Vatnslaust á Hvammssvæðinu

Fimmtudaginn 23.09 kom í ljós að safntankar vatnsveitu voru tómir. Því er ljóst að að vatnsveitan lekur einhver staðar, hvort sem um er að ræða leka í stofnæðum eða á einstökum lóðum eða bústöðum. Vegna þess hve vatnsframleiðsla lindarinnar er lítil hefur gengið illa að einangra hvar lekur. Unnið er að viðgerð og hefur verið farið að flestum bústöðum og svæði þar sem stofnlagnir liggja verið skoðað. Ekkert óeðlilegt hefur komið fram ennþá. Þeir sem hafa grun um eitthvað óeðlilegt eru beðnir að hafa samband við Sigurð Pétursson verktaka í síma 8924670, eða að hafa samband við einhvern í stjórninni.

Það er því líklegt að vatn verði af skornum skammti á næstunni og eru sumarhúsaeigendur beðnir um að spara vatn eins og kostur er.
© 2009-2015 Félag sumarhúsaeigenda í Hvammi Hafðu samband