Brostist inn í 10 bústaði í Skorradal

Brotist var inn í tíu sumarbústaði í Skorradalnum í liðinni viku. Litlu var stolið en töluverðar skemmdir unnar á gluggum og hurðabúnaði. Ekkert var átt við þá bústaði sem eru innan við símastýrð hlið og myndavélavöktun. Að sögn lögreglunnar gildir sama lögmálið með innbrotin og vatnið að farin er auðveldasta leiðin. Málin eru í rannsókn.

mbl.is og skessuhorn.is sögðu frá
© 2009-2015 Félag sumarhúsaeigenda í Hvammi Hafðu samband