Innbrot á Hvammssvæðinu

Einhvern tíma eftir kl 13 fimmtudaginn 6.5 og 19 föstudaginn 7.5 var brotist inn í sumarbústað á Hvammssvæðinu. Þjófarnir fóru inn í bústaðinn með því að spenna upp hurð. Þeir virtust vera að leita að raftækjum því ekkert var tekið nema sjónvarp sem var vandlega boltað við vegg. Þeir fjarlægðu sjónvarpið með því að spenna það frá vegnum með kúbeini. Greinilegt er að sjónvarpið skemmdist við þetta þannig að þegar þjófarnir áttuðu sig á því þá köstuðu þeir sjónvarpinu frá sér.
Að auki fjarlægðu þeir hljómflutningstæki sem einnig voru boltuð við vegginn

Lögreglan kom fljótt á staðinn. Að sögn þeirra geisar nú innbrotafaraldur í Skorradal og var brotist inn í nokkra bústaði í vikunni. Það er því full ástæða til þess að sumarbúsatðaeigendur fylgist vel með mannaferðum og hiki ekki við að tikynna grunsamlegar mannaferðir. Hafi einhver orðið var við grunsamlegar mannaferðir í vikunni má tilkynna það til Borgarnesslögreglunnar eða til vefstjóra. Lögreglan ráðleggur að menn hugi vel að bústöðum sínum, loki heimreiðum, setji upp þjófavarnarkerfi og helst sjálfvirkar myndavélar.

© 2009-2015 Félag sumarhúsaeigenda í Hvammi Hafðu samband