Varðeldur 2010

Árleg brenna var haldinn laugardaginn 31.07.2010. Fámennt, en góðmennt var á brennunni. Það fór hins vegar vel á með mönnum og mikið spjallað og skrafað auk þess sem kröftugur söngur hljómaði við gítarspil. Margir höfðu á orði að brennan hefði brunnið nokkuð hratt og skýrist það af því að brennan samanstóð að mestu af greinum og trjám sem sumarhúsaeigendur hafa grisjað úr löndum sínum. Æskilegt væri að fá meira af efni sem brennur hægar á næsta ári. Einnig eru allar hugmyndir um framkvæmd brennu á næsta ári vel þegnar, t.d. tímasetning, á að grilla handa börnum (og fullorðnum?), annað. En látum nú myndirnar tala sínu máli.

Það logaði glatt í brennunni

Málin rædd

Glæsilegur sönghópur

Sumir komu (og fóru) sjóleiðina
© 2009-2015 Félag sumarhúsaeigenda í Hvammi Hafðu samband