Enn af innbrotum

Af ruv.is
Síðast uppfært: 01.06.2010 19:41 GMT

Innbrotafaraldur í Skorradal

Innbrotsþjófar hrökkluðust í burtu úr sumarbústað í Skorradal í gær þegar þeir ruddust inn á konu sem sat við prjónaskap. Áður voru þeir búnir að vinna skemmdarverk í fjölda bústaða.
Allir bústaðirnir sem vitað er til að brotist hafi verið inn í voru mannlausir, nema einn, þar var fyrir fullorðin kona sem sat við prjónaskap og að sögn lögreglu varð henni mjög brugðið. Það var innbrotsþjófunum líka því þeir hrökkluðust í burtu en eru hinsvegar enn ófundnir. Í þessari innbrotahrinu var hinsvegar ekki miklu stolið.
Í vetur var brotist inn í fjölda bústaða í Borgarfirði og er það upplýst. Í maí var farið inn í fjölda bústaða í Skorradal og miklum verðmætum stolið. Þar eru ákveðnir aðilar grunaðir en þeir sitja í gæsluvarðhaldi vegna annara brota. Lögreglan telur að innbrot í sumarbústaði færist í aukana.
Lögregla hvetur sumarbústaðaeigendur til að huga vel að öryggismálum og láta vita af grunsamlegum mannaferðum í nágrenni við bústaði.
© 2009-2015 Félag sumarhúsaeigenda í Hvammi Hafðu samband