölda bústaða í Skorradal og miklum verðmætum stolið. Þar eru ákveðnir aðilar grunaðir en þeir sitja í gæsluvarðhaldi vegna annara brota. Lögreglan telur að innbrot í sumarbústaði færist í aukana.
Lögregla hvetur sumarbústaðaeigendur til að huga vel að öryggismálum og láta vita af grunsamlegum mannaferðum í nágrenni við bústaði.

Ekkert lát á innbrotafaraldri

Brotist inn í sumarbústaði

Skorradalur.
Brotist var inn í sjö sumarbústaði í Skorradal í gær. Að sögn lögreglu í Borgarnesi er talið að sömu aðilar hafi verið að verki í öllum tilfellum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu liggur hinsvegar ekki fyrir hversu miklu var stolið né hverjir áttu hlut að máli. Málið er enn í rannsókn.

frettir@ruv.is

Að sögn bænda í Skorradal þá sást til þjófagengisins í gær. “Þeir fóru hús úr húsi og hreinsuðu út í sendibíl. Kláruðu sjö bústaði á örskammri stundu. Viðkomandi aðili hringdi í lögreglu sem greip í tómt. Ekki er vitað til að reynt hafi verið að loka undankomuleiðum úr dalnum.

Bændur úr Skorradal hafa einnig tjáð vefnum að undanfarið hafi sést hafi til “undanfara sem hafa tekið út bústaði henta vel til ofangreindrar iðju. Þeir aðilar munu tilheyra sama þjófagengi og þekkja bændurnir þá í sjón svo og bíl þeirra.

Vefurinn hvetur sumarbústaðaeigendur til að vera á verði og láta lögreglu vita af öllum grunsamlegum mannaferðum.

Niðurstöður sveitastjórnakostninga í Skorradalshreppi

29. maí 2010

Niðurstöður sveitastjórnakostninga - nánar
Á kjörskrá voru 42 og kusu 22 eða 52,38% niðurstöðu kostninga urðu þessar.
 
Aðalmenn:
Steinunn Fjóla Benediktsdóttir Mófellsstaðakoti   21 atkvæði
Pétur Davíðsson Grund                                    20 atkvæði
Davíð Pétursson Grund                                    19 atkvæði
Guðrún Jóhanna Guðmundsdóttir Efri-Hrepp      18 aktvæðii
Karólína Hulda Guðmundsdóttir Fitjum              15 atkvæði
 
Varamenn í þessari röð:
Jón Eiríkur Einarsson Mófellsstaðakoti
Jóhannes Guðjónsson Efri-Hrepp
Jón Friðrik Snorrason Indriðastöðum
Ágúst Árnason Felli
Finnbogi Gunnlaugsson Birkimóa 3
Þórhildur Ýr Jóhannesdóttir  Grund
 
www.skorradalur.is

Þjófagenginu sleppt eftir yfirheyrslur


Mönnunum þremur, sem lögreglan í Borgarnesi handtók í Reykjavík um miðnætti í fyrrakvöld, var sleppt í gærkvöldi eftir að teknar voru af þeim skýrslur. Málið er enn í rannsókn.

Mennirnir eru grunaðir um að hafa stolið þremur fjórhjólum á bæ í Lundareykjadal (hér er farið rangt með, bærinn er í Andakíl) og um innbrot í 15-20 sumarbústaði í Borgarfirði að undanförnu þar sem talsverðu af munum var stolið. Eitt fjórhjólanna var í fórum mannanna.


frétt af mbl.is 16.05.2010

Þjófagengi grunað um innbrot í Skorradal handtekið

Fréttavefur Mbl.is greinir frá því í dag að þrír menn hafi verið handteknir grunaðir um innbrot og þjófnaði í Skorradal og nærsveitum að undanförnu. Mennirnir voru handteknir í Reykjavík í gærkvöldi og verða þeir yfirheyrðir í dag. Er um að ræða tvo útlendinga og einn Íslending. Mennirnir eru m.a. grunaðir um að hafa stolið þremur fjórhjólum í Skorradal í fyrrinótt, en að sögn lögreglu er eitt þeirra komið í leitirnar,” segir í frétt mbl.is. Tíðir þjófnaðir hafa verið í Skorradal að undanförnu og hafa alls 15 tilkynningar borist lögreglu frá 25. apríl síðastliðnum. Stolið hefur verið sjónvarpstækjum, fjórhjólum og öðrum tækjum að verðmæti á aðra milljón króna. Félag eigenda sumarhúsa í Hvammslandi hefur hvatt eigendur húsa þar til að koma sér upp eftirlits- og þjófavarnarkerfi og hvetur auk þess fólk til að stunda nágrannavörslu; láta vita um allar grunsamlegar mannaferðir.

Frétt af www.skessuhorn.is

Þarftu að láta laga lóðina eða leggja veg?

