Vefsíðan okkar fær yfir 20 þúsund heimsóknir á ári

Það er ánægjulegt að sjá hvað sumarhúsaeigendur eru duglegir að nota vefsíðuna okkar. Vefsíðan hefur nú verið uppi frá því síðla árs 2009. Heimsóknir á ári eru frá 23-33 þúsund. Á hverju ári eru skoðaðar frá 40-110 þúsund síður. Vinsælustu síðurnar eru upplýsingar um veðrið, vefmyndir og fréttasíðan. Vefstjóri saknar þú þess að fá ekki meira efni frá sumarhúsaeigendum og tekur glaður á móti öllum ábendingum. Sendið gjarnan á vefstjóra myndir, fróðleik og athugasemdir á netfangið bsig(hjá)mac.com.


visits

Opið bréf til sumarbústaðaeigenda í Skorradal í Borgarfirði. Til alvarlegrar umhugsunar fyrir alla!

Vegna flugeldaskothríðar í landi Dagverðarness laugardaginn 26. Mars, fyrir páska.

Ágæti viðtakandi.

Um klukkan 22:00 að kvöldi laugardagsins 26. Mars, s.l. fékk undirritaður símtal frá aðila sem staddur var í Skorradal og tilkynnti viðkomandi að í þeim töluðu orðum stæði yfir flugeldaskothríð, að honum sýndist í Dagverðarneslandi vestanverðu nærri Hvammi og vildi hann deila áhyggjum sínum með undirrituðum, sem fór strax áleiðis fram í Skorradal til þess að reyna að staðsetja skothríðina ef hún hefði haldið áfram og að hafa hendur í hári þess vanvita sem þarna var að verki og ógnaði ótvírætt öryggi og eignum þess fólks sem var þá statt í Skorradal.
Lesa alla fréttina...

Þakkir til sumarhúsaeigenda

Margir hafa tekið eftir því að á undanförnum vikum hafa veðurfarsupplýsingar dottið út hluta úr degi, en dottið svo inn aftur. Skýringin er sú að veðurstöðin notar sólarorku til að senda frá sér upplýsingar, en hefur batterí til vara þar sem sólin dugir ekki til í24 klst. sendinga yfir dimmasta tímann. Takk fyrir allar ábendingarnar. Því miður hef ég ekki átt heimangengt og því ekki getað farið upp í dal til að skipta um batterí.

Sérstakar þakkir til Guðjóns Jenssonar og fjölskyldu sem keyptu nýtt batterí og skiptu um í stöðinni. Þegar þetta er ritað eigum við samfelld veðurfarsgögn frá 2009 og einnig myndir flesta daga síðan þá. Öllum er velkomið að fá aðgang sé áhugi á að skoða veðurfarið nánar. Nýlega fengu nemendur í Landbúnaðarháskóla Íslands aðgang að gögnunum, en þeir eru að skoða veðuráttir í Skorradal. Munum birta niðurstöður þeirra þegar þær liggja fyrir.

Nú er vor í lofti og sumartími kominn á í Evrópu. Ég vil því nota tækifærið að óska ykkur öllum gleðilegs sumars og hlakka til að sjá ykkur í dalnum góða. Get ekki stillt mig um að láta eina mynd fylgja sem er nokkuð táknræn fyrir veturinn sem er að láta undan geislum sólarinnar.

fjara-20160320-181032_ed

Bilun í internetsambandi

Vefstjóri hefur fengið töluvert af ábendingum undanfarnar vikur um að veðurfarsgögn birtist ekki og að myndir úr vefmyndavélum séu hálfar eða úreltar. Sannleikurinn er sá að það bilaði hjá mér móttakari í byrjun september. 365 miðlar sem reka internetkerfið hafa skipt um móttakara, en illa hefur gengið að fá sambandið stöðugt. Á þessu mun verða unnin bót á næstu dögum. Eitthvað af myndum hafa þó komist í gegn og leyfi ég mér að birta þessa fallegu mynd frá 03.10. s.l.

11260670_10204136059916164_1374760945829596674_o

Nágrannavarsla - Bréf til félagsmanna

Sendur hefur verið tölvupóstur til sumarhúsaeigenda vegna nágrannavörslu. Bréfið er birt hér að neðan. Ef þú hefur ekki fengið bréfið þá höfum við ekki tölvupóstfangið þitt. Þú getur bætt úr því með því að senda tölvupóst tmeð viðeigandi upplýsingum til ritara á bsig(hjá)mac.com. Þegar að tölvupóstfangalistinn hefur verið uppfærð munum við senda út rafrænt kort af svæðinu og símaskrá til félagsmanna.

