Snjófyrningar í Skarðsheiðinni

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur bloggar reglulega veður frá ýmsum sjónarhornum og er alltaf bæði fróðlegt og skemmtilegt að fylgjast með því sem Einar skrifar. Tengil á bloggið má finna hér. Nýlega fjallað Einar um snjófyrningar í Skarðsheiðinni og hef ég leyft mér að birta það sem Einar skrifar hér að neðan:


Pétur Davíðsson á Grund í Skorradal sendi mér þessar tvær myndir sem báðar eru teknar af hlaðinu á Grund í átt að Skarðsheiðinni. Það skemmtilega við þær að báðar eru tekna 14. júlí, sú efri í ár, en neðri í fyrra, 2010.

Þessi samanburður er dæmigerður fyrir snjófyrningar í fjöllum um land allt. Í fyrra þóttu þær framan af sumri vera með allra minnsta móti, en nú eru þær hins vegar meiri en verið hafa um allangt skeið. Þeir feðgar Pétur og Davíð hafa verið iðnir um langt skeið að mynda skaflanna í norðanverðri Skarðsheiðinni og eiga þeir orðið dágótt safn. Sólin nær að takmörkuðu leyti til norðurhlíða fjallsins og því helst snjórinn langt fram eftir sumrinu. Það má því segja að skaflarnir séu öðru fremur mælikvarði á fannfergi vetrarins til fjalla.

1098493 Skarðsheiðin 14. júlí 2011

1098494Skarðsheiðin 14. júlí 2010
Ljósmyndir: Pétur Davíðsson, Grund Skorradal

Einar Sveinbjörnsson veðufræðingur 16.07.2011
© 2009-2015 Félag sumarhúsaeigenda í Hvammi Hafðu samband