Ekkert lát á innbrotum í Skorradal

Það var vægast sagt hörmuleg aðkoma í sumarhúsi Hildar Guðbrandsdóttur og eiginmanns hennar í Skorradal á þriðjudaginn eftir að inn- brotsþjófar gengu berserksgang í sumarhúsinu og ollu stórskemmdum á húsinu með exi.
„Það voru höggvin göt á veggi og innréttingar með exi. Það eru göt á veggjum, innrétting- unni og borðplötunni. Hugsaðu þér, hvert er þetta samfélag að fara?“ segir Hildur í samtali við DV. Hún segir það vera fjölskyldunni þungbært að koma að griðastað sínum í rúst eftir inn- brotsþjófa. Hún hætti nýlega að vinna enda að verða sjötug í haust og eignmaður hennar orðinn 75 ára. „Þetta er ekki alveg það sem gamalmennin og þeir sem eru búnir að sinna skyldu sinni og hafa alltaf verið heiðarlegir, eiga skilið. Við eigum þetta bara ekki skilið. En þeir eru ekki að velta því fyrir sér, þessir pörupiltar eru bara sturlaðir af dópi.“
sd_innbrot2

í Hvalfirði og síðan fóru þeir inn í Skorradalinn og voru að þvælast þar í tvo tíma.


Ég er með tímasetningu á þjófavarnarmyndavél og þeir fóru inn 1 mínútu í 10 um kvöldið. Þeir voru örugglega að leita að víni eða pillum en það var ekki neitt svoleiðis í mínu húsi. Þeir hafa þá orðið svo reiðir að þeir möskuðu sjónvarpið, veggina og húsgögnin með exinni. Þetta er fleiri hundruð þúsund króna tjón. Svona lýð þarf maður að ala fyrir skattpeningana sína því þetta nennir ekki að vinna.“
Myndavélin sem Hildur vísar til er öryggismyndavél með símakorti frá Símanum. Hún á að senda boð ef hreyfing er í húsinu, ef hitastig lækkar og ef vatn byrjar að flæða. Þau fengu hins vegar engin boð fyrr en um 15 klukkustundum síðar eða um hádegisbil á þriðjudag þegar húsið hafði staðið opið yfir heila nótt.
Hildur segir að aðkoman hafi hreinlega verið skelfileg og hún hafi verið í fimm klukkutíma að taka til.
sd_innbrot1

Hundruð þúsund króna tjón. Svona lýð þarf að senda beint í afplánun


Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Borgarnesi brutust þrjótarnir inn í nokkur sumarhús og ollu skemmdum og höfðu á brott með sér ýmsa hluti. Þeir voru báðir undir áhrifum lyfja og voru með exi í farteskinu þegar lögreglan náði að handsama þá uppi á Draghálsi sem liggur á milli Svínadals og Skorradals. Þeir eru báðir liðlega tvítugir og voru á skilorði. Lögreglan segir að annar mannanna hafi verið samvinnufús þegar þeir voru handteknir en „hinn var ekki sáttur“, eins og lögreglumaður orðaði það. Mennirnir höfðu brotist inn í að minnsta kosti þrjá bústaði og eftir að þeir voru handteknir voru þeir færðir beint í afplánun enda báðir á skilorði. Mennirnir munu vera svokallaðir góðkunningjar lögreglunnar – síbrotamenn.
Hildur segist vera virkilega ánægð með störf lögreglunnar í Borgarnesi sem hún segir eiga hrós skilið.

Fimm klukkutíma að taka til


Hildi er illilega brugðið að svona skuli geta gerst í sumarhúsinu hennar. „Þeir voru búnir að brjótast inn
Hildur Guðbrandsdóttir Hörmuleg aðkoma blasti við Hildi þegar hún kom að sumarhúsi sínu í Skorradal.
ruslið og skemmdirnar. Þau hjónin eru ekki með flatskjá heldur aðeins með gamalt lampasjónvarp og telur Hildur að þjófunum hafi fundist það svo ómerkilegt að þeir ákváðu að mölva það. „Þeir létu hins vegar önnur verðmæti vera, eins og græjur og stóran stjörnukíki. Þeir snertu það ekki en létu húsið sjálft ekki í friði.“

Ótryggð


Það er grátlegt að hjónin voru ótryggð fyrir þessum skemmdarverkum. „Ég var búin að tala við tryggingasölumann fjórum dögum áður en ég var ekki búin að ganga frá því. Ég var bara með brunatryggingu og átti eftir að kaupa innbús- og vatnstryggingu. Ég er hins vegar búin að ganga frá því núna.“
Þau sitja því uppi með tjón sem Hildur telur að nemi um hálfri milljón króna. Sumarhúsið er mjög vandað heilsárshús á steyptum grunni og er griðastaður fjölskyldunnar. „Þetta er tilfinningalegt. Maður er ekki vel í stakk búinn fyrir svona lagað. Dauða hluti er hægt að bæta og allt það en þetta hefur áhrif á mann andlega og maður er ekkert unglamb lengur. Þetta er bara svo ógeðslegt að koma að þessu. Það voru milljón glerbrot og þeir höfðu höggvið með exinni í gegnum mynd sem hékk uppi á veggnum. Exin fór í gegnum vegg- inn og inn í rafmagnsrör. Ofbeldið og reiðin eru svo mikil.“ Henni er mikið niðri fyrir þegar hún lýsir aðkomunni. „Þvílíkir aumingjar sem maður er að ala sér við brjóst hérna. Svo eiga þessir vesalingar mæður, hugsaðu þér!“


dv.is 01.10.2011

© 2009-2015 Félag sumarhúsaeigenda í Hvammi Hafðu samband