Bilun í internetsambandi

Vefstjóri hefur fengið töluvert af ábendingum undanfarnar vikur um að veðurfarsgögn birtist ekki og að myndir úr vefmyndavélum séu hálfar eða úreltar. Sannleikurinn er sá að það bilaði hjá mér móttakari í byrjun september. 365 miðlar sem reka internetkerfið hafa skipt um móttakara, en illa hefur gengið að fá sambandið stöðugt. Á þessu mun verða unnin bót á næstu dögum. Eitthvað af myndum hafa þó komist í gegn og leyfi ég mér að birta þessa fallegu mynd frá 03.10. s.l.

11260670_10204136059916164_1374760945829596674_o
© 2009-2015 Félag sumarhúsaeigenda í Hvammi Hafðu samband