Ágæti sumarhúsaeigandi

Aðalfundur félagsins samþykkti að hefja mágrannavörslu á svæðinu. Nágrannavarsla felst í samvinnu nágranna um að gera umhverfi sitt og sumarhús öruggari. Markmiðið er að leitast við að draga úr innbrotum, þjófnaði og skemmdarverkum. Einnig getur nágrannavarsla aukið samvinnu og samskipti nágranna almennt. Nágrannavarsla er þekkt í áratugi og hefur víða verið sett upp með góðum árangri.

Útbúið hefur verið uppkast að lista yfir sumarhúsaeigendur með símanúmerum og tölvupóstföngum, þannig að auðvelt sé fyrir fólk að hafa samband sín á milli. Þetta getur verið mikilvægt ef grunur er um innbrot eða ef aðra vá bera að dyrum og skyndilega þarf að hafa samband við fólk. Þátttaka í verkefninu er þó undir hverjum og einum komin. Upplýsingar um símanúmer eru fengnar frá félagsmönnum sjálfum og úr símaskrá. Einnig hefur verið útbúið kort af svæðinu með götunöfnum og lóðanúmerum.

Þegar við höfum uppfært símaskrána sendum við út nýjan tölvupóst þar sem fylgir kort af svæðinu þar sem merkt eru inn sumarhús og lóðir.

Einnig mun fylgja listi með símanúmerum félagsmanna. Ef ágallar eru á skráningunni, eða ef þú óskar ekki eftir að taka þátt í verkefninu, vinsamlegast látið undiritaðan vita.

Ef ekki berast athugasemdir verður listinn sendur félagsmönnum. Ætlast er til að félagsmenn fari með listann sem trúnaðarmál.

Einnig má telja að mikilvægt að til sé listi með tölvupóstföngum ef koma þarf mikilvægum skilaboðum til félagsmanna.

Bestu kveðjur og hlakka til að sjá ykkur í “dalnum góða”

Bárður Sigurgeirsson ritari

Tölvuvandræði

Vefstjóri lenti í því að tölvan hans gaf upp öndina. Svo óheppilega vildi til að hann hellti kaffi yfir tölvuna, sem við það dó skyndidauða. Lífgunartilraunir báru ekki árangur. Sem betur fer var til afrit af öllum gögnum. Af þessum sökum hefur ekki verið hægt að uppfæra vefsíðuna í all nokkurn tíma. Nú hefur síðan verið sett upp á nýrri tölvu. Stillingar á vefsíðu hafa hins vegar ekki fylgt með við yfirfærsluna þannig að útlit síðunnar er því breytt. Það kann að vera að eitthvað hafi misfarist við nýja uppsetningu. Vinsamlegast sendið vefstjóra tölvupóst ef þið finnið eitthvað athugavert (bsig(hjá)mac.com). Takk fyrir þolinmæðina.

Búið að ryðja snjó af Hvammssvæðinu - Jól 2014

Hvammssvæðið hefur verið rutt fyrir jólin.Lesa alla fréttina...

Fallegt veður í Skorradal um helgina

Það var fallegt veður í Skorradal s.l. laugardag. Vefstjóri brá sér í smá túr í fallegu haustveðri s.l. laugardag. Haldið var í kringum Skorradalsvatn.
Lesa alla fréttina...

Ný vefmyndavél við bakka Skorradalsvatns og ný yfirlitsmynd

Vefmyndavélarnar sem eru staðsettar í Skorradalnum hafa reynst vinsælar og eru margir sem "taka veðrið" daglega eða í það minnsta áður en er haldið í Skorradalinn. Það hafa því komið fram kvartanir eftir að ein vélin bilaði. Nú hefur verið sett upp ný vél í stað þeirrar sem bilaði og bætt um betur og sett upp vél sem hefur fallegt útsýni yfir vatnið. Sjá nánar hér að neðan:Lesa alla fréttina...

Bilun á vefmyndavél

Borist hafa nokkrar athugasemdir um að vefamyndavél sem horfir yfir Skoorradal sé biluð. Það er rétt, en það stendur til bóta.
Lesa alla fréttina...
© 2009-2015 Félag sumarhúsaeigenda í Hvammi Hafðu samband