Verslunarmannahelgin 2012

Í ár var fyrirkomulag brennu um verslunarmannahelgi með nokkuð öðru sniði en áður. Áður hélt hvert svæðafélag sína brennu og samkomu á sínu svæði.
Það kom fram töluverð gagnrýni á eldra fyrirkomulag frá yfirvöldum á svæðinu. Varðandi þessa þætti vísa ég í það sem áður hefur komið fram á fund um gróðurelda í Skorradal sem haldinn var í vor. Skýrslu frá þeim fundi má lesa hér.

Yfirvöld
funduðu síðar í sumar með fulltrúum sumarhúsafélaganna og í framhaldi af þeim fundi var ákveðið að sameiginleg brenna yrði fyrir alla við enda vatnsins. Dagverðarnes treysti sér ekki til að taka þátt í þessu vegna þess hve langt á veg undirbúningur að brennu var kominn.
vhelgi2012
Það var svolítið mismunandi hvernig félögin leystu flutning á fólki. Á svæði Vatnsenda var boðið upp á rútuferðir á 10 mín. Fresti. Þrátt fyrir það var alltaf töluvert af fólki sem beið á þjóðvegi 28. Mér er ekki kunnugt um að önnur félög hafi boðið upp á fólksflutninga. Brennan var stór og lifandi tónlist var á staðnum. Ef bera á þetta fyrirkomulag samna við fyrri verslunarmannahelgar þá verður að segja að þetta nýja fyrirkomulag er ekki eins persónulegt og það sem áður var. Maður hitti ekki eins marga sem maður þekkti og áður. Kosturinn er hins vegar að þetta fyrirkomulag styrkir tengsl á milli svæða. Maður getur þó ímyndað sér að aðsókn sé minnst hjá þeim sem hafa langt að fara eins og t.d. þeir sem búa í Fitjalandi.

Ég hef heyrt í nokkrum varðandi þetta nýja fyrirkomulag og fannst mér að flestir væru jákvæðir, þó margir hafi bent á að fólk “týndist” frekar þegar svona margir koma saman.

Í stuttu máli verður að segja að hið nýja fyrirkomulag að hafa bara eina brennu býður upp á mun meira öryggi heldur en að hafa margar brennur dreifðar í kringum vatnið. Einhverjir ókostir eru, s.s. lengra að fara fyrir flesta, hætta á að fólk “týnist” í fólksmergðinni. Þetta fyrirkomulag er nýtt og þá má búast við einhverjum barnasjúkdómum í upphafi. Sjálfsagt er að gefa þessu nýja fyrirkomulagi möguleika í 2-3 ár til viðbótar áður en endanleg ákvörðun er tekin um framhaldið.
© 2009-2015 Félag sumarhúsaeigenda í Hvammi Hafðu samband