VARÚÐ - Neysluvatnið á Hvammssvæðinu er ófullnægjandi

Nýlega voru tekin vatnssýni á vegum félagsins. Niðurstöður bárust í dag og komu í ljós 2 kólígerlar í 100 ml. Þetta er merki um ófullnægjandi vatn. Ekki er leitað að örðum gerlum, en niðurstöður sem þessar geta bent til að aðrar örverur geti verið í vatninu. Ekki er líklegt að kólígerlar í því magni sem nefnt er hér að ofan séu í sjálfu sér hættulegir en rétt er að fara öllu með gát. Ekki hafa borist neinar fréttir um veikindi.

Þar sem vatnsbólið byggir á yfirborðsvatni er líklegast að hér sé um að ræða mengun frá dýrum, t.d. eftir fugladrit. Slíkt þarf þó að rannsaka og mun verða haft samband við heilbrigðiseftirlit í næstu viku, sem mun skoða vatnsbólið og koma með tillögur til úrbóta. Á meðan ráðleggjum við eftirfarandi:


1. Sjóðið allt vatn sem ætlað er til drykkjar eða neyslu
2. Fullkomlega öruggt er að nota vatn til matargerðar ef réttirnir eru soðnir, t.d. í súpur eða sósur
3. Ekki þarf að hafa neinar áhyggjur af því að baða sig eða þvo sér úr vatninu
© 2009-2015 Félag sumarhúsaeigenda í Hvammi Hafðu samband