Ákveðið að kaupa Öryggishlið

Á félagsfundi sem haldinn var í gær var eftirfarandi tillaga samþykkt með öllum greiddum atkvæðum:


“Félagsfundur í Félagi sumarhúsaeigenda í Hvammi haldinn 23. júní 2010, felur stjórn félagsins að ganga til samninga við söluaðila um kaup á öryggishliðum fyrir Hvammslandið, um er að ræða tvö hlið fyrir svæðið. Samkvæmt fyrirliggjandi tilboðum gæti kostnaður orðið um 2,5-3 milljónir”


Hliðin verða staðsett við sitt hvorn afleggjarann niður í Hvammslandið, rétt við þjóðveginn.

Á fundinum kom einnig fram að vatnsskortur hefur komið upp á hverju sumri. Félagsmenn hvattir til að spara vatn. Stjórnin mun beita sér fyrir að gefa upplýsingar um stöðu vatns í miðlunartönkum á heimasíðu félagsins.

Eins og s.l. sumar verður varðeldur verður haldinn um verslunarmannahelgina. Hægt er að koma efni í brennuna fyrir fyrir neðan Hvammsbýlið á sama stað og brennan var haldin í fyrra.
© 2009-2015 Félag sumarhúsaeigenda í Hvammi Hafðu samband