Ekkert lát á innbrotafaraldri

Brotist inn í sumarbústaði

Skorradalur.
Brotist var inn í sjö sumarbústaði í Skorradal í gær. Að sögn lögreglu í Borgarnesi er talið að sömu aðilar hafi verið að verki í öllum tilfellum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu liggur hinsvegar ekki fyrir hversu miklu var stolið né hverjir áttu hlut að máli. Málið er enn í rannsókn.

frettir@ruv.is

Að sögn bænda í Skorradal þá sást til þjófagengisins í gær. “Þeir fóru hús úr húsi og hreinsuðu út í sendibíl. Kláruðu sjö bústaði á örskammri stundu. Viðkomandi aðili hringdi í lögreglu sem greip í tómt. Ekki er vitað til að reynt hafi verið að loka undankomuleiðum úr dalnum.

Bændur úr Skorradal hafa einnig tjáð vefnum að undanfarið hafi sést hafi til “undanfara sem hafa tekið út bústaði henta vel til ofangreindrar iðju. Þeir aðilar munu tilheyra sama þjófagengi og þekkja bændurnir þá í sjón svo og bíl þeirra.

Vefurinn hvetur sumarbústaðaeigendur til að vera á verði og láta lögreglu vita af öllum grunsamlegum mannaferðum.
© 2009-2015 Félag sumarhúsaeigenda í Hvammi Hafðu samband