Við heimsóttum Sigurð Pétursson jarðvinnuverktaka í vikunni. Sigurður hefur unnið í Skorradalnum í mörg ár og grafið ófáa grunna, lagt fjölda vega og unnið lóðir. Sigurður hefur yfir að ráða góðum vélakosti sem hentar bæði fyrir stór og smá verk. Sigurður sagðist enn geta bætt við sig verkum. Það má ná í Sigurð í síma 8924670

Innbrot á Hvammssvæðinu

Einhvern tíma eftir kl 13 fimmtudaginn 6.5 og 19 föstudaginn 7.5 var brotist inn í sumarbústað á Hvammssvæðinu. Þjófarnir fóru inn í bústaðinn með því að spenna upp hurð. Þeir virtust vera að leita að raftækjum því ekkert var tekið nema sjónvarp sem var vandlega boltað við vegg. Þeir fjarlægðu sjónvarpið með því að spenna það frá vegnum með kúbeini. Greinilegt er að sjónvarpið skemmdist við þetta þannig að þegar þjófarnir áttuðu sig á því þá köstuðu þeir sjónvarpinu frá sér.
Að auki fjarlægðu þeir hljómflutningstæki sem einnig voru boltuð við vegginn

Lögreglan kom fljótt á staðinn. Að sögn þeirra geisar nú innbrotafaraldur í Skorradal og var brotist inn í nokkra bústaði í vikunni. Það er því full ástæða til þess að sumarbúsatðaeigendur fylgist vel með mannaferðum og hiki ekki við að tikynna grunsamlegar mannaferðir. Hafi einhver orðið var við grunsamlegar mannaferðir í vikunni má tilkynna það til Borgarnesslögreglunnar eða til vefstjóra. Lögreglan ráðleggur að menn hugi vel að bústöðum sínum, loki heimreiðum, setji upp þjófavarnarkerfi og helst sjálfvirkar myndavélar.

Hvammur til sölu

Eftirfarandi auglýsing hefur evrið birt á vef mbl.is:

Fasteignamiðstöðin Hlíðasmára 17 Kópavogi sími 550-3000 er með til sölu jörðina Hvamm landnúmer 134054 Skorradalshreppi. Jörðin Hvammur í Skorradal, er á einu vinsælasta sumarhúsasvæði á Íslandi. Jörðin er í dag talin vera um 320 ha en úr henni hefur verið selt land. Jörðin er um margt einstök þar sem á henni er ein elsta skógrækt að Íslandi og var hún byggð upp að hluta til af íslenska ríkinu. Jörðin er staðsett nálægt miðjum dalnum, sem er mjög gróinn á íslenskan mælikvarða og skartar einu lengsta stöðuvatni á íslandi u.þ.b. 17 km. langt. Jörðin liggur að norðurhlið vatnsins og hallar allri til suðurs niður að vatninu og er þakin háum og þéttum grenitrjám. Einstök veðursæld er á svæðinu. Stutt er í alla þjónustu og er jörðin í hæfilegri fjarlægð frá höfuðborginni. Þetta allt hefði gert sumarhúsabyggðina á jörðinni eftirsóknarverða ef skipulagsmál eins og landeigandi ætlaði að ná framm og markaðsaðstæður væru betri. Aðeins hluti af því skipulagi sem fyrirhugað var hefur náð fram að ganga. Nánari upplýsingar á skrifstofu FM. Fasteignamidstodin.is / Fasteignir.is
Tilv.nr. 10-1671

http://www.mbl.is/mm/fasteignir/fasteign/index.html?eign=376421

Björgunarsveitir æfa björgun á Skorradalsvatni

S.l. helgi æfðu björgunarsveitir björgun á Skorradalsvatni. Um var að ræða sveitir frá Borgarnesi og nágrenni. Að sögn björgunarsveitamanna hafa þeir fest kaup á vatnsketti sem er staðsettur við Skorradalsvatn. Telja þeir að það stytti mjög viðbragðstíma björgunarsveitanna ef slys verða á vatninu.Vélagnýr í stað sveitakyrrðar

Sumarhúsaeigandi sem óskar ekki eftir að láta nafn síns getið sendi vefnum þessa frétt. Hún birtist í Morgunblaðinu sumarið 2008. Nú styttist í sumarið og fréttin á jafn vel við nú eins og þá.

Er vorið komið?

Vefstjóri rakst á þessi tré sem eru farin að springa út, en það hlýtur að teljast óvenju snemmt.

Vefmyndavél

Vefmyndavél hefur verið komið fyrir í skorradalnum. Vélin horfir yfir SKorradalsvatn. Það er því upplagt að kíkja á skýjafar áður en haldið er af stað í Skorradalinn. Einnig getur komið sér vel að kíkja á lifandi mynd af dalnum ef þú kemst ekki í dalinn, en ert komin(n) með fráhvarfseinkenni. Myndin er samsett í panorama úr tveimur myndum og er því svolítið' bjöguð. Ef rýnt er í myndina hér að neðan má sjá vefstjóra að bjátsra við veðustöðina.

Ekki hefur verið gangið að fullu frá tengingu vefmyndavélarinnar við síðuna, en á meðan má skoða vefmyndina með því að smella á hlekkinn hér að neðan.

Vefmyndavél

Veðurstöðin komin á sinn stað


Veðurstöðin er nú loksins komin á sinn stað og er nú rétt staðsett skv öllum stöðlum um veðurmælingar. Sjá mynd hér að neðan. Einnig hefur verið bætt í stöðina sólarnemum sem mæla sólargeislun og s.k. UV index. Meira um það seinna. Þá hefur vindmæli verið komið fyrir fyrir ofan efstu brún þaksins og ætti hann að sýna nokkuð vel hvernig vindar blása í Skorradalnum.

Veðurstöðin komin á endanlegan stað

Veðurstöðin er nú komin á endanlegan stað og er uppsett samkvæmt alþjóðlegum stöðlum um staðsetningu veðurmælingatækja. Allar mælingar eru nú sambærilegar við mælingar frá veðurstofu og vegagerð. Unanteking eru vindmælingar, en vindmælirinn er í of miklu skjóli og vanmetur því vindhraða. Úr því verður þó bætt fljótlega.

© 2009-2015 Félag sumarhúsaeigenda í Hvammi Hafðu samband