Uppsetningu öryggishliða að ljúka

Reiknað er með að uppsetningu öryggishliða ljúki föstudaginn 5.11.2010. Til að opna hliðið þarf að hringja í ákveðið símanúmer. Eingöngu er hægt að hringja úr númerum sem hafa verið skráð fyrirfram í tölvubúnað hliðsins. Einnig verður hægt að kaupa sérstakar fjarstýringar. Nú er unnið að því að hafa samband við sumarhúsaeigendur og skrá númer þeirra í gagnagrunninn. Nánari upplýsingar veita stjórnarmenn. Myndavélar verða ekki settar upp samhliða, en unnið er að því máli.
© 2009-2015 Félag sumarhúsaeigenda í Hvammi Hafðu samband