Nágrannavarsla í á Hvammssvæðinu

Á næsta aðalfundi verður nágrannavörslu á Hvammssvæðinu formlega komið á fót.
Á síðasta aðalfundi var eftirfarandi ályktun samþykkt.

Aðalfundur félags sumarhúsaeigenda í Hvammi haldinn 17.10.2011 beinir þeim tilmælum til stjórnar félagsins að komið verði upp nágrannavörslu á Hvammssvæðinu. Stjórnin skal forma tillögur um nánari útfærslu og kynna félagsmönnum á vefsíðu félagsins og/eða á sérstökum fundi.

Ekki hefur verið haldinn sérstakur fundur um nágrannavörslu, heldur ákvað stjórnin nýlega að nágrannavörslu verði formlega komið á í framhaldi af næsta aðalfundi.

Þó samþykkt hafi verið að koma á fót nágrannavörslu þarf hver og einn sumarhúsaeigandi að að samþykka þátttökuna formlega sem felur í sér að undirrita lista sem kemur til með að liggja frami á aðlafundi. Þar þurfa að koma fram eftirfarandi upplýsingar: nafn, heimilisfang í Skorradal, sími, gsm sími og netfang. Þeir sem vilja tilkynna sig fyrir aðalfund get sent tölvupóst með ofangreindum upplýsingum til ritara á tölvupóstfangið: bsig(hjá)mac.com.

Nágrannavarsla byggir á samvinu nágranna um að gera umhverfi sitt og sumarhús öruggari. Markmiðið er leitast við að draga úr innbrotum, þjófnaði og skemmdarverkum. Slík varsla nágrannana er ekki ný af nálinni, heldur hefur verið þekkt í áratugi og hefur víða verið sett upp með góðum árangri

Nágrannavarsla er ein besta forvörn sem hægt er að grípa til gagnvart innbrotum, þjófnuðum og skemmdarverkum í sumarhúsahverfum. Nágrannavarsla er ekki löggæsla heldur snýst hún um að íbúar standi saman og hafi auga með umferð í sumarhúsahverfinu . Verði íbúar varir við grunsamlegar mannaferðir, t.d. við hús nágranna sem þeir vita að er fjarverandi, er þeirra að kanna aðstæður, hafa samband við eiganda eða hringja í 112 og gefa lýsingu á atburðinum. Eftirfarandi punktar byggja á kynningu ritara sem hann hélt á síðasta aðalfundi:

• Mikilvægt er að nágrannar séu almennt vakandi fyrir óvenjulegri umferð í sínu hverfi
• Eftirtektarsamir einstaklingar hafa oft getað hjálpað til við að upplýsa mál með því að gefa lögreglu upplýsingar
• Verði innbrotsþjófar og skemmdarvargar varir við að virkt eftirlit er í gangi eykur það líkur á því að þeir færi sig á önnur mið


• Setja upp nágrannavörslu skilti
• Verum vel vakandi
– lýsing á mönnum og bifreiðum og bílnúmer
– Betra að hringja of oft í lögreglu en of sjaldan
• Öryggiskerfi
• Mikilvægt að hafa góða lýsingu í kringum sumarhús
• Mikilvægt að læsa hurðum og gluggum - Gátlisti


• Fylgist með óeðlilegri umferð í nærliggjandi bústöðum.
• Hafi lágan þröskuld á að hafa samband við eiganda/lögreglu ef þeir verða varir við grunsamlegar mannaferðir
• Tilkynna nágrönnum ef þeir eru í burtu í lengri tíma
• Skoða umhverfi bústaða nágranna ef þeir eru ekki heima
• Útbúa lista yfir sumarhúsaeigendur með símanúmerum
• Þátttaka undir hverjum og einum komið

Lögreglan í Borgarnesi hefur beðið okkur að koma eftirfarandi skilaboðum á frmafæri:
skilab_pol


Að lokum fylgir síðan gátlisti fyrir sumarhús sem er fenginn frá Sjóvá.

gatlisti


© 2009-2015 Félag sumarhúsaeigenda í Hvammi Hafðu samband