Vatnshæð Skorradalsvatns

Tengill á forsíðu þar sem vísað var í vöktunarkerfi Veðurstofu Íslands varðandi flóðahættu hefur nú verið lagfærður. Þar má fylgjast með vatnshæð Skorradalsvatns. Hér að neðan má sjá línurit sem sýnir vatnshæðina. Eins og sjá má á myndinni hér að neðan þá hefur lækkað í Skorradalsvatni um 80 sm frá miðjum mars. Má nú búast við að fljótlega verði farið að safna í vatnið og þegar bætast við haustrigningar getur hækkað hratt í vatninu.til að nálgast vöktunarkerfið má nota tengilinn hér að neðan:

VÖKTUNARKERFI VEÐURSTOFUNNAR

Fyrst er komið á síðu sem þarf að slá inn notandanafn (vatnshaed) og lykilorð (rennsli). Þá má velja landshluta (Sites), neðst til vinstri á myndinni. Þá koma þar fyrir ofan upp nokkrir staðir á Vesturlandi og er Skorradalsvatn þar á meðal. Þegar Skorradalsvatn hefur verið valið birtist línurit yfir vatnshæð. Hægt er að skoða breytingar undanfarinna daga og mánaða.
© 2009-2015 Félag sumarhúsaeigenda í Hvammi Hafðu samband