Tryggvi og Kristín frá Hálsum

Um síðustu helgi lenti vefstjóri í vandræðum. Hann læsti sig úti úr veðurtölvunni. Nálgast tölvuna venjulega úr fjarvinnslu, tölvan án lyklaborðs og músar. Eftir að hafa gert ótrúlega snjallar breytingar var hann læstur úti og lykilinn inni. Þá voru góð ráð dýr, en að lokum, eftir að hafa heimsótt marga nágranna sína snemma að morgni, fékk hann góðfúslega lánað lyklaborð hjá Tryggva frá Hálsi. Hafi hann bestu þakkir fyrir. Greiðlega gekk að opna tölvuna. Það sem kom vefstjóra á óvart var hve fagurt útsýnið var frá húsi Tryggva og Kristínar.

útsýnið yfir Skorradalsvatn

Hvanneyri

Skessuhornið

Það var ekki bara útsýnið sem kom vefstjóra á óvart, heldur kom einnig í ljós að unnusta Tryggva er frábær áhugaljósmyndari. Hélt reyndar sýningu á Indriðastöðum í sumar. Undirritaður varð frá að hverfa vegna þess að búið vara ð loka þegar hann loksins mætti. Það var því kærkomið tækifæri að fá að skoða hluta myndanna hjá Tryggva.

Kristín heldur úti vefsíðu á Flickr, en þar er að finna margar fallegar myndir úr Skorradalnum:

http://www.flickr.com/search/show/?q=skorradalur&w=31961250%40N06&ss=2

Kristín er ættuð úr Borgarnesi en býr í Skorradal með unnusta sínum, honum Tryggva Val og tveim sonum 2 og 5 ára. Hún hóf nám í ljósmyndun fyrir nokkru og er í bænum alla virka daga, en kemur heim um helgar. Hefur verið að mynda í svona 4-5 ár. Tekur að sér nánast öll ljósmyndaverkefni stór sem lítil.

Tengill á Flickr síðu Kristínar og tölvupóstur:

http://flickr.com/photos/mercedes517

kristinj@emax.is
© 2009-2015 Félag sumarhúsaeigenda í Hvammi Hafðu samband